Iðnneminn - 01.09.1949, Side 24
þingi að láta raflýsa þinghúsið,
en úr því varð þó ekki. Árið
1894 kom Frímann B. Arngríms-
son hingað frá Ameríku. Hann
hafði unnið þar um skeið hjá
rafmagnsfélagi, er síðar varð
heimsfrægt, General Electric
Co., eitt af stærstu fyrirtækjum
heims á sínu sviði. Var Frímann
þar samverkamaður Steinmetz,
er síðar varð heimskunnur á
sviði rafmagnsfræði og tækni-
legrar stærfræði. Byrjuðu þeir
Frímann um svipað leyti hjá
félaginu og er sagt, að Stein-
metz hafi talið Frímann hinn
efnilegasta mann til frama, en
hann hvarf frá félaginu von
bráðar. Kom hann hingað heim
um hríð og hafði með sér til-
boð frá félaginu í vélar til vatns
aflsstöðvar við Elliðaárnar, að
mig minnir um 500 hestöfl. —
Bæjarstjórn Reykjavíkur tók þá
málið upp til athugunar, lét
búfræðing, sem hér var, mæla
fyrir virkjun við Elliðaárnar, en
málið komst ekki lengra. Mun
hafa þótt bænum ofviða þá.
Um aldamótin byrjaði Einar
skáld Benediktsson að ræða um
beizlun fossanna. Samdi hann
og um leigu og kaup á nokkr-
um fossum eða vatnsréttindum
og leitaði til útlanda. Stofnaði
hann erlend fossafélög, er áttu
að virkja til stóriðnaðarrekst-
urs, en ekkert varð úr fram-
kvæmdum. Aðrir komu á eftir
honum og keyptu upp vatns-
réttindi með sama ma.rkmiði.
Talið var þá, að innanlands-
notkun á rafmagni væri og yrði
svo lítil að vöxtum, að ekki
kæmi til mála að ráðast í virkj-
anir, sem nokkru næmi, nema
til kæmi útlendur stóriðnaður,
er þá settist hér að til hagnýt-
ingar á vatnsaflinu og í skjóli
hans gætu svo landsmenn feng-
ið ódýrt rafmagn til sinna nota.
Skömmu eftir aldamctin hófst
athafnamaðurinn Jóhannes
Reykdal, sem nú er nýlátinn,
handa um virkjun á Hafnar-
fjarðarlæk, og um líkt leyti sá
hann um virkjun á fyrstu raf-
stöð í sveit, að Bíldsfelli í Grafn
ingi. Voru þetta lengi vel einu
rafstöðvarnar hér á landi- Var
Hafnarfjörður löngu á undan
öllum öðrum bæjum hér um
raflýsingu og entist rafljósa-
stöðin, en svo var hún kölluð,
einsömul um tvo áratugi, en var
þá orðin kaupstaðnum of lítil.
Var þá sett upp dieselrafstöð
til aðstoðar og síðar fékk Reyk-
dal vatnsaflsstöðina til sinna
nota, þegar dieselstöðin tók við
bæjarlýsingunni að öllu leyti.
Hann virkjaði og neðar í Hafn-
arfjarðarlæk aðra stöð, er enn
starfar fyrir verksm. Dverg. —
Það er sýnilegt af gerð ljósa-
rafstöðvarinnar, að Reykdal
hefur gert hana af eigin hyggju-
viti og ekki sókt til annarra,
nema kaupin á efni, túrbínu og
rafala með tilheyrandi raf-
spjaldi og línuefni. Hann gerir
stíflu í lækinn af steinsteypu,
er þá var lítt þekkt hér, leiðir
vatnið af stíflubrún í stokk á
háum trönum að steinsteypri
þró um 5 m. hárri, gerð líkt og
væri hún reykháfur. Neðst í
þrónni er túrbínan á láréttum
ási, er gengur gegn um þróar-
vegginn og þéttað á milli. Ás-
inn gengur inn í stöðvarhúsið
og er beint tengdur við rafal-
ann. Með þessari gerð þróarinn-
ar hefur Reykdal viljað tryggja
fullan vatnsþrýsting á túrbín-
una, þar sem hún stóð á botni
þróarinnar með alla vatnssúl-
una ofan á sér. Nú myndu menn
leggja þrýstivatnsæð eftir jörð-
inni, í stað stokksins, frá botni
stíflunnar beint að luktum
hverfilhólkinum. En Reykdal
fór eigin götur og er vert að
minnast þess, sem þannig vel
tekst.
Bíldfellsstöðin var gerð í litl-
um bæjarlæk og starfaði alveg
óbreytt meir en 20 ár, áður en
hún var stækkuð og endurbætt.
Starfar hún ennþá, en bíður
nú samveitunnar frá Sogi, áður
en hún verður lögð niður.
Um og eftir lok fyrsta áratugs
þessarar aldar voru byggðar
nokkrar vatnsaflsstöðvar í kaup
túnum hér á landi, svo sem
Eskifirði, Seyðisfirði, Siglufirði,
Vík í Mýrdal og síðar á Húsavík,
Bíldudal, Vatneyri o. fl. Var þá
komið langt á annan áratug-
inn. Stöðvar þessar voru flestar
fremur smáar, mest til ljósa,
en dugðu þó sumar til nokk-
urrar suðu.
Jafnframt halda áfram kaup-
in á vatnsréttindum og stofn-
anir fossafélaga til að hagnýta
vatnsaflið í stórum stil- 1915
setur Alþingi fyrstu lögin um
rafmagnsnotkun. Er þar bæjum
og sveitarfélögum veittur for-
réttur til virkjana handa sér til
almenningsþarfa. Ríkisstjórn-
inni er áskilinn réttur til yfir-
umsjónar með veitingu leyfa og
18
IÐNNEMINN