Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1949, Side 31

Iðnneminn - 01.09.1949, Side 31
neína Gönguskarðsárvirkjun fyrir SauSárkrók og nágrenni, fremur lítil virkjun og dýr, aðr- ar eru ráðgerðar, svo sem Fossá við Ólafsvík o. fl. Hið virkjaða vatnsafl í land- inu árið 1947 er aðeins rúmlega 1% þess, sem til er. Þegar hinar fyrirhuguðu framkvæmdir eru komnar á, er virkjað afl tæp 3%, svo af nógu er að taka við áframhaldandi framkvæmdir. Hversu mikill gangur verður í því áframhaldi er ekki á okkar færi að spá neinu um, en mögu- leikarnir eru miklir og við von- um, að takast megi að hagnýta þá, eigi aðeins til að fullnægja almannaþörf til raforku, heldur og til stóriðnaðar, sem rekinn er af landsmönnum sjálfum, enda þótt enn verði að sækja um mikinn hluta stofnfjár slíkra fyrirtækja til annarra landa til kaupa á vélum og efni, sem ekki er enn hægt að smíða í landinu. EFTIRMÁLI. í inngangi þessa erindis var rakin þróunin erlendis í fáum dráttum, þangað til um síðustu aldamót, að rafveitur voru lagð- ar um ýmsa landshluta í Norð- urálfu. Á þeim 5 áratugum, sem eru liðnir síðan, hefur þróunin erlendis orðið mjög mikil og stöðug svo að nú eru til lands- veitur með 120 og 200 kV spennu, er veita nokkrum 100 þús. kw um 300—500 km. vega- lengd og einstöku söðvar með um og yfir y2 millj. kw vélaafl, og samtals er orðið uppsett í aflstöðvum nær 200 millj- kw víðs vegar um heim. Mest að tiltölu í Norður-Ameríku og vesturhluta Norðurálfu. Af þessu afli er þriðjungur vatns- afl eða yfir 60 millj. kw, og hef- ur þessi tala meir en tvöfald- ast á síðustu 20 árum. Þótt þessi þróun hafi orðið mikil að und- anförnu, er þó nú sýnileg, jafn- vel enn örari þróun framundan, sökum þess, hve eftirspurn raf- magns hefur vaxið gífurlega upp úr síðustu heimsstyrjöld. í þessari þróun ber ekki svo mjög á stækkun véla í stöðvum eða stækkun einstakra stöðva. Þró- unin framundan er mest tengd við orkuflutninginn og samveit- urnar, er þá koma til að vaxa út yfir einstaka landshluta eða heil lönd, s. s. England, þannig, að veiturnar koma til með að tengja saman mörg lönd og heilar álfur. Er nú rætt um að tengja saman allan vesturhluta Norðurálfu í eitt veitukerfi, frá Ítalíu til Englands, frá Frakk- landi austur á Balkan og áfram. Má með því móti setja inn á eitt kerfi vatnsafl Alpafjall- anna, steinkolanámur Belgíu og Englands, brúnkolanámur Þýzkalands og Póllands og olíu- lindir Balkanlandanna. Kemur þá með þessu móti nýtt stig í þróun raforkuveitna, svo að telja má að núverandi veitur séu nokkurs konar byrjunar- stig, en sem byggja verður ofan á. Þótt nýjar tegundir aflstöðva er nota sjávarföll eða vindafl, eða hveraafl í stórum stíl, kunni að bætast við, breyta þær engu í þessum efnum, en hins vegar geta kjarnorkustöðvar gert all- miklar breytingar á stærðum aflstöðva, þegar þær ná að þró- ast til orkuvinnslu. Því að gera má ráð fyrir, að afl þeirra geti skipt milljónum kw í einstökum stöðvum, og þá kemur enn nýtt stig í orkuveiturnar, að dreifa hinni miklu orku frá þessum stöðvum víðs vegar út í lands- veiturnar. Til þess að leysa öll þau tæknilegu vandamál, sem eru samfara þessari þróun, hafa verið gerðar tilraunir með hærri veituspennu, en auk þess einnig með notkun rakstraums í stað riðstraumsins. Bregður þá svo einkennilega við, að sumar fyrstu veiturnar með hárri spennu notuðu einmitt rak- straum, og háspennt veita í Frakklandi, kallað Thurykerfið, hefur verið stöðugt í notkun til skamms tíma. Eiginleikamunur á háspenntum riðstraum og rakstraumsveitum hefur verið lengi kunnur og vitað er, að hægt er að veita rakstraumi um miklu meiri vegalengdir en rið- straumi. En sökum þess, hve dreifingin á orkunni er ódýr og óbrotin, með því að nota spenna í þrífasa riðstraums- veitu, ruddu þær sér hvarvetna til rúms annars staðar- í rak- straumsveitunni má nú flytja mikla orku um langan veg milli tveggja staða, en þegar kemur til dreifingarinnar, verður hún óbærilega dýr vegna vélanna, sem til þess þarf. Þær þurfa stöðuga hirðu, af því að þær snúast, og mikla aðgæzlu, af því að þær eru háspenntar. Þar eru riðstraumsveiturnar miklu IÐNNEMINN 25

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.