Fréttablaðið - 24.10.2009, Page 24

Fréttablaðið - 24.10.2009, Page 24
24 24. október 2009 LAUGARDAGUR það er allt undir, til dæmis auðlindagjald á sjávarútveg og umhverfisgjöld vegna ferðamanna.“ Er hægt að krefja stóriðjuna um aukna skatta í ljósi þess að hún starfar eftir sér- stökum samningum sem gilda til langs tíma? „Við erum að fara yfir þau mál en þetta eru almennir skattar en ekki sér- tækir og þess vegna lýtur málið öðrum lögmálum. En hluti af þessu ferli er að fara í gegnum þau mál.“ Þolir ferðaþjónustan aukna skattlagn- ingu? „Já, en þetta snýst reyndar ekki um að skattleggja ferðaþjónustuna sem slíka heldur verður hugsanlega lagður nef- skattur á ferðamenn og hugsanlega verð- ur farin önnur leið, til dæmis skattlagn- ing í gegnum tryggingagjald. Við verðum að finna einhverja leið vegna þess að ferðamannastraumurinn er að aukast svo mikið og því fylgir kostnaður. Ferðaþjónusta er einn atvinnuvegur- inn sem við í þessu ráðuneyti erum mjög montin af. Bara í ágústmánuði var tólf prósenta fjölgun ferðamanna frá ágúst í fyrra, sem er stórkostlegur árangur. Það hefur verið jöfn aukning á undan- förnum árum og við erum orðið alvöru ferðamannaland. Þess vegna held ég að það sé ekki spurning um hvort held- ur hvenær sérstök gjöld á ferðaþjón- ustu verða tekin upp. Ástæðan er sú að við þurfum fjármagn til að byggja upp ferðamannastaði og í rannsóknir og áætlanagerð. Þetta er gert mjög víða, sums staðar er rukkað inn við vinsæla ferðamannastaði en það er bæði þungt í vöfum og kostnaðarsamt. Svo held ég að það sé ekki fýsilegt að setja til dæmis upp hlið við Mývatn! Það er því betra að fara aðrar leiðir.“ Munu sem sagt tekjur af auknum skatti á ferðaþjónustu renna beint til ferðaþjónustunnar? „Já, það er mín framtíðarsýn. Það er ekki komin niðurstaða en ég held að við þurfum að vinna okkur í þá átt. Fyrst um sinn gæti fjórðungur farið til ferðaþjón- ustunnar og hlutfallið svo hækkað þar til allt rennur til hennar.“ Að atvinnumálunum almennt, rík- isstjórnin er sögð hafa svikið fyrirheit í stöðugleikasáttmálanum. Ég ætla að fullyrða og spyrja; af hverju dragið þið lappirnar í atvinnuuppbyggingunni? „Við höfum alls ekki dregið lappirnar í atvinnuuppbyggingunni. Aðilar að stöð- ugleikasáttmálanum hafa hins vegar ein- blínt á Helguvík og halda að hún sé alfa og omega í allri atvinnuuppbyggingu. En á meðan hefur hellingur gerst. Ég nefni ferðaþjónustuna sem við höfum stutt og sveitarfélögin úti um land eru í skýj- unum með. Þetta var metsumar og við höfum sett peninga í markaðssókn til að halda þessum straumi í vetur líka. Þetta eru ekki geimvísindi; því meiri peningar sem eru settir í auglýsingar, þeim mun fleiri ferðamenn koma. Nýsköpunarmiðstöð hefur sett á fót frumkvöðlasetur víða, þar er horft á lítil fyrirtæki, og umhverfi sprota- fyrirtækjanna er að verða mjög gott. Tvö frumvörp munu svo valda gjörbylt- ingu í nýsköpun og þróun, annars vegar endurgreiðsla vegna rannsókna og þró- unar innan fyrirtækja sem gefur þeim tækifæri til að vaxa enn frekar inn á við, bæði gömlum og nýjum, og hins vegar ívilnanir vegna fjárfestinga í nýsköpun- arfyrirtækjum. Þar örvum við fjármagn inn í fyrirtæki sem geta skapað mikil verðmæti og það hratt. Við eigum eitt- hvað á annað hundrað sprotafyrirtæki sem eru býsna langt komin og vantar ekki mikið upp á að verða traust. Hér í ráðuneytinu sjáum við krafta- verkin gerast. Ég nefni sem dæmi að í miðborg Reykjavíkur er í gangi eftir- vinnsla á stórum Hollywood-kvikmynd- um. Ég nefni líka að fyrirtæki eins og Marorka ætlar að stórfjölga hjá sér störf- um. Það er margt sem ekki er talað um. Það er til dæmis ekki talað um ferða- mennskuna í umræðum um uppbyggingu í atvinnumálum. Það má ekki gera lítið úr því að innri vöxtur, sem gerir meira úr því sem við höfum, hefur mikið að segja bæði til skemmri og lengri tíma.“ Það er meira en sjö prósenta atvinnu- leysi og við eigum því ekki að venjast að hér sé atvinnuleysi. „Jájá, það er rétt en það má ekki gleyma því að atvinnuleysið er minna en menn spáðu og ég held að fjölmörg átaks- verkefni skili því. Það má heldur ekki gera lítið úr öllu því sem verið er að gera. Aðilar vinnumarkaðarins geta ekki sett allan fókus á að gagnrýna að eitt stórt verkefni gangi eins og það gengur. Það er eins og þeir viti ekki af öllu hinu. Ég vil líka nefna áritun á drögum að fjárfestingarsamningi við Verne Hold- ing sem ætlar að byggja upp gagnaver. Við það held ég að stíflan muni bresta í uppbyggingu gagnavera hér á landi. Ég nefni líka að tekin var skóflustunga í sumar að nýrri fóðurblöndunarverk- smiðju Líflands á Grundartanga. Hverj- um hefði dottið í hug að það yrði tekin skóflustunga á þessu sumri? Það var líka tekin skóflustunga um síðustu helgi að verksmiðju þar sem á að framleiða líf- rænt eldsneyti úr náttúrulegum koltví- sýringi sem kemur upp úr jarðvarma- virkjunum. Það eru mjög góðar fréttir víða. Aflþynnuverksmiðjan á Akureyri fór af stað í ágúst. En ég spyr líka, hvar eru fréttirnar um þetta? Þær vant- ar og það má líka átelja fjölmiðla fyrir að sýna þessu ekki áhuga. Orkufrekar stórframkvæmdir eru augljóslega mjög frekar á athygli fjölmiðlamanna, stjórn- málamanna og aðila vinnumarkaðarins en ég tel kominn tíma til að við beinum kastljósinu að allri uppbyggingunni sem raunverulega er að eiga sér stað.“ Snúum okkur að rammaáætluninni um orkunýtingu sem á að liggja fyrir í janúar. Hverju mun hún breyta? „Það sem skiptir öllu máli er að við komum okkur upp úr hjólförum deilna B yrjum fyrir norðan, samning- ur um rannsóknir og atvinnu- uppbyggingu í Þingeyjarsýslu var undirritaður á fimmtudag. Lengi var í gildi viljayfirlýsing um álver á Bakka og Alcoa er eina fyrirtækið sem opinberlega hefur lýst áhuga á starf- semi þar. Hvaða aðrir möguleikar eru í stöðunni? „Alcoa er eina fyrirtækið sem hefur formlega verið með en fleiri hafa lýst áhuga enda er þetta svæði ríkt af orku. Fjölmargt kemur til greina en það er ekki mitt að úttala mig um það núna. Það sem skiptir máli er að sett verður á laggirnar verkefnisstjórn sem á að fara ískalt yfir þá kosti sem eru á að byggja þarna upp atvinnu.“ Hvaða önnur fyrirtæki hafa lýst áhuga? „Það hafa verið ýmsar þreifingar, til dæmis um gagnaver og áburðarverk- smiðju. En verkefnisstjórnin sem ráðu- neytið, sveitarfélögin og Landsvirkjun standa að á að skila skýrri niðurstöðu og það er von okkar að við getum kynnt orkukaupendur næsta haust.“ Alcoa-menn voru ekki ánægðir með að viljayfirlýsingin væri ekki framlengd. Hefur þú áhuga á að þarna rísi álver? „Ég er ekki þess háttar stjórnmála- maður að ég vilji velja og hafna einhverj- um iðnaði umfram annan. Stjórnvöld eiga að skapa umhverfi og regluverk svo atvinnulífið geti verið nokkuð sjálf- bært. Hins vegar spilar margt inn í, umhverfismálin, orkuöflunin og fleira. Hvort álver geti risið á Bakka ræðst af ytri þáttum og regluverki og það eru mælikvarðar sem ég vil miða við. Það sem skiptir mig meginmáli og er mitt markmið er að þarna verði myndarleg atvinnuuppbygging.“ Á sem sagt að taka heilt ár í að skoða málin? „Nei, ekki bara skoða þau heldur líka koma orkurannsóknunum og orkuöflun- armálunum í skýrari farveg sem von- andi felur í sér að nýtt fjármagn fæst til verkefnanna og við getum því svar- að spurningunni um hve mikil orka er þarna. Það verður bylting.“ Á þá allt að liggja fyrir eftir eitt ár og verða þá teknar ákvarðanir um að ráð- ast í einhverja tiltekna framkvæmd? „Já, þá ætti nýtt orkuöflunarfélag að geta gengið til samninga um sölu á ork- unni. Það er svo sveitarfélaganna að skipuleggja athafnasvæðin og annað slíkt og ég vonast til að skömmu síðar verði hægt að hefja framkvæmdir við atvinnuuppbygginguna.“ Förum þá til Suðurnesja þar sem menn reyta hár sitt af reiði vegna Helguvíkur- álversins sem þeir segja vera í uppnámi vegna umhverfismatsmálanna. Hvernig heldur þú að því máli vindi fram? „Það mál veltur á mörgum þáttum ennþá og ég get ekki sagt annað um þau á þessari stundu en að við í ráðuneyt- inu höfum unnið að því sem að okkur kemur. Fjárfestingarsamningurinn sem var undirritaður í sumar er einn af grundvöllum þess að hægt sé að fjár- magna verkefnið. Sömuleiðis reynum við að vinna hratt og vel í skattatillög- um fjárlagafrumvarpsins svo þau mál liggi fljótt fyrir. Suðvesturlínan er ekki úrslitaatriði í málinu því þar er umhverfisráðherra einfaldlega að óska eftir upplýsing- um. Hún taldi að ákveðin atriði væru ekki nógu skýr og fór því þessa leið. Ég held að þegar kemur að náttúrunni vilji menn fara varlega frekar en hitt og umhverfisráðherra gerði það. En ég held að það ferli taki ekki nema tvo til þrjá mánuði.“ Styður þú þá ákvörðun umhverfisráð- herra? „Ég ætla ekki að lýsa yfir sérstökum stuðningi eða skoðun minni. Hún tók þessa ákvörðun á sínum forsendum enda hennar verkefnasvið.“ Ýmislegt annað stendur út af, til dæmis fjármögnun og hafnarmál. Er dýpra á þessu en menn vilja af láta? „Ég get ekkert sagt um það en það eru vissulega áskoranir í veginum. Ég get þó sagt að við höfum unnið af full- um heilindum en það er fyrirtækisins að fjármagna verkefnið. Við höfum gert fjárfestingarsamning og þegar skýr- ar línur liggja fyrir um skattamálin tel ég ekkert vera því til fyrirstöðu að fjármagn fáist. En varðandi hafnarmannvirkin þá er ég undrandi á, vegna þess að þetta álver hefur verið ansi lengi á teikniborðinu, að þessari ríkisstjórn sé kennt um að setja einhverjar vörður í veginn. Hvers vegna höfðu ekki íhaldið og framsókn sett þessi mannvirki á áætlun?“ Það er byrjað að byggja álverið og áætlanir gera ráð fyrir að fyrsti áfangi þess verði tekinn í gagnið 2011. Heldur þú að það muni ganga eftir? „Ég get ekki svarað því en get þó sagt að við vinnum að því að svo geti orðið.“ En þá að þessum umdeildu sköttum sem þú hefur nú þegar minnst á tvisvar. Þeir hafa vakið hörð viðbrögð. Í fyrsta lagi, hvað átti þessi einnar krónu tillaga í fjárlagafrumvarpinu að þýða? „Ég vil meina að þessi skattahugmynd og framsetning hennar í greinargerð fjárlagafrumvarpsins hafi farið með óheppilegum hætti í loftið og menn því blásið hana upp úr öllu valdi. En það sem er búið er búið og ekki þýðir að hengja sig í það. Það er algjörlega óraunhæft að setja eina krónu á selda raforku vegna þess að þetta kemur ekki bara við stóriðjuna heldur alla framleiðslu og heimilin líka. Við erum að meta hvaða áhrif þetta hefur á alla aðila og ég vil hafa gott samráð um málið við til dæmis Neytendasamtökin og hagsmunaaðila í atvinnulífinu. Ég held að nokkrir aurar á raforkusölu sé í góðu lagi og það má ekki gleyma að þetta er umhverfis-, orku- og auðlindaskattur, Stórræðin í iðnaðarráðuneytinu Mikið mæðir á Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Atvinnumálin eru á hennar könnu á tímum mesta atvinnuleysis sem þjóðin hefur mætt um árabil. Björn Þór Sigbjörnsson drakk kaffi með Katrínu í gær og fór yfir sviðið sem virðist þyrnum stráð. Ég er prakt- ísk og ég vil byggja land þar sem við förum ekki úr því að vera algjör- lega háð fiski í að vera algjör- lega háð álverum. Í ÖNNUM Eitt helsta verkefni Katrínar Júlíusdóttur í iðnaðarráðuneytinu er að stuðla að bættu atvinnuástandi í landinu á sama tíma og niðurskurður í ríkisútgjöldum er meiri en áður hefur þekkst. Hún er bjartsýn á framtíðina enda er margt í pípunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.