Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.10.2009, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 17.10.2009, Qupperneq 18
greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Orkunýting og stóriðja eru málefni sem greina menn að í stjórnmálum. Það er ekki nýtt. Deilurnar hafa löngum staðið um tvennt: Annars vegar um hlutfallið milli nýtingar og náttúruverndar. Hins vegar um aðkomu erlendra fjárfesta. Í pólitísku samhengi má segja að VG hafi á þessu sviði eins og ýmsum öðrum tekið við merki Alþýðubandalagsins. Flokkur- inn er nú í valdastöðu sem gerir honum kleift að hefta frjálslynd- ari og framsæknari nýtingarvið- horf sem eru í meirihluta í öðrum flokkum á Alþingi. Andstaðan við erlenda fjárfest- ingu er að sönnu veikari á vinstri væng stjórnmálanna en áður var. Náttúruverndar sjónarmiðunum er hins vegar teflt fram af meiri þunga. Í sumum tilvikum sýn- ast þau vera notuð ein og sér þó að markmiðið sé öðru fremur að hefta umsvif útlendinga í í s lensk u m þjóðar búskap. Me ð ö ð r u m orðum: Rök- semdafærslan er ekki gagn- sæ. Endurreisnar- áætlunin sem gerð var með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gerir ráð fyrir verulegri verðmætasköp- un á næstu árum í orkufrekum iðnaði. Þær forsendur hagvaxtar voru ákveðnar í tíð fyrri ríkis- stjórnar undir forystu Sjálfstæðis- flokksins. Núverandi ríkisstjórn með Samfylkingu og VG kaus að gera þær forsendur að sínum. Það var vísbending um pólitíska ábyrgð. Orkuumræður síðustu vikna eru hins vegar vísbending um að pólitískar forsendur fyrir þessum áformum geti verið að bresta. Það er áhyggjuefni. Ekki fyrir þá sök að álver séu almennt til fegurðar- bóta. Hitt skiptir meira máli í því mati að nýframkvæmdir á þessu sviði eru skilyrði þess að takast megi að búa til tekjur til að verja velferðarkerfið á Íslandi. Þessi framkvæmdaáform stefna því til velferðarbóta. Vissulega var það stílbrot þegar VG féllst á mikilvægi stóriðju í áætlunum fyrri ríkisstjórnar til endurreisnar þjóðarbúskapnum. Ætla verður að þar hafi legið ábyrg og raunsæ viðhorf að baki. Segja má að flokkurinn hafi viður- kennt að við ríkjandi aðstæður hafi stefna hans á þessu sviði verið of þröng til að þjóna heildar- hagsmunum fólksins í landinu. Forsenda velferðarvarna Þessi ábyrga afstaða er nú á undanhaldi. Trúlegasta skýringin er sú að það hafi einfaldlega gengið of nærri flokkskjarnanum í VG að víkja í jafn veigamiklum atriðum frá grundvallarstefnu sinni við stjórnarmyndunina. Það vantar innri styrk til að halda út með aðra stefnu en verið hefur á dagskrá flokksins. Það er skiljanlegt. Andstaða VG við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn fyrir stjórnarmyndun í febrúar byggðist á skýrri sýn. Frá bæjarhellu flokksins var sjóðurinn ímynd þess versta í heims- kapítalismanum. Í sumar fór annar áhrifamesti forystu maður flokks- ins ekki dult með ákveðinn vilja sinn til að rifta samningnum um endurreisnaráætlunina. Stjórnar- samstarfið hékk um stund á blá- þræði af þeim sökum. Þeir þingmenn flokksins, sem verið hafa í andófi vegna Icesave- samninganna og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, láta nú undan síga. Það verður ýmsum í meira lagi erfitt. Til að létta á þeirri samvisku- veiki kann að vera flokkslega nauðsynlegt að sýna trúnað við gömlu stefnuna á öðrum sviðum eins og til að mynda í orkunýtingar- málum. Flokkurinn getur ekki með form- legum hætti dregið samþykki sitt við stóriðjuframkvæmdir til baka. Þess í stað er völdunum beitt í fjár- málaráðuneytinu og umhverfis- ráðuneytinu til þess að bregða fæti fyrir framkvæmd mála með skatta- tillögum og tæknilegum stjórn- valdsákvörðunum af ýmsu tagi. Það styrkir innanflokksástandið en veikir efnahagshorfurnar. Svigrúmið þrengist Ætli samstarfsflokkur VG að halda stjórnar-samstarfinu saman verður hann að taka til- lit til þessara nýju viðhorfa. Þing- menn Samfylkingar eiga ekki ann- arra kosta völ en að axla ábyrgð á leikfléttum VG. Málefnalegur trú- verðugleiki samstarfsins er hins vegar veikari á eftir. Þetta er pólitísk bakhlið málsins. Að sönnu er það ekki nýtt að stjórn- arflokkar þreyti pólitíska refskák. Í þessu tilviki er það hins vegar of kostnaðarsamt fyrir þjóðina. Miklir almannahagsmunir eru í húfi. Það er ekki tilviljun að ný stóriðjuverkefni eru snar þáttur í tekjuöflunaráformum um endur- reisn Íslands. Það er ekki tilviljun að forystumenn VG féllust á að halda þessum áformum við myndun núverandi stjórnar. Aðrar tekju- öflunarleiðir voru ekki í augsýn. Ráðherrar segja það ekki víst að tafaleikir þeirra muni stöðva stór- iðjuáformin. Erfiðleikar við láns- fjáröflun geti ráðið því. Rétt er að þröngt er um lánsfjármagn. Sú staða er ekki gilt skálkaskjól fyrir tafaleikjum. Hún kallar einfaldlega á svör við því hvernig stjórnvöld ætla að vinna að lausn þess vanda. Forystumönnum andófsins í VG hefur undanfarið verið tíðrætt um „nýtt lýðræði“. Það táknaði í sumar að hefðbundin bönd stjórnar sam- starfs mættu ekki hindra lýðræðis- legan vilja Alþingis ef hann væri á annan veg í einstökum málum. Einmitt þessi hópur notar nú bönd stjórnarsamstarfsins til að koma í veg fyrir að breiður meiri- hlutavilji fyrir framsækinni og ábyrgri orkunýtingarstefnu nái fram að ganga. Hvar er hugmynda- fræðin um „nýtt lýðræði“ nú? Ekki var hún hentistefna, eða hvað? Hvar er „nýtt lýðræði“ nú? Í vikunni var tilkynnt að japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki sæktust eftir því að halda sameiginlega sumar- ólympíuleikana árið 2020. Slíkir leikar yrðu haldnir undir merkjum heimsfriðar og til að leggja áherslu á kröfuna um kjarnorkuvopnalausan heim. Sem kunnugt er voru þessar tvær borgir skotmörkin í einu kjarnorkuárásum sögunnar í ágústmánuði 1945. Í ljósi þeirrar sögu hafa íbúar Hiroshima og Nagasaki um árabil verið í farar- broddi í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum. Stjórnendur borg- anna höfðu til að mynda frumkvæði að stofnun alþjóðlegra sam- taka, „Borgarstjórar fyrir friði“ (e. Mayors for Peace), sem vinna að útrýmingu þessara vopna. Meira en þrjú þúsund borgir og bæir um víða veröld eru aðilar að þessum samtökum, þar á meðal fimmtán af stærstu sveitarfé- lögum Danmerkur, ellefu í Svíþjóð og nærri níutíu í Noregi. Því miður hafa borgaryfirvöld í Reykjavík ekki enn slegist í þennan hóp friðflytjenda, þrátt fyrir yfirlýst markmið um að Reykjavík skuli vera sérstök friðarborg. Skömmu fyrir aldamótin 2000 hvöttu borgarstjórar Hiros- hima og Nagasaki til þess að borgir heims friðlýstu sig fyrir allri umferð og geymslu kjarnavopna. Íslenskir sveitarstjórnarmenn brugðust vel við því ákalli og hafa nú nær öll sveitarfélög landsins gert slíkar samþykktir. Einungis fimm sveitarstjórnir, þrjár á Suðurnesjum og tvær í sveitahreppum, hafa fellt slíkar tillögur og það raunar ítrekað. Þessi miklu og jákvæðu viðbrögð sveitarstjórnarstigsins hljóta að verða þingliði ríkisstjórnarflokkanna hvatning til að hrinda sem fyrst í framkvæmd fyrirheitum stjórnarsáttmálans um slíka friðlýsingu Íslands og íslenskrar landhelgi. Auk þess sem slík friðlýsing fæli í sér táknrænan stuðning við hina alþjóðlegu bar- áttu gegn kjarnorkuvopnum er hér um beint hagsmunamál að ræða enda hefur Landssamband íslenskra útvegsmanna hvatt stjórnvöld til dáða og skorað á þau að vinna að alþjóðlegu banni við umferð kjarnorkuvopna á heimshöfunum. Ljóst er að friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum myndi mælast illa fyrir á vettvangi Atlantshafsbandalagsins, enda kjarnorkuvopnastefnan einn af hornsteinum NATO. Þá hefur það verið meginregla hjá Bandaríkjaher að játa því hvorki né neita hvort kjarnorkuvopn eru um borð í farartækjum hans. Það mun því reyna á staðfestu íslenskra stjórnvalda þegar kemur að því að efna þessi ákvæði stjórnarsáttmálans. Því miður hefur það lengi verið háttur Íslendinga að vilja skreyta sig með fjöðrum friðarbaráttunnar, án þess að leggja neitt á sig. Það er til lítils að tendra friðarsúlur eða koma á virðu- legum friðarstofnunum ef hugur fylgir ekki máli. Raunverulegir friðflytjendur hika ekki við að standa uppi í hárinu á hernaðar- bandalögum, afþakka komur herskipa og hafna atvinnustarfsemi sem byggist á þjónustu við heri, þótt um fjölda starfa sé að ræða. Þar getum við margt lært af íbúum Hiroshima og Nagasaki. Ólympíuleikar í nafni afvopnunar: Friðarbarátta krefst fórna STEFÁN PÁLSSON SKRIFAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.