Fréttablaðið - 17.10.2009, Síða 44

Fréttablaðið - 17.10.2009, Síða 44
 17. október 2009 LAUGARDAGUR4 Markaður verður haldinn í Mjóddinni í Breið- holti í dag. „Markaðurinn á að vera vettvangur fyrir íbú- ana til að hittast og selja eða gefa hluti sem ekki er not fyrir lengur,“ segir Helgi Kristófersson, for- maður íbúasamtakanna Betra Breiðholt, sem standa fyrir markaði í göngugötunni í Mjódd í dag á milli klukkan 11 til 14. Helgi segir þetta jafnframt tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja skapa aukið rými í geymslunni eða vilja létta á birgðum heimilisframleiðslunnar. „Þarna verða seljendur sem hafa pantað pláss í gegn- um okkur. Þeim sem vilja er velkomið að koma við og gefa þeim dót, svo lengi sem það er heillegt.“ Helgi tekur fram að einnig verði nýjar vörur á boð- stólnum. „Sem dæmi get ég nefnt bretti undir fartölv- ur sem er nýjung á íslenskum markaði.“ Þá verða ýmsar uppákomur í tengslum við markaðinn. „Já, Valgeir Guðjónsson kíkir meðal annars í heimsókn og tekur lagið,“ segir Helgi og bætir við að ef vel takist til sé aldrei að vita nema framhald verði á. - rve „Þetta er fyrst og fremst mynd um indverskt brúðkaup,“ segir Birta Fróðadóttir, sem hefur staðið fyrir því að kvikmynda lífshlaup indverska drengsins Rajeev, sem Íslendingar kynntust fyrst sem eins af félögum Pappírspésa í samnefndri kvikmynd. Lífshlaup Rajeevs er nú orðið nokkuð merki- legt en því hefur æskuvinkona hans Birta gert góð skil í kvik- myndunum Leitin að Rajeev og nú Rajeev Revisited, eða Rajeev, heimsóttur á ný. „Nú finnst mér Rajeev vera orð- inn fullorðinn,“ segir Birta en hún kynntist þessum vini sínum þegar þau voru á barnsaldri í Mosfells- dal. Þangað flutti fjölskylda hans vegna starfa föður hans við sím- virkjun og dvaldi í fjögur ár. Fáir innflytjendur bjuggu á Íslandi á þeim tíma, hvað þá þeir sem komu frá framandi stöðum eins og Ind- landi. En frá Íslandi flutti Rajeev og átti hann síðar erfiða ævi. Nú sýnist Birtu framtíðin blasa björt við Rajeev en í myndinni er skil- ið við hann nýkvæntan og ham- ingjusaman. Hún segir kvik- myndina varpa ljósi á ótrúlegan menningarmun, sem skilið hefur að æskuvini, og draga upp mynd af indverskum brúðkaupum sem í alla staði séu mjög ólík þeim sem Íslendingar þekkja. Henni þótti hún stinga talsvert í stúf við hind- úana í brúðkaupinu, litrík klæði þeirra og fíla. Einnig þótti henni mjög áhuga- vert að Rajeev og kona hans voru valin saman eftir því hvernig stjörnur þeirra áttu saman. „Þetta var gert með tæki á internetinu og þar kom í ljós að þau væru heppi- legt par. Þau voru síðan kynnt fyrir hvort öðru og gefinn tími til að spjalla og kynnast,“ segir Birta um hvernig indverskur ráðahag- ur í efri stéttum samfélagsins þar í landi fer fram. Hún segir enga þvingun hafa falist í hjónabandinu heldur hafi þau bæði virkað sér- lega ástfangin og hamingjusöm. „Já, mér sýnist ekkert vitlaust að velja saman fólk eftir stjörnukorti á Netinu,“ segir Birta. Sýningin á sunnudag er í sam- vinnu við Hjálparstarf kirkjunn- ar og rennur aðgangseyrir óskipt- ur til verkefnis sem hjálparstarfið styður við. Byggist það á að leysa þrælabörn á Indlandi úr ánauð og koma þeim til mennta. Aðalfram- leiðandi myndarinnar er kvik- myndagerðarfyrirtækið Vala sem hefur nýtekið til starfa. Sýningin hefst klukkan 13.30 og er miðaverð 1.500 krónur. karen@frettabladid.is Ekki vitlaust að finna maka eftir stjörnumerki Rajeev Revisited nefnist ný mynd Birtu Fróðadóttur leikstjóra. Myndin er sjálfstætt framhald heimildar- myndarinnar Leitin að Rajeev. Á sunnudaginn verður haldin styrktarsýning Í Háskólabíói. Mynd Birtu varpar ljósi á þann gríðarlega menningarmun sem Birta og Rajeev búa við. Hún segist hafa stungið nokkuð í stúf í brúðkaupi vinar síns meðal fíla og hindúa í litríkum klæðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sinfóníuhljómsveit áhugamanna mun á morgun frumflytja tvö verk eftir aðalstjórnanda sveitarinnar, Oliver Kentish. Verkin eru sérstaklega samin fyrir tvo einleikara af yngri kynslóð hljómsveitarinnar, þá Magnús Pálsson klarinettuleikara og Baldvin Oddsson trompetleikara. Verkin, Artemis, fyrir einleiksklarinett og kammersveit, og App- ollo, fyrir einleikstrompet og kammersveit, verða flutt í Seltjarnar- neskirkju klukkan 17.00 en auk einleiksverkanna verður 9. sinfónía Dvoráks, Frá Nýja heiminum, flutt. Aðgangseyrir er 2.000 kr. fyrir fullorðna og 1.000 kr. fyrir eldri borgara og nema. Frítt er fyrir börn. Þess má geta að tónleikarnir eru framlag hljómsveitarinnar til Heimsgöngu í þágu friðar og tilveru án ofbeldis. - jma Frumflytja tvö verk Tónleikarnir á sunnudag eru framlag hljómsveitarinnar til Heimsgöngu í þágu friðar og tilveru án ofbeldis. MYND/ÚR EINKASAFNI Steinunn Jóhannesdóttir rithöf- undur flytur fræðsluerindi um ævi Guðríðar Símonardóttur undir yfir- skriftinni „Prestskona með flókna fortíð“ á fræðslumorgni í Hall- grímskirkju 18. október. Í fræðslu- erindi sínu fjallar hún um líf kon- unnar sem varð eiginkona Hall- gríms Péturssonar og deildi kjörum með honum í 38 ár. Rakin verður fortíð hennar áður en leiðir þeirra Hallgríms lágu saman í Kaupmannahöfn, sagt frá þeim mannraunum sem hún rataði í sem eitt af fjölmörgum fórnar- lömbum Tyrkjaránsins og útlausn hennar og annarra úr nær áratug- ar ánauð í Algeirsborg. Að lokum verður rakin stuttlega sambúðar- saga hennar og Hallgríms eftir því sem heimildir vitna um. Fræðslumorgnar hefjast kl. 10.00 og þeim lýkur um 10.40. Prestskona með flókna fortíð FJALLAÐ VERÐUR UM ÆVI GUÐ- RÍÐAR SÍMONARDÓTTUR Á FRÆÐSLUMORGNI Í HALLGRÍMS- KIRKJU Á SUNNUDAG. Steinunn Jóhannesdóttir. Upphitun fyrir Breiðholtsdaga Fólki er velkomið að koma við og gefa seljendum dót. Hin árlega Sauðamessa verður haldin í Borgarnesi í dag eftir því sem fram kemur á fréttavefnum Skessuhorni. Messugjörð hefst með fjárrekstri frá Dvalar heimili aldraðra í Borgarnesi klukkan 13.30. Eru íbúar og gestir beðn- ir um aðstoð við að verja heimalönd íbúa við Borgarbraut, Þorsteinsgötu og Skallagrímsgötu en það er sú leið sem farin verður með fjárreksturinn þetta árið. Í og við Skallagrímsgarð verður hátíðardagskrá fram eftir degi. Þar verður markaðstorg og á sviði verður dagskrá frá klukkan 14.02 til 16.03. Þar troða meðal annars upp Bakkabræður og Bakkasystur, Siggi Óli og Bankaræn- ingjarnir, haldin verður fegurðarsamkeppni Mýrahrúta og hið árlega læra- kappát. Þá verður ýmiss konar afþreying í boði í garðinum á meðan á dag- skrá stendur. Öllum gestum verður boðið upp á ókeypis kjötsúpu í boði sauðfjárbænda í héraði sem Raftar, einnig úr héraði, sjá um að framreiða við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um kvöldið verður réttarball í nýju reiðhöllinni í Borgarnesi. Þar mun hljómsveitin Festival spila fyrir dansi. Hin árlega Sauðamessa FEGURÐARSAMKEPPNI MÝRAHRÚTA OG ÁRLEGT LÆRAKAPPÁT ER MEÐAL ÞESS SEM BOÐIÐ ER UPP Á Á SAUÐAMESSU Í BORGARNESI. Lærakappátið vekur ávallt lukku. Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Fréttablaðið er með 106% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009. Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðill. MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 72% 35% Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.