Iðnneminn - 01.09.1949, Page 14
hagsmuna og menningarmálum
samtakanna.
Nokkrar helztu tillögur og álit
frá sambanclsstj órn, nefndum
og einstaklingum, er samþykkt-
ar voru:
„Formannafundur iðnnema-
félaga I.N.S.Í., haldinn á Akra-
nesi dagana 2. og 3. júlí 1949,
vísar því til stjórnar I.N.SÍ., að
skora á iðnráð að taka alveg
fyrir það seinlæti, sem átt hefir
sér stað við afgreiðslu iðnnáms-
samninga.“
„Fundur formanna iðnnema-
félaganna, haldinn á Akranesi
dagana 2. og 3. júlí, leggur til,
að fast verði haldið við fyrri
kröfur I.N.S.Í. varðandi kaup
iðnnema, og að samræmt verði
kaup og kjör iðnnema um land
allt þannig, að það verði eigi
lægra en:
á 1. ári 30%
— 2. ári 40%
— 3. ári 55%
— 4. ári 70%
miðað við kaup sveina í hverri
iðngrein.“
„Fundurinn beinir þeirri á-
skorun til sjóðsstjórnar ferða-
kostnaðarsjóðs, að hún leggi til
að úthlutað sé ferðastyrk til
allra þeirra þingfulltrúa utan
af landi, sem rétt eiga til þing-
setu. Hlutur þeirra, sem ekki
sækja þingið, renni aftur til
sjóðsins og leggist við óskerð-
anlegan höfuðstól hans.“
„Almennur fundur formanna
iðnnemafélaganna, haldinn á
Akranesi dagana 2- og 3. júli
1949, lítur svo á, að útgáfa Iðn-
nemans sé svo sterkur þáttur
í starfsemi og samheldni iðn-
nemasamtakanna, að útgáfa
hans megi á engan hátt dragast
saman vegna fjárskorts, en tel-
ur þó ekki rétt að áskriftargjöld
blaðsins séu hækkuð að svo
stöddu.
Hins vegar beinir fundurinn
þeirri áskorun til allra starf-
andi meðlima samtakanna, að
þeir hefji og haldi uppi öflugri
sókn til útbreiðslu blaðsins, og
setji sér það mark, að hver ein-
asti iðnnemi verði kaupandi
þess, og um leið virkur meðlim-
ur í samtakaheild íslenzkra iðn-
nema.“
Frá iðnnámsnefnd:
„Iðnnámsnefnd lítur svo á,
að leggja beri áherzlu á, að
halda fast við fyrri kröfur sam-
bandsins um að bóklega námið
fari fram í dagskólum, sem rek-
inn sé af ríkinu. Einnig verði
hafizt handa um útgáfu fræði-
legra bóka, þar sem vöntun
slíkra bóka háir tæknilegri
menntun iðnaðarmanna."
Álit frá allsherjarnefnd:
„Nefndin hefur haldið einn
fund um sta'i’fsemi samtakanna
og hagnýtingu starfskraftanna,
og vísum við til fyrri samþykkta
sem gerðar hafa verið, en vilj-
um benda á kennslukvikmynda
safn ríkisins og að sambands-
stjórn taki að sér útvegun á
myndum fyrir sambandsfélög
úti á landi.“
Tillaga frá skipulagsnefnd
um breytingu á lögum I.N.S.Í.:
„Inn í 33. gr. laga sambands-
ins komi svohljóðandi skýring-
argrein (á eftir orðunum „Aðrir
þingfulltrúar hafa jafnan rétt
til uppástungu um menn í
stjórnina“’: „þá því aðeins að
uppástungur séu studdar af
minnst fimm þingfulltrúum.
Uppástungur skulu vera skrif-
legar.“
„Fundurinn leggur til við I.N.
S.í- að athuga möguleika á því
að halda formannafund 1950 á
sama grundvelli og fyrri fundir
hafa verið haldnir."
Fundarstjóri var Jón Sveins-
son frá félagi iðnnema á Sel-
fossi en ritarar voru Finnbogi
Eyjólfsson og Ólafur Karlsson,
báðir úr Reykjavík.
Fundinum lauk með kaffi-
drykkju í boði iðnnemafélags
Akraness.
1. maí var Iðnneminn seldur á
götum Reykjavíkur. Seldust 423
eintök. Duglegustu sölumennirnir
voru þeir Tryggvi Sveinbjörnsson
bókbandsnemi, er seldi 82 eint., og
Kristinn Sigurvinsson járniðnað-
arnemi, er seldi 67 eint.
Færir ritnefndin þeim, sem og
öðrum er blaðið seldu, sínar beztu
þakkir fyrir góða frammistöðu.
Vegna tilmæla stjórnar I.N.S.Í.,
til iðnnemafélaganna, sem birt
voru í 1.—2. tbl. þessa árgangs, um
að þau gerðu grein fyrir afstöðu
sinni varðandi þátttöku íslands í
Atlantshafsbandalaginu, hefur fé-
lag iðnnema Selfoss óskað, að þess
yrði getið, að það hafi ekki séð sér
fært að taka neina afstöðu í þessu
máli, þar sem það sé ekki sam-
rýmanlegt stefnu og lögum I. N.
S. 1.
8
IÐNNEMINN