Fréttablaðið - 17.10.2009, Page 28

Fréttablaðið - 17.10.2009, Page 28
28 17. október 2009 LAUGARDAGUR Haustið í Reykjavík Skammdegið færist yfir höfuðborgina, gulu laufin eru farin að fjúka á braut en Reykjavík iðar þó af mannlífi á haustin. Ljósmyndarar Fréttablaðsins fönguðu fallega hauststemningu inn- an borgarmarkanna á dögunum. BERIN TÍND Hér gæða starrar sér á hvítum berjum koparreyn-isins en brátt fara berin að falla til jarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FALLIN LAUF Ótal litir haustins sjást hér á götu borgarinnar FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HAUSTLITIR Fagrir gullnir runnar í grasagarðinum í Laugardal FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVÍLD Á stærstu verslunargötu miðborgarinnar er hægt að finna ró og næði á bekk undir gylltum haust- laufum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKÓLINN FAÐMAÐUR Skólastarfið er komið á fullt enda kominn miður október. Hér eru nemendur í Hlíða- skóla að faðma skólann sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BIRTIR TIL Þegar óveðrinu slotaði á dögunum myndaðist þessi fallegi regnbogi við smábátahöfnina FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐ TJÖRNINA Þessi litli snáði lítur gæsina hornauga enda virðist hún ætla að færa sig hættulega mikið upp á skaftið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.