Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1949, Síða 29

Iðnneminn - 01.09.1949, Síða 29
Bjarni Runólfsson frá Hólmi aflið snertir, miklir fyrir hendi- Hinar stærstu virkjanir, sem hér hafa verið taldar að fram- an, hafa allar verið framkvæmd ar samkvæmt sérstökum lög- um. Hin yngsta þeirra, Anda- kílsárvirkjunin, samkv. elztu lögunum, um eignarnám á Andakílsfossum 1921. Sogsvirkj- unin samkvæmt lögum frá 1933. Skeiðfossvirkjunin samkv. lög- um 1935, Laxárvirkjunin samkv. lögum frá 1937.. í vatnalögunum frá 1923 er ákveðið að vegamálastjóri sé ráðunautur ríkisstj órnarinnar um vatnsvirkjanir og vatnamál, en sérstakt eftirlit af ríkis- stjórnar hálfu var ekki sett á stofn og var þó til þess ætlazt sérstaklega í lögunum um raf- orkuvirki 1926. Alþingi hafði síðan 1915 veitt nokkurt fé ár- lega til ráðunautsstarfsemi varðandi rafmagnsnotkun, eink um um byggingu vatnsaflstöðva í sveitum. Hafði Guðm. Hlíðdal hana á hendi um skeið. Þessi starfsemi hélzt um allmörg ár, en þróaðist ekki upp í allsherjar leiðbeiningar eða eftirlitsstörf. Hin síðari árin annaðist Bjarni Runólfsson, bóndi á Hólmi í Vestur-Skaftafellssýslu þessa starfsemi og alla tið meðan hann lifði. Smíðaði hann oft sjálfur vatnshverfla og vatns- hólka, er til þurfti og setti við rafalana. Bjarni var algerlega sjálfmenntaður, en smiður góð- ur og komu margar stöðvar hans að góðum notum. Fyrstu tildrög Rafmagnseft- irlits ríkisins eru þau, að Jakob Gíslason, rafmagnsverkfræðing- ur, er ráðinn til bráðabirgða til ríkisstj órnarinnar 1929 og starf aði í fyrstu í rafmagnsnefnd, sem í áttu sæti, auk hans, Geir Zoega, vegamálastjóri og Stein- grímur Jónsson, rafmagnsstjóri í Reykjavík- Hafði nefndin það verkefni fyrst og fremst, að rannsaka og gera tillögur um raforkuveitur til almennings- þarfa hér á landi, að frumkvæði Geirs Zoega, sem var ráðunaut- ur Brunabótafélags íslands. Gerði nefndin jafnframt tillög- ur til ríkisstjórnarinnar um að þá þegar yrði hafizt handa um að setja raflagningareglur, er giltu um land allt, og koma á almennu eftirliti með raforku- virkjun. Var Jakob síðan ráð- inn til þessa eftirlitsstarfa af ríkisstjórninni 1930. 1932 voru lögin um raforkuvirki frá 1926 endurbætt og Rafmagnseftirlit ríkisins sett formlega á laggirn- ar, og árið eftir, 1933, kom svo reglugerð um raforkuvirki, er gilt hefir síðan um gerð og frá- gang raflagna og raforkuvirkj a. Þá voru og 1932 sett lög um undirbúning á raforkuveitum til almenningsþarfa og störf- uðu nefndir að athugun þessara mála, er sumar skiluðu áliti, ásamt útreikningum og áætlun- um, en ekki komust neinar þeirra rafveitna til fram- kvæmda. Var mest af þessum störfum unnið af Rafmangseft- irliti ríkisins og undir umsjón þess. Árið 1942 eru sett lög um raf- veitur ríkisins, er gerðu ráð fyr- ir því að ríkissjóður hefjist handa um framkvæmdir. Á því sama þingi voru sett lög um raforkusjóð, er í skyldi leggja fé, svo að hann gæti staðið undir framkvæmdunum. Jakob Gíslason raforkumálastjóri IÐNNEMINN 23

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.