Fréttablaðið - 17.10.2009, Síða 38
MENNING 4
D
agskrá helguð Höllu
Eyjólfsdóttur skáld-
konu á Laugabóli við
Djúp verður flutt á
morgun í Gerðubergi.
Tilefnið er opnun sýningarinn-
ar Svanurinn minn syngur – Líf
og ljóð skáldkonunnar Höllu Eyj-
ólfsdóttur. Guðfinna M. Hreiðars-
dóttir sagnfræðingur á heiðurinn
að sýningunni, sem sett var upp á
Ísafirði árið 2008 um leið og gefin
var út bók um sama efni.
Halla Eyjólfsdóttir skáldkona
(1866-1937) var húsfreyja á stór-
býlinu Laugabóli við Ísafjarðar-
djúp frá lokum nítjándu aldar og
fram á fyrri hluta hinnar tuttug-
ustu. Hún var fjórtán barna móðir
og sinnti allri bústjórn á stórbýli á
þeirra tíma mælikvarða en bóndi
hennar, Þórður Jónsson, var for-
maður á eigin skipi við utanvert
Djúp drjúgan hluta ársins og því
lítið heima við.
Listrænt samstarf Höllu við tón-
skáldið Sigvalda Kaldalóns fær
sinn sess í dagskránni þar sem
Nathalía Druzin Halldórsdóttir
mezzósópran og Gissur Páll Giss-
urarson tenór flytja, ásamt Nínu
Margréti Grímsdóttur píanóleik-
ara, úrval sönglaga Sigvalda við
ljóð Höllu: Svanurinn minn syng-
ur, Maríubæn og Ég lít í anda liðna
tíð, en þau hafa lifað svo lengi sem
raun ber vitni fyrir þá sök að þar
fara saman ljóð og lag. Það fyrir-
bæri mun tónskáldið Elín Gunn-
laugsdóttir ræða í erindi um sam-
spil tóna og ljóða.
Þá verður lesið úr ljóðum Höllu;
sellóleikarinn Margrét Árnadótt-
ir flytur, ásamt Nínu Margréti,
Tilbrigði um íslenskt þjóðlag frá
árinu 1964 eftir fyrsta kventón-
skáld okkar, Jórunni Viðar, og
stúlknakórinn Graduale Nobili
flytur kórlög eftir íslensk kven-
tónskáld undir stjórn Jóns Stefáns-
sonar, þar með taldar Barnagælur
Jórunnar. Páll Baldvin Baldvinsson
Halla á Laugabóli
Á morgun verður opnuð sýning sem helguð er ævi skáldkonunnar frá Laugabóli.
Af því tilefni verður fl utt dagskrá með tónlist og skáldskap hennar.
Eftir Höllu Eyjólfsdóttur liggja nokkur ljóð sem lifa góðu lífi með þjóðinni við lög Sig-
valda Kaldalóns. MYND/GERÐUBERG
Bókmenntir ★★★★
Harmur englanna
Jón Kalman Stefánsson
Ný skáldsaga
Jóns Kalmans
Stefánssonar
hefst nokkurn
veg i n n þa r
sem Himna-
ríki og helvíti
lýkur, Harmur
englanna heit-
ir nýja sagan
en s tendu r
sem sjálfstætt
verk. Hún er stærri í sniðum, 316
síður, en stílmót allt og frásögnin
ekki ólík hans fyrri miðum. Alvit-
ur sögumaður er okkar tímamað-
ur, inni í nítjándu aldarlokalýsingu
rekur orð úr nýrra talmáli: „halló“
og „taka sjensinn“ rétt eins og sögu-
maðurinn hafi slökkt á fréttunum,
lækkað ljósin og sitji í stofu okkar
og segi söguna.
Hér fer fram sögum af stráknum,
liðléttingi í plássi hjá kaupmönnum,
embættismönnum, sjávarbændum
og tómthúsfólki. Grunurinn eftir
fyrri söguna að pilturinn elti spor
Hjalta í Önnu á Stóruborg og úr
yrði ástarsaga unglings og eldri
konu rætist ekki hér, sagan endar
í spurn og gæti því úr henni ræst á
þann veg, það eru enda karlmanns-
augu sem sjá þessa framvindu fyrir
sér og glápa á konur, ungar, þrosk-
aðar, aldraðar. Það er lostabál í
huga sögumannsins en náttúran í
sögunni er nánast öll karllæg og til
kvenna.
Enda karlmennskusaga: strákur-
inn er sendur yfir Djúpið á skekktu
á vetrarstrandir og firðina þar norð-
an af með tröllinu Jens pósti, manni
sem þrífst best í vondum veðrum á
fjöllum. Harmur englanna er hrakn-
ingasaga og sækir um flest til rit-
aðra sagna af því tagi frá nítjándu
öldinni sem rekja leiðangra um
landið ófært að vetri til með láni og
lánleysi ferðalanga.
Sögusviðið og sögutíminn er
nokkuð klár þótt Jón umbreyti stað-
arheitum: Skúli sýslumaður og Arn-
gerðareyri vísa okkur vestur á Ísa-
fjörð skömmu fyrir aldamótin 1900,
þátt staðurinn heiti Plássið og öll
heiti þar norðan Djúps lúti nafngift-
um sögumanns. Hér er enn verið að
sækja í þann djúpa sjóð sem mann-
lífið við Djúp skóp höfundum sem
kunna að leita í sjóðinn.
Ferð um ókunnar slóðir í bál-
viðri skömmu áður en leysingar
tæma fjöllin kallar á tvennt: ferðin
verður innra með mönnum í hvíta-
birtu ýmist eða svartabyl, og þá
geysast hugurinn, og svo hið ytra:
menn berjast áfram, úr einu skjóli í
annað. Í hverjum áningarstað hitta
þeir Jens nýtt fólk og þeim ókunn-
ugt. Jón er hér að skoða nyrstu
byggðir áður en þær tóku að bragg-
ast með vélvæðingunni og aðkomu
erlendra manna sem þó var hafin
sunnar. Við erum stödd fyrir til-
komu aldamótahugsjónanna sem
hleyptu mönnum kapp í kinn uns
byggðin tærðist upp í stríðinu.
Jón valdi þá lífshugsjón til handa
stráknum, hetjunni sinni sem er
sumpart eins og óskrifað blað og
því handhæg til að sjá heiminn í
nýju ljósi, að hann væri heillaður
af skáldskapnum, frekar en trú eða
áköfum umbótavilja. Þetta bensín
þrýtur ekki í þessari sögu: piltur-
inn leitar alltaf í skáldskapinn og
það er hans fró. Þar tekst hann á
við næstum alla karlmenn sem
hann hittir, utan prestinn Kjartan
og kafteininn gamla, þetta er heim-
ur þögulla manna. Sagan fjallar
þannig einum þræði um samskipt-
in, kulda og þíðu.
Svo er sagan í senn mögnuð þjóð-
lífslýsing og náttúruskoðun og sem
slík afar sannfærandi og spenn-
andi: komast menn af? Þótt lokin
séu fullbrött á kafla. Bjartur og
Pétur Gautur væru fullsæmdir af
þeim háskalýsingum.
Jón hefur um langa hríð ástund-
að að gefa sér lausan taum með ljóð-
rænar útleggingar á atburðarás sem
hann leggur upp með. Til þess þarf
bæði andagift og gáfur og með því
að sagan er löng nokkuð tekur hann
að verða endurtekningasamur í þess
háttar bróderíi. Sagan heldur sig við
nokkuð trúverðuga lýsingu sögutím-
ans, þótt smáatriði stoppi lesanda og
fylli hann vantrú: þung gluggatjöld
eru varla í svefnskonsu umkomu-
lauss drengs (27), stóll varla í kot-
eldhúsi (58), strákur kominn í ný
stígvél (124), sagan lýtur metra-
tali en ekki föðmum og þumlungum
(130), áttir í landi eru ekki hægri og
vinstri (132), heldur út eða inn eftir,
eru kamína og hlóðir í sama eldhús-
inu (146)?
Þá eru lýsingar á fatnaði kvenna
úr annarri álfu en þær eru allar í
kjólum blessaðar, og sumar jafnvel
flegnum í vetrarhörkunum vestra.
Prófarkarlesara hefur yfirsést á
stöku stað.
Það er nefnilega þannig að þegar
menn eru orðnir góðir þá slaknar
ekki á kröfunum til þeirra. Þær
aukast. Jón Kalman er afburða-
höfundur sinnar kynslóðar og á
ferð sinni um skáldalendurnar á
hann eftir að finna margt yndis-
legt og stórt okkur lesendum sínum
til huggunar, gleði og harms; stór í
sniðum. Þessi saga er áfangi, frá-
bærlega skrifuð, ekki gallalaus í
þaulhugsun sinni, en áhrifamikil
og spennandi lesning um hlut fólks
sem gekk þessar götur á undan
okkur með minna í malnum en við.
Okkar fólk. Páll Baldvin Baldvinsson
Niðurstaða: Glæsilega byggð saga en
nokkuð löng.
Hrakningasaga að vestan
Jón Kalman Stefánsson skáld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Ástráður Eysteinsson annaðist
útgáfuna og ritaði eftirmála.
NÝ LJÓÐABÓK EFTIR MATTHÍAS JOHANNESSEN
Vegur minn til þín
Matthías sannar hér sem aldrei fyrr
hversu fjölhæfur hann er í efnistöku
og tjáningu. Hann yrkir nútímaljóð í
hefðbundnum bragformum, líkt og
ekkert sé eðlilegra, en á það líka til a
semja glettin prósaljóð um samferða
menn sína eða bregða á loft smáum
myndum í frjálsu formi sem opna
þó víða sýn á náttúruheiminn.
Skáldið hugar að minningum sínum
garsögunni en hann leyfir samtíðinni einnig að snerta kviku sína á ævikvöldi. Hann
yrkir um hrunadansinn, feigðarósinn, lífsfögnuðinnn og ekki síst um erindi sín á
vegum ástarinnar.