Fréttablaðið - 17.10.2009, Síða 34

Fréttablaðið - 17.10.2009, Síða 34
34 17. október 2009 LAUGARDAGUR U ngur maður, Ísak Óli Sævarsson er á góðri leið með að verða stjarna í myndlistar- heiminum. Hann teikn- ar eingöngu persónur sem hann þekkir úr sögum sem lesn- ar hafa verið fyrir hann og málverk eftir hann seljast eins og rauðglóandi lummur. Ísak verður tvítugur í desem- ber og býr með foreldrum sínum og tveimur systkinum í Álfheimunum. „Ísak var greindur með dæmigerða einhverfu um fjögurra ára aldurinn,“ segir pabbi hans, Sævar Magnús- son. Hann segir Ísak geta talað en hann tjái sig takmarkað og staðlað. „Myndlistaráhuginn kom snemma fram. Við þurftum alltaf að passa að það væri til nóg af eldhúspappír á heimilinu því Ísak vildi bara teikna á eldhúsrúllur þegar hann var yngri. Kannski var það áferðin á pappírn- um sem höfðaði til hans. Hann varð strax mjög afkastamikill. Hann elskar Strump ana og teiknaði bara myndir af Strumpunum fyrstu árin. Hann á 260 litla Strumpa-karla sem hann tekur með sér út um allt. Það er öryggis- pakkinn hans. Ísak væri örugglega enn þá að teikna Strumpana ef hann hefði fengið að ráða.“ Átak að prófa eitthvað nýtt Sævar segir að þegar Strumpamynd- irnar á eldhúsrúllunum hafi verið komnar að því að sprengja húsið hafi konan hans, Halla Þ. Stephensen, fengið þá hugmynd að kaupa striga á blind ramma og liti – „Það kæmu þá alla vega færri myndir þannig,“ segir Sævar. „Við vorum nú orðin ansi þreytt á öllum þessum Strumpa-myndum, svo við hvöttum hann til að prufa að mála Barbapabba. Það þurfti mikið átak til að fá hann til að samþykkja það. Svo höfum við haldið áfram að teygja listsköpunina og fórum næst í Einar Áskel. En það þarf alltaf að semja við hann. Hann samþykkir kannski að mála einn Einar Áskel, ef hann fær fyrst að mála tvo Strumpa.“ Með árunum hefur fjölgað í karakt- era-galleríi Ísaks. Pappírs-Pési, Fred Flintstone, Jógi björn og Mjallhvít og dvergarnir sjö eru meðal annars komin inn og þessi misserin er Ísak á skæðu Tinna-tímabili. „Þetta er orðið fjölbreytilegt safn, en það þarf allt- af mikið átak að fá hann til að prófa eitthvað nýtt. Það er eins og að kippa honum upp úr leðju í hvert skipti,“ segir pabbi hans. Ísak hélt einkasýningu í Galleríi Tukt í maí 2008 og þar seldust öll verkin upp á tveimur dögum. Hann tók þátt í List án landamæra í vor þar sem hann sýndi á sýningunni Lennon & Baktus í Mosfellsbæ. Á sýningunni unnu fatlaðir og ófatlaðir listamenn saman og Ísak vann með Siggu Björgu Sigurðardóttur. Afraksturinn varð 80 myndir sem seldist vel af, meira en helmingurinn. Ekkert truflar Þessa dagana eru Tinna-myndir eftir Ísak til sýnis á samsýningu fjölda Málari sem fær fólk til að brosa MÁLIN RÆDD Í ELDHÚSINU Ísak Óli, Sævar Magnússon og Halla Þ. Stephensen. AFKÖST Brot af verkum Ísaks Óla. Ísak Óli Sævarsson, einhverfur málari í Álf- heimunum, er að slá í gegn með málverk- um sínum. Dr. Gunni ræddi við pabba hans, Sævar Magnússon, og Valgarður Gíslason heimsótti fjöl- skylduna með myndavélina sína. LISTAMAÐURINN AÐ STÖRFUM Ísak Óli væri enn að mála Strumpana ef hann hefði fengið að ráða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.