Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1949, Page 25

Iðnneminn - 01.09.1949, Page 25
með framkvæmdum. Þar eru og ákvæði um öryggisráðstafanir við rafmagnsnotkun. Lög þessi voru samin eftir sams konar lagaákvæðum erlendum og mátti telja nauðsynleg til að tryggja skipulegar rafveitur í kauptúnum og kaupstöðum, er háðar væru nauðsynlegu eftir- liti um brunavarnir og aðrar öryggisráðstafanir. Þá voru að rísa upp smá raf- stöðvar fyrir einstök hús eða bæjarhluta. Urðu þær talsvert útbreiddar um skeið, bæði hér í Reykjavík og víðar í fyrri heimsstyrjöld. Áður en lögin komu, gat hver maður komið sér upp slíkri stöð, án þess að sækja um til bæjaryfirvaldanna eða fá til skoðun um öryggisút- búnað og brunavarnir og staf- aði þó allmikil eldhætta frá sumum þessara benzínknúnu smárokka. Eftir að lögin komu voru stöðvar þessar settar upp undir eftirliti bæjaryfirvald- anna og voru komnar einar 20 slíkar stöðvar í Reykjavík um 1920. Flestar voru aðeins fyrir eitt hús eða fá saman, en þrjár stöðvanna voru stærstar. Ein í miðbænum, í húsi því, sem nú er Nora-Magasin, í Pósthús- stræti og byggt var sem skúr fyrir stöðina, eign Nathan & Olsen. Hún var stærst. Önnur var við Vatnsstíg og Laugaveg, eign Jónatans Þorsteinssonar kaupmanns. Þriðja stöðin var við Njálsgötuna. Stöðvar þessar höfðu 110 Volta rakstraums- kerfi. Voru þær flestar eingöngu til ljósa, en sumar höfðu við- tengdar kaffikvarnir í nýlendu- vöruverzlunum, kjötkvarnir í matvöruverzlunum og svipaðar smávélar. Margar stöðvanna störfuðu ekki á nóttunni, staf- aði einnig allmikill hávaði frá þeim. Við stærri stöðvarnar voru settir upp rafgeymar, en þeir urðu brátt ónýtir, nema í miðbæjarstöðinni, þar fékk geymirinn fulla hirðu- Vélaverkstæðin í bænum höfðu sína eigin mótora til reksturs smíðavéla, enda þótt sum keyptu ljósin frá einhverri rafljósastöðinni. Félagið Völ- undur hafði þá gufuvél og sag- aði og heflaði fyrir öll trésmíða- verkstæði í bænum, sem ekki höfðu neinar vélar hjá sér. Á þessum árum, þegar mótor- stöðvarnar risu upp, komu fyrstu raftækjaverzlanirnar og rafvirkjarnir í Reykjavík, er höfðu raflagnir að aðalstarfi. Var þar elztur Halldór Guð- mundsson, er telja mátti braut- ryðjanda um margt, með þeim bræðrum Eiríki og Jóni Orms- sonum, er síðar urðu löggiltir rafvirkjar, félagarnir Eiríkur Hjartarson og Sigurður Kjart- ansson, Eiríkur þá nýkominn frá Ameríku. Danskur maður, Ingvarsen, er rak raftækja- verzlun fyrir Sigurjón Péturs- son, Álafossi. Sú verzlun varð síðar eign Júlíusar Björnssonar, en hann hafði áður starfað á Seyðisfirði og kom hingað til þessarar verzlunar. Edvard Jensen, er lengi var hér löggilt- ur rafvirki, en er nú nýlátinn. Nefna má og Jón Sigurðsson, er aðeins naut við fá ár, prýði- lega vel menntaður í sinni iðn, enda hafði hann numið og starfað erlendis áður. Út um land voru starfandi rafvirkjar á undan þeim hér í Reykjavík. Má þar m. a. nefna Indriða Helgason, er var á Seyð- isfirði, þegar stöðin var reist þar 1913, en fluttist síðar til Akureyrar og hefur starfað þar sem rafvirkjameistari síðan. Meðal þeirra, sem sáu um upp- setningu rafveitunnar á Seyð- isfirði, var Guðm. Hlíðdal, nú- verandi póst- og símamálastjóri. Meðan á fyrri heimsstyrjöld- inni stóð, urðu miklir örðug- leikar á útvegun efnis til raf- lagna. Kom þá sumt frá Amer- íku, sumt frá Englandi, auk þess er kom frá Norðurlöndum. Var efni þetta ákaflega sundurleitt- Þá voru utaná liggjandi lagnir tíðastar á klemmum eða hnöpp- um svo og opnar pípur eða pípu- taugar, enda voru þá flestar lagnir lagðar í gömul hús og meiri hluti þeirra var timbur- hús. Fossafélögin, sem stofnuð höfðu verið, unnu nokuð að at- hugunum á virkjunarmöguleik- um og undirbúningi fram- kvæmda. Komst svo langt, að tvö þessara félaga sóktu til Al- þingis um sérleyfi til virkjunar. Annað, íslandsfélagið, er átti vatnsréttindi í Sogi, sendi um- sókn sína í ársbyrjun 1917, en hitt, Titan-félagið, skömmu síð- ar um virkjun í Þjórsá. Alþingi tók málið til meðferðar, setti sérstaka nefnd í það og spunn- ust talsverðar deilur um málið og skoðanir skiptust. Einn lið- ur í þeim deilum var um vatns- IÐNNEMINN 19

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.