Fréttablaðið - 17.10.2009, Síða 40

Fréttablaðið - 17.10.2009, Síða 40
MENNING 6 É g mæli ekki með því, ég fór fram úr mér,“ segir hann. Á sex mánuðum setti hann upp þrjár svið- setningar, hverja í sínu horni þýska málsvæðisins; menn gera ekki annað á meðan. „Mér tókst nú samt að labba Laugaveg- inn – það var svona nauðarfrí – maður leitar að stað þar sem GSM- sími nær ekki sambandi.“ Hringekjan fer hratt Verkin sem hann setti upp voru líka úr ólíkum áttum: Rómeó og Júlíu setti hann upp í St. Gallen í Sviss en sú sviðsetning verður sýnd hér í maí á næsta ári á Rómeó og Júlíu-hátíð Leikfélags Reykja- víkur. „St. Gallen er ein ríkasta kantóna Sviss, þekkt fyrir íhalds- sama áhorfendur. Ég var jókerinn í pakkanum, ungur og kraftmikill. Það tókst vel miðað við viðtökur. Þaðan fór ég beint til Karlsruhe þar sem ég var með leikmyndaæf- ingu vegna 4:48. Þá er leikmyndin sett upp, konseftið kynnt og maður hittir staffið. Þaðan fór ég til Osnabrück sem er skammt frá hollensku landa- mærunum. Þar er á tveggja ára fresti leiklistarhátíð helguð nýjum verkum. Þar setti ég upp verkið Sál mín annars staðar, verk sem hafði unnið til verðlauna á Teatertreffen í Berlín árið áður. Það fjallar um sifjaspell og er hægt og drunga- legt. Það var erfitt að koma úr fantasíunni og öfgunum í Rómeó og Júlíu í þessa depurð. Svo aftur til Karlsruhe að setja upp síðasta verk Söru Kane, 4:48 Psychosis. Ég sé það núna að þetta er ekki sniðugt. Ég gekk of nærri mér þótt verkin kæmu öll vel undan og heppnuðust, en þetta gera margir ungir leikstjórar í Þýskalandi. Það er hringekja í gangi og maður ótt- ast að missa af lestinni. En þetta geri ég ekki aftur.“ Óhamingjan eilífa Þorleifur er núna að undirbúa sýn- ingu hér á landi sem kemur upp í Borgarleikhúsinu í mars. Hann hélt héðan undir helgina til að ganga frá samningum varðandi svið- setningar í St. Gallen en er ann- ars á leið til Kanada til að skrifa það verk, Eilífa óhamingju, en það er beint framhald af sýningu sem hann vann í sama húsi í fyrra með Andra Snæ Magnasyni. Hann lýsti vinnu sinni við það sem tilraun til að takast á við hið pólitíska gegnum hið leikræna; jafnframt hefði hann haft áhuga á að gefa leikurunum tækifæri til að útvíkka sín mörk. Nú vill hann annað: „Spunar eru til margs gagnlegir, en misskilnings gætir í íslenska spunaleikhúsinu. Það er ekki hlutverk leikarans að sjá heildarmyndina. Það er hlutverk höfundar. Því að klippa þann út sem hefur yfirsýn á hið listræna ferli leikstjórans? Því er gott að hafa Andra Snæ með. Mig langar að bjóða leikurunum upp á móm- ent, þeir eru sérfræðingar í sitú- asjónum og í hinum leikræna pró- sess geta þeir fundið einhverja ótrúlega galdra. Og svo er það okkar verk að setja þá í samhengi. Það var fjandanum erfiðara með fyrra verkið en góður skóli.“ Þeir frumsýna í Borgarleikhúsinu í marslok í samstarfi leikflokks Þor- leifs og LR. Kvikmyndakynslóðin hugsar í klippi Þorleifur segist fá hauga af nýjum leikverkum, bæði þýsk, vestur- og austur-evrópsk, sem flest beri sama einkennið. Þau eru skrif- uð af kvikmyndakynslóðinni sem hefur lítið unnið með leikurum og þekkir ekki hugmyndina um hvað leiklistin gengur út á; í ferli hrað- ar leikhúsið á tímanum. Á einni kvöldstund fáum við að upplifa manneskju rísa og falla, breytast eða átta sig sem í lífi okkar sjálfra tekur mánuði eða ár. Vandamál nýrra verka er hvernig höfund- arnir nota klippinguna. Í blakkinu gerist alltaf eitthvað: við kynnumst manneskju áður en partíið gerist eða eftir að partíið gerist, en ekki í partíinu þegar allt gerist. Svo heyrum við bara af atburðunum í frásögn, enda miklu auðveldara að skrifa frásögn en sýna hvernig aðstæður koma upp og breytast.“ Leikstjóri er höfundur Hann segir ríka kröfu til leik- stjóra í Þýskalandi um að þeir séu höfundar, komi með umsköpun á verkinu ef það er til á bók. „Sarah Kane sem ég var að setja upp hefur lítið og mikið með verkið að gera. Ef ég hefði sett það upp sem safn ósamstæðra ljóða hefði ég verið sendur heim í þriðju viku.“ Þorleifur segir leikhúsið hafa tapað stöðu sinni í framvarðar- sveit listanna, enn séu menn að tala um Ibsen sökum þess hvað honum tókst að þræða saman heimspekileg, pólitísk og leikræn viðhorf. „Hér ægir í stærri leikhúsunum saman sýningum sem víðast hvar annars staðar teldust til skemmti- FLEST GOTT ER hættulegt Á hverjum tíma koma fram ungir leikstjórar og verða sumir það langt fram á fertugsaldurinn. Þorleifur Örn Arnarsson fór í leik- listarskóla hér heima fl jótt eftir stúdentspróf og vann síðan um nokkurt skeið áður en hann fór í framhaldsnám í leikstjórn í Berlín. Hann setti í vetur upp þrjár stórar sviðsetningar, hverja í sínu horni þýska menningarsvæðisins, og er nú kominn heim – um stund. Þorleifur Örn Arn- arsson leikstjóri undirbýr næstu sýningu sína fyrir Ísland í Kanada en fram undan er líka sviðsetning á A Clockwork Orange í Þýska- landi. FRETTA BLA Ð IÐ /VA LLI LEIKHÚS PÁLL BALDVIN BALDVINSSON iðnaðar, en líka sýningum sem eru tilraunakenndar í formi og stíl, gamaldags og nýstárlegar. Hér er líka að finna tilraunamennsku og kraftmikið áhugamannaleikhús, bæði í skólum og í áhugamanna- félögum.“ Leikhús fólksins „Samanborið við Þýskaland er ólíku saman að jafna: á Íslandi er leikhúsið almenningseign. Hér fer hver maður í leikhús tvisvar á ári. Sama hvernig leiksýningar það eru. Burtséð frá því hvort það er skemmtileikhúsið eða listræna leikhúsið, það fá allir að njóta þess að upplifa það að vera viðstaddir lifandi leikatburð. Þetta er fjár- sjóður sem við megum ekki glata. En í því felast líka hættur, eins og í flestu sem gott er. Hættan sem í þessu liggur er að við förum að trúa því að þetta sé sami hlutur- inn, skemmtileikhúsið og hið list- ræna leikhús. Nú ætla ég ekki að segja að annar hluturinn sé merkilegri en hinn. Þar þarf bæði fagmennsku, hugmyndaauðgi, leikgleði og kraft en munurinn liggur í tilgangin- um. Það sem hefur gerst og er svo hættulegt er þegar við teljum árangur okkar í áhorfendatölum; Þegar sigrar okkar eru metnir í innkomunni. Þá erum við fallin í gryfju þess fegursta sem einkenn- ir íslenskt leikhús sem er að það er leikhús fyrir alla. Þá förum við að gera leikhús fyrir alla úr öllu. Það er hættan.“ Skortur á umræðu og samtali „Þetta felst líka í skilgreiningar- leysi. Í Þýskalandi eru 170 ríkis- styrkt stór leikhús og enn fleiri smærri flokkar. Það eru þrjú listræn leikhústímarit gefin út í Þýskalandi. Þarna skapast því gríðarlega sterkur grundvöllur undir umræðu um hvað leikhúsið er, hvert það er að fara og hvað það er að gera. Hin akademíska stétt leikhússins heldur utan um og veit- ir leikhúsinu gríðarlegt aðhald. Því sér maður ekki hreina afþreying- arlist í leikhúsunum í Þýskalandi. Það eru önnur hús sem sinna því. Aðgreiningin er þannig miklu skýrari, en á móti kemur að það fara líklega svona sjö til tíu pró- sent Þjóðverja í leikhús þegar best lætur. Þetta er miklu meira sport fyrir elítuna heldur en hér.“ Gleymdir auðkýfingar „Hlutverk listarinnar í grunninn er að hreyfa við samfélögum. Ef við horfum til baka til horfinna samfélaga eru þau aðeins metin fyrir tvennt: listsköpun sem þar þreifst og vísindastarf. Allt annað er gleymt. Það man enginn eftir stórfyrirtækjum sem störfuðu fyrir hundrað árum.“ Þorleifur hefur verið ráðinn aftur í öll þessi hús sem hann hefur starfað í í Þýskalandi. Hann er bókaður 2010/11 og farinn að ræða við leikhús um stórar svið- setningar 2011/12. Þannig vinna menn í atvinnuleikhúsum megin- lands Evrópu. Á einni kvöldstund fáum við að upplifa manneskju rísa og falla, breytast eða átta sig, sem í lífi okkar tekur mánuði eða ár …
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.