Fréttablaðið - 17.10.2009, Síða 63

Fréttablaðið - 17.10.2009, Síða 63
LAUGARDAGUR 17. október 2009 35 listamanna í Galleríi Havarí í Austurstræti 6. Flestir myndirn- ar eru seldar og verk hans hafa spurst út því margir koma gagn- gert til að skoða þau. „Mín skoð- un á vinsældum hans er að hann málar myndir sem fá fólk til að brosa. Hann málar myndir af kar- akterum sem fólk þekkir og finnst gaman að hafa uppi hjá sér,“ segir Sævar. Hann segir mynd af Tinna og félögum í geimfarabúningum vinsælustu myndina og einar tíu þannig hafi selst. „Þær eru nátt- úrulega ekki allar eins, en það er lítið mál að biðja Ísak um að mála einhver mótíf aftur og aftur. Hann hefur bara gaman af því. Það er áberandi hversu lunkinn hann er í því að teikna sömu persónurn- ar eftir eigin höfði, en hann vill síður teikna umhverfi eða bak- grunn. Hann hefur ekki teiknað neitt upp úr sjálfum sér enn þá, en það verður spennandi að sjá þegar það gerist.“ Afköst Ísaks eru hvílík að þótt myndir hans seljist vel þá bætist við safnið á miklum hraða. „Ísak er mjög fylginn sér, hann setur sér skýr markmið og nær þeim und- antekningarlaust. Segir kannski: „Klukkan tvö ætla ég að teikna Tinna og Kolbein“, og svo bara einfaldlega gerir hann það. Ein- hverfan er þannig að það truflar hann ekkert. Það væri alltaf eitt- hvað að trufla okkur. Við mynd- um þurfa að fara út í búð, hlusta á fréttirnar eða skreppa á pöbbinn, en Ísak getur setið og málað allan daginn og það truflar hann ekkert. Vegna plássleysis heima þurfum við að skammta ofan í hann blind- ramma. Hann er að mála þetta 15- 20 málverk á viku. Þetta yrði enn þá meira ef við takmörkuðum ekki flæðið. Og þegar hann er ekki að mála þá teiknar hann.“ Framtíðin óráðin Sævar segir að Ísak hafi frá fyrsta degi fengið ákaflega vandaða kennslu og þjálfun í skólakerfinu. „Hann hefur alltaf verið í sérdeild- um fyrir einhverfa og það hefur hjálpað honum mikið,“ segir hann. „Vissulega var það rosa sjokk að eignast fatlað barn, en því fyrr sem maður áttar sig á því og sættir sig við það, því betra. Það er mikil- vægt að sá fatlaði fái rétta þjálfun og hjá Ísaki hefur allt verið eins og það á að vera.“ Ísak er nú á tímamótum. „Hann kláraði stúdentinn frá FG í vor. Okkur hefur alltaf tekist að leika næsta leik í framtíð hans, en nú er það snúnara. Ekki er um auðugan garð að gresja hvað varðar nám fyrir fatlaða eftir að menntaskóla lýkur,“ segir pabbi hans. Fjölskyldan fór til Danmerk- ur nýlega til að skoða myndlistar- skóla fyrir fatlaða. „Það var mjög áhugavert. Mér datt í hug að það væri sniðugt ef Listaháskólinn á Íslandi byði upp á deild fyrir fatl- aða því það eru margir efnilegir fatlaðir listamenn á Íslandi. Ég ræddi við Hjálmar H. Ragnarsson um möguleikann á þessu. Honum leist svo sem ágætlega á hugmynd- ina en málið strandar auðvitað á skorti á fé.“ Framtíð Ísaks er því óráðin. „Hann sækir námskeið tvisv- ar í viku í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Vitanlega viljum við að hann efli enn og þroski þessa hæfi- leika sína. Hann er bara að verða tvítugur svo það er alltof snemmt að hann fari að vinna. Það er ekk- ert annað í spilunum en að hann sinni þessu áfram. Þetta er það sem hann er góður í. Hann verður ekki verkfræðingur úr þessu.“ ➜ EINHVERFA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I Mér datt í hug að það væri sniðugt ef Lista- háskólinn á Íslandi byði upp á deild fyrir fatlaða því það eru margir efnilegir fatlaðir listamenn á Íslandi. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er einn af hverjum 150 einstakling- um með fötlun á einhverfurófinu, Aspergerheilkenni þar með talið. Þetta þýðir að á Íslandi eru um 2.000 einstaklingar með þessa fötlun. Mikill minnihluti þessara einstaklinga hefur fengið greiningu. Fötlunin er fimm til tíu sinnum algengari meðal drengja en stúlkna. Núlifandi frægðarmenni með ein- hverfu eru til að mynda tölvupopp- arinn Gary Numan og Craig Nicholls úr áströlsku hljómsveitinni The Vines, tónlistargagnrýnandinn og Pulitzer- verðlaunahafinn Tim Page og Satoshi Tajiri, höfundur Pokémon. Margt sögufrægt fólk hafði einkenni einhverfu, meðal annars stórmenni á borð við Thomas Edison, Albert Ein- stein, Henry Ford, Mark Twain, Alfred Hitchcock og Andy Warhol. Frægar einhverfar persónur úr bíó- myndum eru meðal annars Forrest Gump, Arnie Grape (leikinn af Leon- ardo DiCaprio) í What’s Eating Gilbert Grape? og Raymond Babbitt (leikinn af Dustin Hoffman) í Rain Man. Frægir foreldrar sem eiga eða hafa átt einhverf börn eru lagahöfundurinn Burt Bacharach og leikkonan Angie Dickinson, og leikararnir John Travolta og Kelly Preston.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.