Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1949, Page 30

Iðnneminn - 01.09.1949, Page 30
Árið 1946 var svo þessum lög- um breytt í ein heildarlög, er nú gilda, raforkulög, þar sem upp eru tekin fyrri ákvæði um rafmagnsveitur ríkisins, raf- magnseftirlit ríkisins og raf- orkusjóð auk ítarlegra ákvæða um stjórn og skipulag raforku- málanna, er vera skal grund- völlur undir framkvæmdum ríkisins í framtíðinni. Er þar sett á stofn raforku- málaskrifstofa með raforku- málastjóra yfir, er stendur und- ir ráðuneyti ríkisstjórnarinnar, sem með raforkumálin fer, en 5 manna raforkuráð, kosið af Alþingi, er jafnframt ríkis- stjórninni til aðstoðar og ráðu- neytis í öllum raforkumálum. Undir aðalskrifstofunni starfa ýmsar deildir. Er rafmagnseft- irlitið ein þeirra og óháð hin- um deildunum. Rafmagnsveita ríkisins önnur, áætlana- og ný- byggingadeild hin þriðja. Auk þess er deild fyrir jarðboranir ríkisins, er m. a. á að stjórna og aðstoða við framkvæmdir til hagnýtingar á hveraorkunni- Hinar fyrri leiðbeiningar og ráðunautastarfsemi, einkum með vatnsaflstöðvum í sveitum var lögð undir rafmagnseftir- litið um skeið, en nú undir ný- bygginga- og áætlanadeild. Er raforkusjóður var stofn- aður, var honum lagðar til 10 millj. kr. í stofnfé og síðan ár- legt framlag, sem nú er 2 millj. kr. Er þetta undirstaðan undir framkvæmdum ríkisins í raf- orkumálum síðan, auk þeirra framlaga, sem á undanförnum árum hafa verið veitt hverju sinni, umfram tillagið til raf- orkusjóðs og stofnlána, er tek- in hafa verið til rafveitna, sem lagðar hafa verið. Hafa verið lagðar nokkrar veitur síðan síð- ari heimsstyrjöldinni lauk og nokkrar minni háttar rafstöðv- ar. Þannig var Reykjanesveitan lögð frá Hafnarfirði til Kefla- víkur, Garðs og Sandgerðis, auk Grindavíkur og Voga, er fyrst tók til starfa í árslok 1945. Raf- magnsveita Árnes- og Rangár- vallasýslna tók til starfa haust- ið 1947. Eru þær allar frá Sogs- virkjuninni. Grenjaðarstaða- og Húsavíkurveita frá Laxárvirkj- uninni o. fl. Egilsstaðaveita á Héraði með tilheyrandi rafstöð, Hveragerðisveita, er um skeið hafði hveragufuknúinn hverfil í rafstöð. Er árlega bætt við þessar veit- ur og nýjar settar á þéttbýl- ustu stöðunum þannig, að með liku áframhaldi geta þær teygt sig á sama hátt og vegakerfið út frá þéttbýlinu æ lengra út um landið. Það, sem enn hefir á skort þessar framkvæmdir ríkisins, er að of lítið hefur verið gert að því að tryggja aukna raforku- vinnslu. Hefur veitunum verið hlaðið á rafstöðvar þær, sem fyrir voru, og með síaukinni notkun, svo að sumar þeirra eru allmikið ofhlaðnar, og svo mjög, að horft getur til vandræða, ef ekki úr leysist. Nú er þó í ráði, að úr þessu verði bætt. Hefur verið í undir- búningi aukin virkjun í Sogi annars vegar og Laxá hins veg- ar. Hefur raforkumálaskrifstof- an haft með höndum undirbún- ing Laxárvirkjunarinnar fyrir ríkið og Akureyrarkaupstað, en Rafmagnsveita Reykjavíkur undirbúning Sogsvirkjunarinn- ar fyrir Reykjavíkurbæ- Sótti Reykjavík um virkjunarleyfi vorið 1945, samkv. lögum um virkjun Sogsins frá 1933, en ríkisstjórnin kvað sig bresta heimild til að veita umbeðið leyfi samkvæmt þeim lögum. Varð það til þess, að lögunum var breytt 1946 þannig, að þai; næðu til virkjunar alls Sogsins, en ekki aðeins til fyrstu virkj- unarinnar. Jafnframt tilkynnti ríkisstjórnin, að hún óskaði að nota heimild í lögum til að ger- ast meðeigandi í Sogsvirkjun- inni og hafa tekizt um það samningar milli Reykjavíkur- bæjar og ríkisins, að Sogsvirkj- unin verði framvegis sameign þeirra, í fyrstu að 85 hlutum Reykjavíkur og 15 hlutum rík- isins, en til helminga, þegar frá líður og Sogið er fullvirkjað. Aukning Laxárvirkjunarinnar er áætluð um 8000 kw, aukning Sogsvirkjunarinnar 32000, svo að hvort tveggja aukningin er um það bil tvöföldun á afli því, er fyrir er. Eru þetta langveiga- mestu framkvæmdirnar, sem framundan eru. Hinum tækni- lega undirbúningi er nú senn lokið og er þá þess að vænta, að takast megi að afla fjár til framkvæmdanna, svo að þessar aukningar geti tekið til starfa um árslokin 1951, svo sem áætl- anir og vonir standa til. Auk þesara virkjana eru aðr- ar smærri á ferðinni. Má þar 24 IÐNNBMINN

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.