Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 66
38 17. október 2009 LAUGARDAGUR
T
ónlistin spilar lykilhlutverk í æðru-
leysismessunum sem um margra
ára skeið hafa farið fram þriðja
hvert sunnudagskvöld í Dómkirkj-
unni í Reykjavík. „Við höfum verið
svo heppin að hafa þá frábæru bræður, Hörð
og Birgi Bragasyni, með okkur frá upphafi,“
segir Hjálmar Jónsson, sóknarprestur Dóm-
kirkjunnar. Hann ásamt dómkirkjuprestin-
um Önnu Sigríði Pálsdóttir var svo vænn
að setjast niður og útskýra fyrir fáfróðum
blaðamanni hvað gerir æðruleysismessur
svo frábrugðnar öðrum messum. Hann held-
ur áfram lýsingunni: „Hörður er á píanóinu.
Hann tekur til dæmis sálminn „Ó, þá náð að
eiga Jesúm“ í sveiflandi takti. Í lok lagsins
eru allir komnir á fætur, því það er svo mikið
stuð. Og allir syngja með fullum hálsi.“ Af
lýsingunni að dæma dettur manni helst í hug
einhvers konar gospel-messa. „Nei, nei. Þetta
eru bara gömlu góðu sálmarnir sem allir
þekkja, gerðir aðgengilegir fyrir almennan
söng, þannig að allir geta tekið þátt.“
Glaðværð og einlægni
Allt frá tæplega hundrað upp í þrjú hundr-
uð manns sækja æðruleysismessurnar. „Við
byrjum alltaf á æðruleysisbæninni, því þaðan
er nafnið á messunni komið,“ útskýrir Anna
Sigríður Pálsdóttir. „Alla jafna er svo vitn-
isburður, þar sem einhver sem farið hefur
í gegnum tólf sporin vitnar um það hvernig
það hefur haft áhrif á hans líf til góðs. Eftir
það höfum við hugleiðingu og oft á tíðum fyr-
irbæn við altarið. Og svo er mikið sungið – og
allir taka þátt í söngnum.“
Og hér grípur Hjálmar inn í: „Við leyfum
okkur meiri innileika og meiri gleði í þessum
messum en í öðru helgihaldi kirkjunnar. Við
þjónum saman, nokkrir prestar og leikmenn,
við messurnar. Okkur líður vel að þjóna svona
saman því okkur þykir skipta miklu máli hvað
við erum nálægt fólkinu. Þarna er yfirleitt
fólk saman komið sem margt hefur mikla lífs-
reynslu, sem það hefur fengið af miklum erf-
iðleikum og áföllum í lífinu. Þetta eru mjög
persónulegar messur. Andi þeirra, glaðværð-
in og einlægnin, mætti sannarlega breiðast
enn betur út um helgihald kirkjunnar.“
Allir velkomnir
Margir tengja æðruleysismessurnar við AA-
samtökin, enda er æðruleysisbænin mikil-
vægur hluti af hefðum samtakanna. Og vissu-
lega hafa margir sem mæta í messurnar farið
í gegnum sporin tólf. En tengsl við samtökin
eru þó ekkert skilyrði fyrir að mæta. „Marg-
ir halda að þeir þurfi að vera í tengslum við
AA-samtökin til að koma í æðruleysismessu.
Sumir eru meira að segja hræddir við að
koma ef þeir eru ekki í samtökunum. Það
er stór kjarni sem mætir alltaf og það hafa
skapast sterk vinatengsl í hópnum. En það er
eðli samfélags sem þess að taka vel á móti
öllum þeim sem koma nýir inn. Það eru allir
velkomnir,“ segir Anna Sigríður. Hún segir
æðruleysisbænina góða lífsspeki fyrir alla,
hvort sem þeir eru að fara í gegnum tólf spor
AA-samtakanna eða ekki. „Það felst svo mik-
ill sannleikur í æðruleysisbæninni. Að vera
óttalaus gagnvart því sem maður getur ekki
breytt en hafa enn fremur kjark til að breyta
því sem er á valdi manns að breyta. Og svo
öðlast þá dómgreind sem þarf til að greina
þarna á milli. Þessi bæn er ein af þessum
vegvísum til betra lífs.“
Nútímahelgihald
Hin hefðbundna sunnudagsmessa er eftir
sem áður mikilvægasti hluti helgihaldsins í
Dómkirkjunni. En því fer þó fjarri að æðru-
leysismessan sé það eina sem er ólíkt hefð-
bundnu helgihaldi. Undanfarin þrjú ár hefur
kirkjan til að mynda verið opin öll fimmtu-
dagskvöld milli klukkan átta og tíu. Það segja
þau Hjálmar og Anna Sigríður einnig hafa
mælst vel fyrir. „Fólk dettur inn af götunni
eða gerir sér ferð hingað ef þannig liggur á
því. Stundum er um að ræða fjölskyldur eða
vini fólks sem hefur lent í slysi eða einhverju
áfalli,“ útskýrir Anna Sigríður. „Þarna ríkir
kyrrðin og friðurinn. Fólk kemur hingað á
eigin forsendum og getur sest niður í róleg-
heitunum. Við erum alltaf nálæg og hægt er
að koma og tala við okkur, ef fólk hefur þörf
fyrir það.“
Í hádeginu á þriðjudögum er svo hádegis-
bæn, sem nokkur hópur fólks tekur reglulega
þátt í. Hjálmar segir því kirkjuna fylgjast
vel með tímanum. „Þegar við Anna Sigríður
vorum að alast upp var bara um guðsþjónustu
og barnamessu að ræða. Í dag er kirkjuhaldið
mun fjölbreyttara og það er eitthvað að finna
fyrir unga og aldna og alla þar á milli.“
Gefðu því séns
Þau Sigríður og Hjálmar eru sannfærð um að
kirkjan hafi mikilvægu hlutverki að gegna á
þeim erfiðu tímum sem þjóðin er nú að ganga
í gegnum. Hjálmar lýsir sinni skoðun svona:
„Við fólk sem segir „ég sæki ekki kirkju þó
ég hafi mína barnatrú“ vil ég segja „gefðu
því séns“. Og í þjóðfélagi þar sem svo stór
hluti telst vera kristinn þætti mér sjálfsagt
ef sálfræðingar og geðlæknar bentu fólki
sem er trúað á þessa leið. Að það geti unnið
í sjálfu sér með því að fara inn í kirkjuna í
smá stund og taka þátt í bænastund. Þetta er
ein leiðin í okkar samfélagi sem mér finnst
að mætti reyna meira á. Ef einhverjum líður
illa þá vantar yfirleitt ekki ráð hjá vinahópn-
um. „Farðu í meðferð, farðu í spa, eða hlauptu
á bretti.“ Af hverju ekki að segja: „Farðu í
kirkju?““
„Ó þá náð“ í sveiflandi takti
Þriðja hvert sunnudagskvöld fyllist Dómkirkjan í Reykjavík af tónlist og söng, gleði og innileika. Þau kvöld fara æðruleysismess-
urnar fram, sem fjöldi fólks má ekki fyrir sitt litla líf missa af. Í forvitni sinni leitaði Hólmfríður Helga Sigurðardóttir til prestanna
í Dómkirkjunni, þeirra Önnu Sigríðar Pálsdóttur og Hjálmars Jónssonar, og fékk að vita hvað veldur vinsældunum.
ALLTAF GLÖÐ Þau Anna Sigríður Pálsdóttir dómkirkjuprestur og Hjálmar Jónsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar, hjálpast oftast að við æðruleysismessurnar – og skemmta sér konunglega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
➜ „ÞAÐ ER BARA EITTHVAÐ VIÐ ÞESSAR MESSUR“
Í hugum margra er tónlistarflutningur bræðranna
Birgis og Harðar Bragasona órjúfanlegur hluti
af æðruleysismessum Dómkirkjunnar. Þeir hafa
líka verið viðloðandi þær frá upphafi. „Það er bara
eitthvað við þessar messur,“ segir Hörður, spurður
þeirrar einfeldnislegu spurningar hvernig standi á því
að þeir bræður eyði þriðja sunnudagskveldi hvers
einasta mánaðar í messu í Dómkirkjunni. „Stundum
erum við örþreyttir á sunnudögum, búnir að vera
rosalega duglegir að spila hér og þar alla helgina.
Þá skyldi maður ætla að það væri notalegt að gera
ekki neitt. En í staðinn förum við þarna niður eftir í
æðruleysismessu og snúum aftur endurnærðir og
nýir menn.“
Með Bræðrabandinu, eða Brødrene Undskyld eins
og þeir kalla sig, spila ósjaldan aðrir tónlistarmenn.
Meðal þeirra sem hafa komið fram eru þau Hjörleifur
Valsson fiðluleikari, Anna Sigríður Helgadóttir söng-
kona, Gunnar Kvaran sellóleikari og fjöldi annarra.
Sumir segja að þeir bræður poppi sálmana upp
fyrir messuna. Hörður er ekki alveg á því að sú
skilgreining sé sú eina rétta. „Sálmarnir eru vissulega
spilaðir öðruvísi en í hefðbundnum messum en þeir
hafa farið í sinn eigin farveg. Við erum alls ekki að
reyna að poppa þá eða djassa upp, eða gera þá fjör-
legri. Við erum ekki að reyna að gera eitt eða neitt.
Það myndast bara sérstakt líf í þeim, svo þeir verða
öðruvísi, bara alveg af sjálfu sér.“
BRøDRENE UNDSKYLD Með töfrum sínum
ljá bræðurnir Birgir og Hörður Bragasynir
hefðbundnum sálmum nýtt líf.