Fréttablaðið - 17.10.2009, Page 4
4 17. október 2009 LAUGARDAGUR
STJÓRNSÝSLA Alþingi kaus hag-
fræðinginn Daniel Gros í banka-
ráð Seðlabankans á fimmtudag, en
þingflokkur Framsóknarflokksins
tilnefndi hann. Daniel er búsett-
ur í Brussel og því ljóst að hann
þarf að ferðast um langan veg á
bankaráðsfundi. Þá er líklegt að
þýða þurfi öll gögn fyrir hann.
Fréttablaðið spurðist fyrir um
hver greiddi kostnað við ferðir,
uppihald og þýðingar en fátt var
um svör.
Í Seðlabankanum fengust þær
upplýsingar að þar vissu menn
ekkert um málið utan það að
Alþingi hefði kosið Gros í ráðið.
Engin hefð væri fyrir því að
bankaráðsmenn byggju erlend-
is og hvað kostnað varðaði væri
réttast að ræða við Alþingi sem
kaus Gros.
Helgi Bernódusson, skrifstofu-
stjóri Alþingis, segir hins vegar
að afskiptum Alþingis ljúki þegar
bankaráðsmaður hefur verið kos-
inn. „Það er eitt sem við gerum,
að kjósa fólk í nefndir og ráð. Þar
með er því lokið. Það er Seðla-
bankans að ráða fram úr kostn-
aðinum.“
Helgi segist gera ráð fyrir að
nokkur kostnaður sé við ferðalög,
uppihald og þýðingu.
Einar Skúlason, framkvæmda-
stjóri þingflokks Framsóknar-
flokksins, segir tilskipun Gros
tilraun til að opna stjórnsýsluna.
Kannað hefði verið hvort þetta
væri ekki löglegt, en kostnaður-
inn væri óljós. „Ég vona að kostn-
aðurinn lendi ekki á okkur.“ - kóp
MANNRÉTTINDI Ragna Árnadótt-
ir dómsmálaráðherra varð frá að
hverfa eftir að hróp voru gerð að
henni á ráðstefnu í Háskóla Íslands
í gær.
Mótmælin eru talin tengjast
öðrum sem boðuð höfðu verið
vegna brottvísunar fjögurra
útlendinga til Grikklands í vik-
unni. Mótmælt var við heimili
dómsmálaráðherra á miðviku-
dagskvöldið. Þá sóttu að sögn lög-
reglu um tuttugu manns mótmæli
á Lækjartorgi í gær. Mótmælend-
urnir halda því fram að aðbúnaður
hælisleitenda í Grikklandi sé óvið-
unandi og óforsvaranlegt að senda
hælisleitendur hér þangað.
Anna Pála Sverrisdóttir, þing-
maður Samfylkingar, spurði dóms-
málaráðherra út í málið á Alþingi
á fimmtudag. Þar áréttaði Ragna
að brottvísun hælisleitenda væri
byggð á lögum og almennum mæli-
kvörðum. Ekki væri um geðþótta-
ákvörðun ráðherra að ræða.
„Hvort sem mönnum líkar betur
eða verr er lagaumhverfið þannig
að við erum aðilar að Dyflinnar-
samstarfinu sem byggist á því að
þegar eitt Dyflinnar-ríki endur-
sendir fólk til annars ríkis er það
vegna þess að hælismeðferð fer þá
fram í því ríki sem það er sent til,“
sagði Ragna og benti á að Norður-
löndin endursendu öll hælisleitend-
ur til Grikklands. Þá sagði Ragna
mál allra flóttamanna vera skoðað
gaumgæfilega og benti á að flótta-
mannahjálp Sameinuðu þjóðanna
hefði komist að þeirri niðurstöðu
að aðstæður í Grikklandi hefðu
breyst svo til hins betra að óhætt
væri fyrir flóttamenn að snúa
aftur þangað. Hún vísaði einnig
til skýrslu sem ráðuneytið birti í
sumar vegna ákvörðunarinnar um
að endursenda fólk til Grikklands.
Í skýrslunni kemur fram að
skoða eigi hvert tilvik fyrir sig og
RAGNA ÁRNADÓTTIR Eftir um 10
mínútna stapp gafst dómsmálaráð-
herra upp á að reyna að flytja ræðu í
Háskólanum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HRÓP GERÐ AÐ RÁÐHERRA Mótmælendur sóttu ráðstefnu sem boðað hafði verið til
í gær af tilefni 50 ára afmælis mannréttindadómstóls Evrópu og komu í veg fyrir að
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra gæti flutt þar ræðu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hröktu ráðherra úr púlti
Brottvísun hælisleitenda til Grikklands er umdeild. Mótmælendur hafa farið mikinn. Dæmi eru um að Út-
lendingastofnun hafi látið hjá líða að senda fólk til Grikklands. Sjálfstætt mat er lagt á sérhverja umsókn.
UMSÓKNIR UM HÆLI
Þróun síðustu ára
2009 27*
2008 73
2007 42
2006 39
2005 87
2004 76
2003 80
2002 117
2001 53
2000 25
1999 24
*Fram til 1. október 2009.
HEIMILD: ÚTLENDINGASTOFNUN.
Umtalsverð fækkun hefur á þessu
ári orðið á umsóknum um hæli hér
á landi samkvæmt upplýsingum
Útlendingastofnunar. Um síð-
ustu mánaðamót höfðu borist 27
umsóknir um hæli, en þær voru alls
73 árið 2008. Árin 2006 og 2007
sóttu 39 og 42 um hæli. Flestar
hafa umsóknir á einu ári orðið árið
2002 þegar 117 sóttu um hæli hér
á landi.
Af umsóknum sem bárust á
þessu ári drógu níu umsækjendur
umsóknir sínar til baka eða hurfu af
landi brott. Átta voru sendir aftur til
samstarfsríkis Dyflinnarsamkomu-
lagsins á grundvelli Dyflinnarreglu-
gerðarinnar, einum var synjað um
hæli en í málum tveggja var veitt
hæli. Sjö mál eru svo enn í vinnslu
hjá Útlendingastofnun.
Útlendingastofnun hefur þar fyrir
utan veitt hæli af mannúðarástæð-
um í tilvikum sjö umsækjenda á
þessu ári, vegna umsækjenda sem
komu fyrir 1. janúar 2009. Þá fengu
fjórir slíkt leyfi sem áður höfðu
dregið umsóknir um hæli til baka.
HÆLISLEITENDUM FÆKKAR MJÖG
kanna aðstæður „og meta með hlið-
sjón af fyrirliggjandi upplýsingum
um aðstæður hælisleitenda í Grikk-
landi hvort þess megi vænta að við-
komandi muni njóta réttinda sinna
sem hælisleitandi þar í landi“.
Rósa Dögg Flosadóttir, sett-
ur forstjóri Útlendingastofnunar,
staðfestir að Dyflinnar-reglugerð-
inni sé ekki fylgt fortakslaust held-
ur séu mál könnuð í samræmi við
það vinnulag sem lagt er upp með
í skýrslu dómsmálaráðuneytisins.
Dæmi séu um að ákveðið hafi verið
að senda fólk ekki þangað vegna
þess að það hafi fallið undir skil-
greiningar skýrslunnar.
olikr@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Farsóttanefnd
Landspítala mælist til þess að
almenningur takmarki heim-
sóknir sínar til sjúklinga á
sjúkrahúsinu eins og kostur er
vegna yfirstandandi svínaflensu-
faraldurs.
Margar deildir hafa þegar tak-
markað heimsóknir og er fólk
vinsamlegast beðið að virða þær
takmarkanir. Fólk sem hefur
einkenni flensunnar á borð við
hálssærindi, hita, beinverki og
hósta er beðið um að koma alls
ekki í heimsókn á spítalann, aðrir
aðeins ef þeir eiga brýnt erindi
og þá í samráði við starfsfólk við-
komandi deildar. - jss
Tilmæli frá Landspítalanum:
Heimsóknir
takmarkaðar
FJÖLMIÐLAR Íslenskir fjölmiðlar
hafa verið hvattir til þess að auka
hlut jákvæðra frétta. Það geti
dregið úr neikvæðum langtíma-
áhrifum á Íslendinga í kjölfar
efnahagshrunsins. Þetta segir í
netútgáfu breska blaðsins Financ-
ial Times í umfjöllun um afleið-
ingar hrunsins í gær. Vitnað er til
Guðjóns Magnússonar, læknis og
prófessors í lýðheilsufræðum við
Háskólann í Reykjavík.
Guðjón var aðstoðarlandlækn-
ir 1980-1990, þekktur víða og
eftirsóttur fyrirlesari á alþjóða-
ráðstefnum um lýðheilsu. Hann
lést 4. október síðastliðinn og var
jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
á fimmtudag. - jab
FT vitnar í látinn fræðimann:
Jákvæðar frétt-
ir mikilvægar
Seðlabanki vísar á Alþingi sem vísar á Seðlabanka og Framsókn er í óvissu:
Enginn veit hver á að borga
DANIEL
GROS
Er búsettur
í Belgíu
og þarf að
ferðast um
langan veg
á banka-
ráðsfundi.
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Berlín
Billund
Brussel
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
21°
13°
8°
10°
11°
13°
9°
9°
7°
6°
27°
12°
8°
24°
9°
12°
13°
7°
Á MORGUN
10-18 m/s norðaustan til
annars hægari
6
6
8
6
8
8
10
8
10
9
6
6
3
4
3
3
3
8
8
8
10
6
-1
-1
1
6
6
MÁNUDAGUR
5-10 m/s
1 3
-4
-4-1
VÆTUSAMT OG
KÓLNANDI
Í dag verður stíf
sunnanátt sunnan og
austan til annars mun
hægari norðvestlæg
átt. Rigning víða um
land en þó úr-
komu minnst á Austur-
landi og Vestfjörðum.
Milt verður framan af
degi en smám saman
kólnar, fyrst vestan
til og í kvöld má
búast við snjókomu
til fjalla og á heiðum.
vestanlands. Veður fer
kólnandi.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
DÓMSTÓLAR Ákæra á hendur
Bjarka Frey Sigurgeirssyni fyrir
manndráp var þingfest í Héraðs-
dómi Reykjaness í gær.
Bjarka er gefið að sök að hafa
veist að manni í herbergi að Dals-
hrauni í Hafnarfirði 17. ágúst og
slegið hann minnst fimm þungum
höggum í höfuðið með tréborði og
vöfflujárni. Maðurinn hlaut mörg
brot á höfuðkúpu og alvarlega
áverka á heila sem drógu hann til
dauða. Bjarki játaði sök, en neit-
aði þó að hafa notað vöfflujárn.
Aðstandendur mannsins krefja
Bjarka um samtals fjórar milljón-
ir króna, auk útfararkostnaðar. - jss
Ákærður fyrir manndráp:
Játaði morðið
fyrir dómi
Blátunnur í Árborg
Svokallaðar Blátunnur eiga að vera
við hvert heimili í Árborg frá og með
næstu áramótum. Blátunna er ætluð
undir endurvinnanlegan pappírsúrgang
og tekur við fleiri tegundum pappírs en
grenndargámakerfið sem nú er við lýði.
UMHVERFISMÁL
GENGIÐ 16.10.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
236,5554
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
123,54 124,12
201,36 202,34
184,15 185,19
24,735 24,879
22,071 22,201
17,754 17,858
1,3554 1,3634
196,62 197,80
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR