Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1949, Side 22

Iðnneminn - 01.09.1949, Side 22
INNGANGUR. Rafmagn hefur verið kunn- ugt mönnum æva lengi. í forn- öld er talið að Egyptar hafi þekkt það og kunnað hagnýt- ingu þess í sambandi við helgi- siði sína. Lýsing Biblíunnar á sáttmálsörk Gyðinga og hinum allra helgasta stað, sem hún var geymd á, bendir eindregið til þess, að prestarnir hafi þekkt hagnýtingu rafmagns, einnig í sambandi við helgisiði sína. Örkin og altarið voru gerð sem þéttar, er hægt var að hlaða upp til nokkuð hárrar spennu, líkt og Leydenflösku eða Frank- linkringlu. Var örkin gerð af akasíuviði, sem er þéttur og góður einangrari, þurr. Var hún gullrekin utan og innan. Hinn heilagi eldur, er hljóp í menn, er þeir höfðu dregið skóna af fótum sér og stóðu óeinangrað- ir á tjaldbúðargólfinu var raf- neistinn. En hleðsluna fengu prestarnir með því að láta olíu- lampa síbrenna á altarinu. Fær lampinn þá smám saman já- kvæða hleðslu og það, sem hann er í leiðnu sambandi við, sé það allt einangrað frá jörðu. Þessi þekking var leyndar- dómur prestanna, ejc síðan hefir týnst meðal þeirra. Á endur- vakningatímunum á miðöld- um byrjar þekking manna á rafmagni að nýju. Er það á Erindi Steingríms Jóns- sonar, rafmagnsstjóra, flutt 3. apríl 1949 í Félagi rafvirkja- nema í Reykjavík svipaðan hátt núningsrafmagn- ið, er vekur eftirtekt. Þá klædd- ust t. d. karlmenn knébuxum og ullarsokkum, en höfðu spari- búnir silkisokka utanyfir- Þá var að komast í tízku silkinotk- un í Norðurálfunni. Þegar menn drógu af sér silkisokkana, var hægt að draga rafneista úr þeim og þeir stóðu eins og þan- inn belgur, meðan þeir voru hlaðnir. Það var þá mikill sið- ur að sýna ýmis konar listir með núningsrafmagni í sam- kvæmum. Þótti það hin bezta skemmtun á 16. og 17. öld. Á 18. öldinni fann ítalinn Galvani upp rafhlað, sem við hann er kennt og mátti þá einnig fá rafstraum. Á sömu öldinni gat Benjamín Franklin dregið neista með flugdreka úr þrumuskýi og sýndi þar með til- raunum, að eldingar voru raf- magn. 1820 fann Daninn Örsted, er síðar varð stofnandi Verk- fræðiháskólans í Kaupmanna- höfn, upp rafsegulmagnið. Á næstu áratugum var tekinn upp járnbrautarekstur í Englandi og síðar einnig annars staðar. Fyrst var það með hestum, síð- ar með eimreiðum og varð þá bráðlega þörf ritsímans til skeytasendinga milli brautar- stöðvanna, svo að hægt væri að fylgjast með lestunum. Var raf- segulmagnið einmitt til þess notað og Morse-stafrófið varð til, í fyrstu notað þannig, að segulnál var látin hreyfast und- an straumnum ýmist til hægri eða vinstri. Það var við slíkan ritsíma, sem Edison starfaði, sem unglingur í Ameríku. Englendingurinn Faraday bætti við uppgötvun Örsteds og kom fram með kenninguna um rafsvið og segulsvið, er annar Englendingur, Maxwell, bjó stærðfræðilegum búningi. Sýndi það meðal annars öldueðli raf- magnsins, er ekki varð staðfest með tilraunum fyrr en mörgum árum síðar. Var það Þjóðverj- inn Herz, er það gerði. Nöfn þesara manna og margra fleiri eru nú notuð sem nöfn á ýmsum mælieiningum til minningar um afrek þeirra. Um og eftir 19- öldina verður dýna- móvélin til, byggð á kenningu Faradays, eða rafalinn, sem þó varð til lítilla nota þá, því að rafveiturnar vantaði. Síðar á öldinni varð til bogalampinn og rafhlöðin voru endurbætt, svo að þau gæfu meiri straum á bogalampana. 16 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.