Fréttablaðið - 17.10.2009, Page 57
7 MENNING
KVEÐIÐ UPP ÚR GRALLARANUM
Sæll er sá mann sem hafna kann
hrekkvísra manna ráði.
Og syndugra vegi aldrei ann
ei sat hjá skjemdar háði.
Heldur með vilja, hug og mátt
hreinferðugliga dag og nátt
að guðs lögmáli gáði.
Sá maður líkur eik sú er
upp vex hjá vatna straumi
á sínum tíma aldin ber
ei fellur lauf né blómi.
Allt hvað hættir að hafast að
honum mun ætíð veitast það
farsællega fram komi.
Þeir glæpavegi ganga á
Guðs ráðum ekki hlýða
auðnu þvílíkri aldrei ná
áfelli heldur líða.
So sem það fis á flatri jörð
feykja burt veður hvöss og hörð
um ýmsar álfur víða.
Illgjarnir munu ekki því
uppreisn í dómi hljóta
né sannra Guðs vina söfnuði’ í
syndugir heiðurs njóta.
Enn góðra manna greiðir veg
Guðs náð og miskun æfinleg
ranglátra leið mun þriota.
Hátíðarmessa, samkvæmt
Graduale- messubókinni frá
1594, eða Grallaranum eins
og íslenskum mönnum einum
gat dottið í hug að kalla messu-
bók, verður í Langholtskirkju
á morgun kl. 11. Messan er í
tilefni af 25 ára vígsluafmæli
Langholtskirkju sem helguð er
Guðbrandi biskupi Þorlákssyni
á Hólum. Sungin verður messa
samkvæmt Grallaranum og
fylgir texta úr Guðbrandsbiblíu
frá 1584 og einnig verður sung-
inn sálmur úr sálmabók Guð-
brands frá 1589. Sr. Jón Aðal-
steinn Baldvinsson Hólabiskup
predikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Kristjáni Vali Ingólfs-
syni og sr. Jóni Helga Þórarins-
syni sóknarpresti.
Klukkustund fyrr, kl. 10, verð-
ur opnuð sýning á Guðbrands-
biblíu, prentaðri á Hólum, Grall-
ara frá Skálholti og hebreskri
Biblíu áritaðri af Guðbrandi
en það er hald manna að Guð-
brandur biskup hafi ætlað að
nota hana til að endurbæta þýð-
inguna í Guðbrandsbiblíu á
Gamla testamentinu.
Messan verður sungin án
hljóðfæraleiks og fylgir messu-
formi Grallarans fyrir 19.
sunnudag eftir þrenningarhá-
tíð. Messan er sungin bæði á
íslensku og latínu. Flestir föstu
liðir hennar eru sungnir á latínu
þ. e. Kyrie, Sanctus og Agnus
Dei en aðrir messuliðir og sálm-
ar á íslensku og í flestum tilfell-
um fylgt orðalagi Grallarans.
Jón Stefánsson organisti hefur
sett messuna upp með nútíma
nótnaskrift og verður kirkju-
gestum gefið tækifæri að æfa
hana kl. 10 óski þeir að taka þátt
í flutningnum. Málfar sumra
textanna er ofurlítið tyrfið en
aðrir textar hafa staðist tímans
tönn og eru kjarnyrtir og tærir.
Má sjá dæmi þess hér á síðunni.
Það eru 415 ár liðin síðan
Grallarinn var fyrst gefinn út á
prenti, 425 ár síðan Guðbrands-
biblía kom fyrst út á prenti og
420 ár síðan sálmabókin kom
fyrst út á prenti.
So sem það fis
á flatri jörð
Messa helguð Guðbrandi Þorlákssyni og
kirkjulegum ritum hans er í Langholti í
Reykjavík á morgun.
MYND/ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Dagskrá
D
A
V
ID
TH
O
R.
O
R
G
-
2
00
9
RÁÐSTEFNAN ER ÖLLUM OPIN – AÐGANGUR ÓKEYPIS
SKRÁNING Á: WWW.LYDHEILSUSTOD.IS
RÁÐSTEFNAN FER FRAM Á ENSKU
STAÐSETNING: HÓTEL SAGA – SALUR: HARVARD
Velferð á tímum
efnahagsþrenginga
Hótel Saga, Reykjavík, 21. Október 2009
ý
Nordisk Ministerråd
Félags- og
tryggingamálaráðuneytiðMenntamálaráðuneytiðHeilbrigðisráðuneytið