Fréttablaðið - 24.10.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 24.10.2009, Síða 6
6 24. október 2009 LAUGARDAGUR VINNUMARKAÐUR „Kjarasamn- ingur okkar er nú í þriðja sinn á þessu ári kominn í uppnám og langlundargeð gagnvart úrræða- leysi stjórnvalda í nánast öllum málum er að þrotum komið. Allt eins gætum við staðið frammi fyrir því, að þrátt fyrir náið samstarf samtaka launafólks og atvinnurekenda í þessari glímu, geti komið til uppsagnar kjara- samninga í byrjun næstu viku.“ Svo mælti Gylfi Arngrímsson í setningarræðu sinni á ársfundi Alþýðusambands Íslands (ASÍ) í gær. Gylfi hefur verið mjög gagnrýn- inn á ríkisstjórnina, telur hana ekki hafa staðið við þau fyrirheit sem gefin voru í stöðugleikasátt- málanum. Icesave hafi tekið allan tíma yfirvalda og fjöldi þjóðhags- lega mikilvægra verkefna hafi setið á hakanum. Stjórnvöld hafa fundað með samninganefnd ASÍ og fram- kvæmdastjórn Samtaka atvinnu- lífsins (SA) um stöðugleikasátt- málann. Gylfi segir lítið hafa þokast í þeim viðræðum, fulltrú- ar vinnumarkaðarins hafi dreg- ið þá niðurstöðu að stjórnin hafi efnt afar fátt sem lagt hafi verið upp með í sáttmálanum. „Eftir að hafa setið að þjarki í tvær vikur er ljóst að afar lítið hefur þok- ast í samkomulagsátt, hvorki við ríkisstjórnina né Seðlabankann.“ Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, er einnig gagn- rýninn á stjórnvöld. Á opnum fundi SA um sáttmálann sagði hann nauðsynlegt að hleypa lífi í fjárfestingar, bæði innlendra og erlendra aðila, til að koma landinu út úr kreppunni. Þá væri vaxta- stig Seðlabankans allt of hátt og gjaldeyrishöft hamlandi. Þetta skapaði hættuna á nýrri kreppu sem gæti verið enn dýpri. Lands- framleiðslan gæti dregist saman um að minnsta kosti sex prósent á næsta ári. Á þriðjudaginn þarf að taka ákvörðun um hvort kjarasamn- ingar SA og ASÍ verða framlengd- ir. Bæði Vilhjálmur og Gylfi kalla eftir aðgerðum stjórnvalda fyrir þann tíma. Annars geti þurft að segja samningum upp með til- heyrandi óróa á vinnumarkaði. kolbeinn@frettabladid.is Næsta vika sker úr um líf sáttmálans Mikill órói er á vinnumarkaði og er stöðugleikasáttmálinn í uppnámi. Kjara- samningar renna út á þriðjudaginn. Forsvarsmenn vinnuveitenda og verkalýðs- hreyfingar óttast upplausn og saka ríkisstjórnina um að svíkja loforð. BJARTSÝNI Mikil bjartsýni ríkti þegar skrifað var undir stöðugleikasáttmálann 25. júní. Oft virtist ætla að sliltna upp úr samningum en þeir náðust að lokum. Nú er óvíst hvort þeir halda. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ýmsir áfangar voru settir í sáttmálann, en margir hafa tafist og tíminn er naumur fyrir aðra. 1. ágúst – Áætlun um afnám gjaldeyrishafta – ólokið. 1. september – Samningar við lífeyrissjóði um fjármögn- un stórframkvæmda - ólokið. Eftirfarandi verkefnum á að ljúka fyrir 1. nóvember: Stýrivextir í eins stafs tölu. Endurskipulagning á eignarhaldi banka. Gata ákveðinna stórframkvæmda verði greidd, svo sem álvera í Helguvík og Straumsvík. Undirbúningsvinnu hraðað vegna áforma í meðalstórum iðnaðarkostum, gagnaverum og kísilflöguframleiðslu. Engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember. ÁFANGAR STÖÐUGLEIKASÁTTMÁLANS Hefur þú samúð með íbúunum við Miklubraut vegna mengun- ar þar? Já 58,4 Nei 41,6 SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætti að skattleggja stóriðjuna til að ná endum saman í ríkis- rekstri? Segðu skoðun þína á Vísi.is EFNAHAGSMÁL Markaðurinn væntir þess að 100 pró- sent fáist upp í forgangskröfur í Landsbankann. Þetta kemur fram í skýrslu óháða matsfyrirtæk- isins IFS Ráðgjöf sem kom út á miðvikudag. Þetta er bjartsýnni spá en hjá skilanefnd bankans, en hún gerir ráð fyrir að níutíu prósenta endurheimtu- hlutfalli í forgangskröfur. Verði þetta reyndin segir fyrirtækið að kostnað- ur vegna Icesave-samningsins verði aðeins vaxta- greiðslur, sem nemi 100 milljörðum. Standist spá skilanefndarinnar hins vegar og aðeins níutíu pró- sent eignanna endurheimtist, nemur kostnaður við Icesave 196 milljörðum króna. Af því verða 52 millj- arðar eftirstöðvar höfuðstóls en vaxtakostnaður verður um 144 milljarðar. Samkvæmt skýrslunni eru það fyrst og fremst horfur á betra efnahagsástandi á Bretlandi sem skýra bjartsýni markaðarins, en flestar eignir bankans eru þar. Til að mynda er talið að hagvöxtur þar hafi verið um 0,2 prósent á þriðja ársfjórðungi 2009. Heimtist níutíu prósent af eignum verður tap við hrun bankans 75 milljarðar króna, „en til saman- burðar lítur flest út fyrir að tap vegna yfirtöku rík- isins á peningamarkaðssjóðum bankanna nemi um 50 milljörðum og áætlað tap Seðlabankans af veð- lánum til gömlu bankanna er um 270 milljarðar,“ segir í skýrslunni. - kóp Markaðurinn bjartsýnn á endurheimtur eigna Landsbanka upp í Icesave: Býst við 100 prósenta heimtum ICESAVE Samkvæmt skýrslu óháðs matsfyrirtækis býst markað- urinn við því að kostnaður vegna Icesave verði 100 milljarðar króna. STJÓRNMÁL Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir félagsmálaráðherra hafa orðið sér til minnkunar. Því sé best lýst með þekktu lagi Hins íslenzka Þursa- flokks, Pínulítill karl. Tilefni ummælanna er orð félags- málaráðherra um „grátkór“ sjávar- útvegs og stóriðju vegna orkuskatta og innköllunar fiskveiðiheimilda. Þá sagði Árni mikilvægt að verða ekki „ginningarfífl stóriðju og útgerðarauðvalds“. „Orð ráðherrans eru honum ekki einungis til minnkunar vegna þess hroka sem hann sýndi þeim sem vinna við þessar atvinnugreinar. Þau eru einnig vanvirða við það góða fólk sem mátti sitja undir ræðu hans. Hæstvirtur ráðherr- ann virðist telja að þeir sem sækja ársfund ASÍ falli fyrir innantóm- um frösum og upphrópunum lýð- skrumarans,“ segir Friðrik, í pistli á heimasíðu LÍÚ. Þá gagnrýndi stjórnarandstaðan ráðherra einnig. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, velti því fyrir sér hvort ráðherra styddi stækkun álversins í Straumsvík, en Árni Páll er fyrsti þingmaður Suðvestur- kjördæmis, þar sem álverið er. Hún sagði hann tala niður til atvinnu- lífsins. - kóp Útgerðarmenn og stjórnarandstaða deila hart á félagsmálaráðherra: Segir ráðherra pínulítinn karl GAGNRÝNIR RÁÐHERRA Friðrik J. Arn- grímsson segir lag Þursaflokksins um pínulítinn karl best lýsa Árna Páli Árna- syni félagsmálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur karl- maður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir innbrot og þjófnaði. Hann er ákærður fyrir að brjót- ast inn í bát í Þorlákshöfn, þar sem hann stal dýrri tölvu, tölvu- músum og sjúkrakassa. Þá braust hann inn í Rauða ljónið á Eyr- arbakka og stal þar sjö áfengis- flöskum, skjávarpa og sjóðsvél með skiptimynt. Loks braust hann inn í barnaskólann á Eyrarbakka, en hafði ekki erindi sem erfiði. Maðurinn hafði falið amfet- amín undir hornsófa í íbúð sinni, sem lögregla fann við leit. Hann á langan brotaferil að baki. - jss Innbrot og þjófnaðir: Braust inn í bát og barnaskóla Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00 4.395,- 3.695,- Helgar- tilboð ESB á mannamáli! D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Bræðraborgarstíg 9 „Einsog leiftrandi spennusaga.“ Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Pétur Gunnarsson, Fréttablaðinu „Mikilvægt, áhugavert innlegg.“ Bjarni Harðarson D Y N A M O R E Y K JA V ÍK LOKSINS! Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822 www.polarnopyret.is KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.