Fréttablaðið - 24.10.2009, Page 22

Fréttablaðið - 24.10.2009, Page 22
22 24. október 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Kristján Sveinbjörnsson skrifar um bæjarmál á Álftanesi Nú hefur sjálfstæðisfélagið á Álftanesi komist til valda á ný. Því er ekki úr vegi að líta um öxl og skoða hvernig sú niðurstaða fékkst. Svo virðist sem D-listinn hafi þurft nokkra mánuði til að kyngja þeirri staðreynd að flokkurinn hafi virki- lega tapað kosningunum 2006. Á haustdögum fór hefndarþorstinn að leita sér útrásar. Mér er þó stórlega til efs að það heiðvirða sjálfstæðis- fólk sem býr á Álftanesi sé beinlín- is stolt af framgöngu sinna manna í baráttunni fyrir endurheimt fyrri valda. Meðulin koma þó fáum á óvart sem fylgst hafa með valda- brölti þeirra síð- ustu áratugi. Hatröm ræg- ingarherferð h ef u r s t a ð - ið linnulaust í prent- og ljós- vakamiðlum frá árslokum 2006. Vogar, málgagn Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sá t.d. tvisvar ástæðu til að leggja blað sitt undir æsifréttir af álftneskum bæjarmálum. Þá hefur Fréttablað- ið sl. 3 ár birt á fjórða tug einhliða greina sem sami blaðamaður hefur iðulega kvittað upp á. Áhangendur D-listans hafa nýtt sér nýja tölvu- tækni, haldið hefur verið úti þrem- ur bloggsíðum sem hafa það hlut- verk að níða niður sveitarfélagið, stjórnsýsluna og fólkið sem þar starfar í umboði kjósenda. Áhang- endur D-listans hafa staðið fyrir tug stjórnsýslukæra og málaferla á hendur stjórnsýslu Álftaness. Fyrrverandi bæjarstjóri var form- lega sakaður um þjófnað, fals og fjölmörg önnur afbrot. Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar var sakaður um valdníðslu og yfirgang. Endur- skoðandi, arkitektar og lögmenn bæjarins voru opinberlega sakað- ir um mútur og annan ósiðlegan gerning. Embættismönnum bæjar- ins var hótað. Ráðist var að þjón- ustuverktökum, þeir vændir um óeðlileg vinnubrögð, klíkuskap og spillingu. Alvarlegustu ásakanir hafa ýmist farið í úrskurð eða fyrir dómstóla. Niðurstaðan er jafnan sú sama, að ekkert sé hæft í þessum áburði. Nú síðast var fv. bæjar- stjóra hótað brottrekstri með lög- regluvaldi auk þess sem bæjarfull- trúar D-listans reyndu að stöðva verktaka í vinnu með aðstoð lög- reglu. Þessi ótrúlega heiftúð hefur stórskaðað ímynd sveitarfélagsins. Álftnesingar allir hafa þurft að líða fyrir þeirra framferði. Nú hefur takmarkinu lokins verið náð, vígi Á-listans er fallið. Það var veikasti hlekkurinn sem gaf sig. Frami Margrétar Jónsdóttur bæjarfulltrúa varð skjótur og auð- fenginn. Hún vermdi 2. sæti Á-list- ans í skjóli Framsóknarflokksins. Reynslulaus í sveitarstjórnarmál- um sóttist hún eftir embætti for- manns bæjarráðs ásamt ýmsum nefndarstörfum. Þau 3 ár sem Mar- grét hefur gegnt einu veigamesta embætti bæjarins minnist ég þess ekki að hún hafi samið eða beitt sér sérstaklega fyrir nokkurri tillögu nema hvað varðar kosningu full- trúa í nefndir og stjórnir. Lengi hefur verið ljóst að stöðugur áróð- urinn hlaut hjómgrunn hjá henni, hún tók að efast um fólkið sem hún var kosin til að starfa með. Ekki var um málefnaágreining að ræða, aðeins persónulega dóma um sam- starfsfólkið. Málflutningur Mar- grétar varð æ mótsagnakenndari, í lokin stóð hún ekki við nýundir- ritað samkomulag um samstarf. Í kjölfarið komu þjóðstjórnardraum- ar, á meðan var sveitarfélaginu haldið í herkví svo vikum skipti. Að sögn vildi hún svo kanna hvað væri í boði hjá D-listanum og í lok sept- ember gekk hún til samstarfs við hann. Niðurstöðuna, um aukin völd og áhrif fyrir sig og sína fjölskyldu, má sjá á nefnda- og stjórnarlista sveitarfélagsins. Höfuðvandi stjórnsýslunn- ar hefur kristallast í sívaxandi áráttu D-listans til að rægja og níða mótherjana niður og berjast hatramlega gegn öllum helstu hags- munamálum samfélagsins. Málstað sínum til framdráttar hafa þau reynt að stöðva uppbyggingu á mið- svæðinu, sundlaugarbygginguna og lagfæringu Álftanesvegarins auk fjölda annarra brýnna verkefna. Með oddi og egg hafa þau þó bar- ist fyrir aðalmáli sínu, að byggja megi einbýlishús í fjöruborði Skógtjarnarinnar. Síðan Margrét Jónsdóttir söðlaði um og D-listinn komst til valda hefur stjórnsýsl- an verið lömuð. Erindi Prima Care um byggingu sjúkrahótels fyrir yfir 15 milljarða var haldið leyndu fyrir bæjarfulltrúum. Þar fóru stórkostlegir möguleikar forgörð- um, þrátt fyrir að Álftanes búi að glæsilegu skipulagi sem er nær klæðskerasniðið að hugmyndinni. Eitt stærsta hagsmunamál sveit- arfélagsins, vinna við leiðréttingu framlaga úr Jöfnunarsjóði vegna skólans, hefur stöðvast. Stjórn- sýslan sá sér ekki fært að senda fulltrúa á ársfund sjóðsins. Hvað stendur eiginlega eftir af yfirlýs- ingum um að markmið þessa nýja „starfhæfa meirihluta“ sé að koma stjórnsýslu og fjármálum sveitarfé- lagsins í lag? Eitt er víst að gereyð- ingarstefna bæjarfulltrúa D-list- ans er ekki það sem Álftnesingar þurfa helst um þessar mundir, nóg er kreppan samt. Höfundur er bæjarfulltrúi Á-lista. Yfirtaka sjálfstæðismanna á Álftanesi UMRÆÐAN Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar um Sam- einuðu þjóðirnar Þennan dag fyrir 64 árum voru Sameinuðu þjóð-irnar stofnaðar. Í dag eru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna 192 talsins, þeirra á meðal Ísland. Samein- uðu þjóðirnar vinna á öllum stigum samfélagsins, allt frá því að stuðla að bættum heimsviðskiptum og hindra ofveiði, til þess að hafa eftirlit með hreinsun jarðsprengja og efla lýðræði og mannréttindi. Ári eftir stofnun Sameinuðu þjóðanna var Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stofnað. Félagið hefur það að markmiði að vinna almenning á Íslandi til fylgis og stuðnings við samtök Sameinuðu þjóðanna. Félagið stendur fyrir ýmsum uppákomum ár hvert. Meðal árlegra viðburða er kynning á Þróunar- skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var fyrr í þessum mánuði. Ert þú einn af þeim sem hafa velt fyrir sér hvað al-Qaida, G8-hópurinn eða NATO sé? Hvers vegna mannrán á olíuverkamönnum í Nígeríu séu tíð eða af hverju oft sé vísað til átakanna í Kongó sem bæði fyrstu heimsstyrjaldar Afríku og Gleymda stríðs- ins? Félagið hefur nýlega opnað fræðsluvefinn Globalis sem er ætlað að svara þessum spurningum og ógrynni annarra. Globalis er stærsti gagnagrunnur sem til er á íslensku með tölfræði SÞ. Gagnagrunninn er að finna á slóðinni www.globalis.is. Globalis er í sífelldri uppfærslu, enda um lifandi upplýsingar að ræða og sífellt bætist nýtt efni við vefinn. Á vefnum eru meðal annars upplýsingasíður um öll aðildarríki SÞ og staðreyndir um virk átök í heiminum. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi óskar þér enn og aftur til hamingju með daginn og býður þig velkominn/velkomna á www.globalis.is til að fræðast nánar um heim hinna Sameinuðu þjóða. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Til hamingju með daginn UMRÆÐAN Guðrún Valdimarsdóttir skrifar um skólastarf Foreldrar eru mikilvægasta breytan þegar kemur að vel- gengni barnanna í lífinu. Þegar for- eldrar sýna barni sínu umhyggju og aðhald, taka þátt í daglegu lífi þess, sýna náminu áhuga og miðla jákvæðu viðhorfi til menntunar eru meiri líkur á að börnum líði vel, þau standi sig vel í námi og velji síður áfengi og önnur vímuefni. Charles Desforges, prófessor við Háskólann í Exeter, verður aðal- fyrirlesari á námsstefnu Mennta- vísindasviðs HÍ í lok mánaðar- ins og mun einnig eiga fund með foreldrum í sam- starfi við Sam- fok og Heimili og skóla. Hann hefur m.a. skoð- að 40 rannsókn- ir sem gerðar hafa verið um þátttöku for- eldra á gengi nemenda. Niður- staða þeirra var: Ef foreldrarnir tóku þátt í lífi barnsins hafði það mikil áhrif á gengi barnsins í skól- anum. Hjá yngstu börnunum skipta foreldrarnir mestu máli um gengi barnsins í skólanum. Hjá 16 ára börnunum eru áhrif foreldranna mun minni en þau hverfa aldrei. Stuðningur við foreldra yngri barnanna er nauðsynlegur. Því er það öllum í hag að foreldrum sé skapað tækifæri til samráðs innan skólanna. Nú í miðri kreppunni heyrast sögusagnir um að foreldr- ar gefi sér almennt meiri tíma (eða hafa meiri tíma) til að taka þátt í skólastarfi barna sinna. Hvort það er á rökum reist skal ósagt látið en hinsvegar eru sterkar vísbend- ingar um að foreldrar séu vannýtt auðlind í skólastarfi. Virkja mætti foreldra og skóla enn frekar til samstarfs með velferð barnanna að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfok (Samtök foreldra grunn- skólabarna í Reykjavík). Eru foreldrar vannýtt auðlind? UMRÆÐAN Jón Þór Ólafsson skrifar um landráð Evrópusambandið er ekki aðeins efnahagssamband. ESB er erlent yfirvald með yfir- ráð yfir mörgum innanríkismál- um aðildarríkjanna. Svo spurn- ing vaknar hvort það séu landráð að reyna að koma Íslandi undir erlend yfirráð. Almenn hegningarlög tala um landráð í 86. gr: „Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, h ó t u n u m ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars ein- hvern hluta rík- isins undan for- ræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.“ Eru stjórnarliðar sekir um: „verknað, sem miðar að því, að reynt verði með [...] nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð“ ESB? Ef rétt reynist að Icesave- samningur ríkisstjórnarinnar miðar að því að liðka fyrir inn- göngu Íslands í ESB; En sönnun- argögn þess efnis hrannast upp úr öllum áttum. Og ef frásagnir þing- manna um að vera beittir nauð- ung í Icesave-málinu eru sannar; En það að hóta stjórnarslitum er nauðung. Þá hafa hinir ábyrgu í ríkisstjórn gert sig að landráða- mönnum fyrir landslögum. Höfundur er stjórnmála- fræðingur. Er stjórnin sek um landráð? KRISTJÁN SVEIN- BJÖRNSSON JÓN ÞÓR ÓLAFSSON GUÐRÚN VALDIMARSDÓTTIR EI N N , T V EI R O G Þ R ÍR 2 66 .0 32

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.