Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1949, Page 17

Iðnneminn - 01.09.1949, Page 17
víða við iðnaðarmannafélags formið, þar sem allir eru í sama félagi, þó að í óskildum iðn- greinum starfi, og bæði meist- arar og sveinar saman. Út um land eru líka oft óglöggari mörk in milli sveina og meistara, þar sem það er altítt að sami mað- urinn starfi bæði sem meistari og sveinn, stundum þetta og stundum hitt, eftir því, sem verkast vill og kringumstæðurn- ar eru á hverjum tíma. Lands- samtök stéttarfélaganna eru svo eins og kunnugt er, Alþýðu- samband íslands og Vinnveit- endafélag íslands, sem sveina- félögin og meistarafélögin eru svo flest meðlimir í. Iðnaðar- mannafélögin höfðu aftur á móti lengi vel engin landssam- tök, fyrr en Landssamband iðn- aðarmanna var stofnað 1932, en síðan eru iðnaðarmannafélögin og raunar stéttarfél. sum líka, meðlimir í því. Landssamband- ið kemur fram á ýmsum vett- vangi til að gæta hagsmuna iðnaðarmanna, þó hefur það engin afskipti af kaupdeilum eða kaupi og kjörum meðlima sinna- En það fylgist vel með allri löggjöf er iðnað varðar og beitir sér þar fyrir umbótum. Það er ráðunautur ríkisstjórn- arinnar um öll iðnréttindamál, og yfirleitt leitar ráðuneytið umsagnar Landssambandsins um þau mál, er það þarf að fá upplýsingar og umsögn um og að iðnaði lúta, enda lítils- háttar styrkt iir ríkissjóði. Hef- ur Landssambandið og iðnþing- in, sem það sér um að haldin séu, þegar unnið mikið starf til hagsbóta fyrir iðnaðarmenn. Þá eru enn ótalin af samtök- um iðnaðarmanna samtök iðn- nema og iðnráðin. Þau fyrri þarf ég ekki að skýra. Þið þekk- ið þau. En um iðnráðin vildi ég fara nokkrum orðum. Iðnráð Reykjavíkur var stofnað 1928, fyrir forgöngu Iðnaðarmanna- félagsins í Reykjavík og til þess að leita samvinnu við lögreglu- stjóra um framkvæmd laganna um iðju- og iðnað. Þetta gafst svo vel, að víða út um land risu upp sams konar stofnanir í sama tilgangi. Nú eru iðnráðin lögfest. í öllum kaupstöðum skal starfa iðnráð, og er lagt fyrir lögreglustjóra að hafa samráð við þau um öll mál, er að iðnaði og iðju lúta, og sömu- leiðis um allt er viðkemur iðn- aðarnámi. Hefur síðan verið samin og samþykkt reglugerð um starfsemi iðnráðanna, hvernig til þeirra skal kosið og hvernig þau skuli starfa. Hefur þetta fyrirkomulag gefist vel, og er nú komið í fastar skorður. Þetta, sem ég nú hef lýst, er sá ytri aðbúnaður að iðnaðar- starfseminni í landinu, löggjöf- in annars vegar og skólamennt- un og félagssamtök hins vegar. Þá vaknar sú spurning ósjálf- rátt: Hvernig hefur iðnaðar- starfseminni í landinu vegnað innan þessa ramma, sem henni þannig hefur verið búinn, og skal ég nú fara um það nokkr- um orðum að lokum. Fyrst skulum við líta á þá almennu þróun, sem orðið hef- ur í landinu, hvað fólksfjölda snertir. Árið 1703 er fólk talið á ís- landi í fyrsta sinn- Ykkur þykir það nú kannske merkilegt, að ekki skuli vera til eldri mann- talsskýrslur en þetta. En þar til er því að svara, að mann- talið á íslandi 1703 er eitt af fyrstu ábyggilegu manntölun- um, sem til eru í heiminum. Þetta manntal er nú um það bil verið að ljúka við að gefa út prentað og þykir hið allra merkilegasta. Árið 1703, þegar þetta manntal var tekið, var allt fólk á íslandi talið 50444 manns. Um það bil 100 árum seinna eða 1801 er fólkið færra, ekki nema 47240. Fólksfækk- unin á 18. öldinni stafaði fyrst og fremst af tveim ástæðum, Stórubólu, mannskæðri farsótt, er geysaði í upphafi aldarinnar, um 1707, og svo af Móðurharð- indunum svokölluðu í lok ald- arinnar um og eftir 1783. En niðurstaðan er sem sagt þessi, að á 18. öldinni fækkar hér á landi úr ca. 50 þús. niður í 47 þús. Á 19. öldinni fer svo að rétta við, og laust fyrir miðja öldina, um 1840, er mannfjöld- inn kominn upp í 51.049 eða rétt rúmlega það, sem hann var 1703 eða nærri hálfri annarri öld áður, og rétt rúmlega líka það sem mannfjöldinn er í dag í Reykjavík einni. Til þess að gera svo nokkra grein fyrir hvernig þróunin hefur orðið síðan, hef ég sett hér upp töflu yfir mannfjölda og atvinnuskiptingu milli hinna þriggja stærstu atvinnuvega 1860—1930: IÐNNEMINN 11

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.