Iðnneminn - 01.09.1949, Qupperneq 23
Var þá svo komið, að margir
menn í ýmsum löndum höfðu
búið til ýmis konar raftæki og
vélar, en allt var þetta sundur-
leitt og lítt til nota. Þá var
efnt til allsherjar sýningar á
raftækjum í París árið 1881.
Má fullyrða, að engin sýning,
hvorki fyrr né síðar, hafi haft
þvílík áhrif á verklega þróun,
sem þessi rafmagnssýning í
París 1881. Þarna komu svo
margar nýjungar fram, er vöktu
nýjar hugmyndir hjá þeim, er
sýninguna sáu. Þarna kom m.
a. Edison fram með glólampann
í fyrsta sinn, kolþráðarlamp-
ann.
Upp úr þessari sýningu hófst
saga rafveitnanna. Fyrst komu
smá ljósastöðvar í helztu hverf-
um stórborganna, er uxu á
skömmum tíma svo, að all stór-
ar samveitur komust á innan
borganna. Voru þetta ljósaveit-
ur með bogalömpum. Það er
Steingrímur Jónsson
rafmagnsstjóri Reykjavíkur
saga fyrir sig, hvernig mönn-
um tókst á svo skömmum tíma
að yfirvinna alla þá verklegu
örðugleika, er voru samfara
þessari nýju tækni. Má segja,
að aldrei hafi skort úrræði eða
uppfinningasemi, þegar á þurfti
að halda. Rafhreyflarnir kom-
ust þá í notkun um miðjan
síðasta tug aldarinnar og var
vöxtur í notkun þeirra brátt
enn örari en ljósanna. Út fyrir
borgarmörkin fóru rafveiturnar
ekki svo heitið gæti, fyrr en
á fyrsta tugi þessarar aldar,
en þær hafa síðan eflst mjög
og eru enn í stöðugri þróun.
Á ÍSLANDI.
Fregnir af Parísarsýningunni
komu hingað til lands. Var
hennar getið í ritum hér árið
eftir, 1882, sem mikillar furðu-
sýningar. Engum kom þó þá til
hugar notkun þesarar nýjung-
ar hér á landi. Það er ekki að
sjá að menn hér á landi hafi
fyrr á öldum gert sér neina
grein fyrir rafmagni eða eðli
þess. Menn þekktu þrumur og
eldingar, leiftur, snæljós, víga-
hnetti og stjörnuhröp, en settu
þessi fyrirbrigði venjulega í
samband við fyrirburði eða mik
il tíðindi og orðið vígahnöttur
bendir beinlínis í þá átt, enda
ekki furða um það orð, þar sem
enn hefir ekki tekist að skýra
þetta náttúrufyrirbrigði. Menn
gerðu heldur ekki eðlismun á
haugaeldi, mýrarljósi eða vaf-
urloga, hrævareldi eða hrælogi,
heldur settu það ýmist í sam-
band við grafir og fjársjóðu í
Frímann B. Arngrímsson
jörðu eða við fyrirburði um víg
eða voveifleg tíðindi. Er ekki
að sjá að menn hafi gert sér
grein fyrir eðlismun á t. d. vaf-
urloga og hrævareldi. Hauga-
eldar, mýrarljós og vafurlogi
eru nú skýrð þannig, að þau
stafi af völdum efnabreytinga
með ljósbera vegna rotnunar,
en hrævareldur er útstreymis-
fyrirbrigði vegna rafjónunar í
röku lofti.
Á 19. öldinni kynntust menn
rafmagninu hér einkum af eðl-
isfræði Fischers, er síra Magn-
ús Grímsson á Mosfelli hafði
þýtt og Bókmenntafélagið hafði
gefið út árið 1852. Þar eru sýnd-
ar ýmsar tilraunir með rafmagn
og rafsegulmagn og eru í þýð-
ingunni mörg nýyrði, þ. á. m.
sjálft orðið rafmagn fyrir elek-
trisk kraft í dönskunni eða orð-
ið elektricitet, sem nú er kallað.
En þessi kynni manna hér af
rafmagni voru öll óhagnýt- Ár-
ið 1889 er rætt um það á Al-
IÐNNEMINN
17