Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2009, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 24.10.2009, Qupperneq 30
30 24. október 2009 LAUGARDAGUR M innst 59 fórnarlömb mansals hafa komið fram á Íslandi und- anfarin ár, sam- kvæmt nýlegri skýrslu Fríðu Rósar Valdimarsdóttur. Af þeim má ætla að þriðjungur sé seld- ur í kynlífsánauð. Einungis mál tveggja fórnarlamba hafa hins vegar ratað í fjölmiðla svo eftir var tekið, og það nýlega. Veltir 5.000 milljörðum á ári Mansal er ein ábatasamasta glæpastarfsemi veraldar, á eftir fíkniefnasölu og ólögmætum vopnaviðskiptum og sú sem örast hefur vaxið undanfarinn áratug. Bransinn er talinn velta upp undir 5000 milljörðum árlega, og þar af renna 500 til þúsund milljarðar beint í vasa þrælahaldara nútím- ans. Á ári hverju eru þúsundir manna, einkum ungar konur og börn, seld í kynlífsþrælkun og aðra nauðungarvinnu í Evrópu. Fullyrða má að starfsemin sé enn viðameiri í öðrum heimshlutum. Þar til nýlega hefur umræða um mansal ekki farið ýkja hátt á Íslandi; súlustaðir hafa vissulega verið bendlaðir við mansal með reglulegu millibili, það sama má segja um erlendar starfsmanna- leigur. En ásakanirnar hafa jafnharðan verið slegnar út af borðinu, enda eru rannsóknir á mansalsmálum sérlega torveldar og sönnunarbyrðin þess þá held- ur. Og hjá hinum þögla meirihluta samfélagsins virðist hafa ríkt sátt um að þessi óværa geti ekki hafa tekið sér bólfestu á litla, saklausa Íslandi. En skýrsla Fríðu Rósar og tvö óhugnanleg og áþreifanleg dæmi sem skotið hafa upp kollinum síðan benda sterklega til þess að aðvörunarorðin sem stund- um heyrðust hafi verið á rökum reist: Á Íslandi þrífst mansal. Og ekki nóg með það, heldur telur lögregla sig nú komna á slóð mansalshrings. Aldrei fallið dómur fyrir mansal Eins og fram kemur í skýrslu Fríðu Rósar hefur aldrei fallið dómur vegna mansals á Íslandi. Raunar höfðu mál tengd mansali einungis tvisvar komið til kasta dómstóla þegar skýrslan kom út. Í öðru málinu var eigandi nuddstofu dæmdur til að greiða fyrrverandi starfsmanni ógreidd laun og fyrir að hafa falsað undirskrift hans. Eigandinn var talinn hafa haldið starfsmanninum í aðstæðum sem „jöðruðu“ við mansal. Hitt málið varðaði nokkra Kínverja sem milli- lentu á Íslandi á fölskum vegabréf- um. Talið var að þeir væru á leið til Bandaríkjanna í nauðungar- vinnu. Kínverjarnir voru dæmdir fyrir skjalafals. Fyrsta ákæran lítur dagsins ljós Einungis nokkrum vikum eftir að sagt var frá skýrslu Fríðu Rósar dró hins vegar til tíðinda; fyrsta ákæran fyrir mansal var gefin út á Íslandi. Ríflega þrítug kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, Catal- ina Mikue Ncogo, var ákærð fyrir að hafa blekkt samlöndu sína til landsins með loforði um frí, en síðan svipt hana skilríkjum og fatnaði, haldið henni í kynlífs- þrælkun og selt körlum aðgang að henni. Jafnframt að hafa haft lifibrauð sitt af vændi fjölda ann- arra kvenna. Hún virðist hafa haft sér til halds og trausts ríflega fer- tugan íslenskan hugbúnaðarsmið, sem myndaði vændiskonurnar og sá um að auglýsa þær á vefnum. Bæði bíða þau nú dóms. Nítján ára fórnarlamb til landsins Ekki tóku geðslegri fréttir við í þarsíðustu viku, þegar lögregla greindi frá því að nítján ára stúlka frá Litháen hefði ærst um borð í flugvél á leið til landsins af ótta við það sem hér beið hennar. Stúlkan var yfirheyrð af lögreglu, úrvinda og þrekuð, og í kjölfarið komið fyrir í húsnæði á vegum félagsmálayfir- valda í Reykjanesbæ. Þaðan hvarf hún tveimur dögum síðar og fannst loks á gangi í miðbæ Reykjavíkur eftir þriggja sólarhringa leit. Þrátt fyrir að atburðirnir hafi greinilega reynt mjög á stúlkuna ungu hafa raunir hennar nú leitt til þess að átta manns sitja í gæslu- varðhaldi grunaðir um umfangs- mikla skipulagða glæpastarfsemi, þar á meðal vændisstarfsemi. Á slóð mansalshrings á Íslandi Saga ungu stúlkunnar liggur ekki ljós fyrir. Vitað er að henni var fylgt á flugvöllinn í Varsjá í Pól- landi og séð til þess að hún skilaði sér í flugvélina. Flugmiðinn hafði verið keyptur fyrir hana. Í miðju flugi trylltist hún af hræðslu og barðist um á hæl og hnakka þar til hún var tjóðruð föst. Þegar vélin lenti á Keflavíkurflugvelli biðu hennar þrír menn, allir samland- ar hennar, og allir dæmdir glæpa- menn. Þeim lukkaðist þó ekki að hafa hendur í hári hennar, enda var hún tafarlaust færð í umsjá lögreglu. Þremenningarnir fylgdu henni síðan hvert fótmál. Þeir biðu henn- ar fyrir utan Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þegar hún var þar í læknisskoðun. Þeir biðu einnig fyrir utan lögreglustöðina á Hverfis- götu í Reykjavík þegar stúlkan var þar í skýrslutöku og reyndu að hafa samband við hana með aðstoð Íslendings. Lögregla varð þess svo vör þegar þeir reyndu að ná aftur í skottið á henni í Reykjanesbæ. Þremenningarnir voru hand- teknir daginn eftir að konan hvarf, grunaðir um að hafa haft eitthvað með það að gera, og úrskurðaðir í varðhald. Eftir að konan kom í leitirnar var svo lýst eftir þrem- ur litháískum karlmönnum til við- bótar og tveimur þeirra stungið í varðhald. Það var svo á miðviku- dag sem þrír Íslendingar um fer- tugt voru úrskurðaðir í gæslu- varðhald vegna málsins eftir umfangsmiklar aðgerðir í mörgum lögregluumdæmum. Málið hafði undið verulega upp á sig og snerist ekki lengur bara um eitt einangrað mansalstilvik, heldur skipulagða glæpastarf- semi á fjölmörgum sviðum, til dæmis ofbeldisverkum, þjófnaði og tryggingasvikum, auk mansals. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögreglan telji sig komna á slóð mansalshrings, þótt lítið hafi feng- ist gefið upp um fleiri mögulega þolendur glæpamannanna. Greint hefur verið frá því að Litháarnir hafi unnið hjá verktakafyrirtæki í eigu Íslendinganna. Frekari hand- tökur eru ekki útilokaðar og vinn- ur lögregla hörðum höndum að því að afla frekari gagna. Treysta ekki lögreglunni Ásgeir Karlsson, yfirmaður grein- ingardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur sagt að ljóst sé að alþjóðleg glæpastarfsemi hafi fest rætur hér á landi. Austurevrópskar glæpaklíkur hafi teygt anga sína til Íslands og myndað tengsl við hér- lenda afbrotamenn. Ekki sé óeðli- legt að ætla að mansal sé hluti af slíkri glæpastarfsemi, enda sé það ábatasamt og feli í sér tiltölulega litla áhættu, vegna þess hve örð- ugt er að rannsaka og færa sönnur á slíka glæpi. „Þetta er alveg hræðileg brota- starfsemi,“ segir Berglind Eyjólfs- dóttir, rannsóknarlögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur sérstaklega kynnt sér mansalsmál. Spurð hvort mansalsstarfsemi sé tiltölulega nýtilkomin hérlendis, eða hvort augu landans séu bara núna fyrst að opnast fyrir vandan- um, segir Berglind erfitt að segja til um það. Sagan kenni okkur að breytingar í alþjóðlegum glæpa- heimi berist alltaf nokkru síðar til Íslands en til nágrannalandanna, en að sama skapi hafi orðið mikil vitundarvakning vegna mansalsins síðustu ár og ekki síst nú nýlega. Berglind segir mansalsmál mjög erfið í rannsókn, fórnarlömb séu oft treg til að tjá sig og lang- an tíma taki að vinna traust þeirra. Þá sé sérstaklega fátítt að fórnar- lömbin leiti til lögreglu að fyrra bragði. Ýmislegt geti skýrt þetta. Fórnarlömbin hafi oft mátt sæta hótunum og treysti jafnvel ekki lögreglu vegna biturrar reynslu frá heimalandi sínu. Langt í land Ísland á langt í land með að upp- ræta mansal. Í nýlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytis- ins erum við sögð annars flokks þegar kemur að aðgerðum gegn mansali – þær uppfylli ekki lág- markskröfur sem gerðar eru til þjóðríkja. Við erum í flokki með ýmsum þróunarlöndum og Austur- Evrópuríkjum, og Írland og Grikk- land eru einu Vestur-Evrópulöndin sem falla í flokkinn, auk Íslands. Í skýrslunni segir að ljóst sé að fórn- arlömb mansals finnist hér á landi, í vændi, byggingariðnaði og veit- ingarekstri, og að þau fórnarlömb fái ónæga aðstoð og vernd. Eins og áður er rakið hafa mál tveggja þolenda mansals vakið athygli á málaflokknum og að því er virðist hleypt kappi í ráðamenn. En þau mál eru því miður líklega aðeins tvö af mörgum tugum. Verð- ur saga hinna einhvern tíma sögð? Myrkraheimar mansals ljúkast upp Mál tveggja þolenda mansals, sem þrælahaldarar nútímans hafa blekkt hingað í því skyni að halda þeim í kynlífsánauð, hafa opnað augu þjóðarinnar fyrir þessu óhugnanlega samfélagsmeini. Stígur Helgason kynnti sér eina umfangsmestu glæpastarfsemi heims. KYNLÍFSIÐNAÐUR LIFIR BLÓMLEGU LÍFI Talið er að um þriðjungur fórnarlamba mansals á Íslandi sé neyddur í kynlífsþrælkun. Það hlutfall er mun hærra erlendis. Bæði tilvikin sem komist hafa í fjölmiðla nýlega varða kynlífsiðnaðinn. NORDICPHOTOS / GETTY HVAÐ ER MANSAL? Man er fornt orð yfir þræla af báðum kynjum, þótt það hafi einkum tíðkast um ambáttir. Orðið þekkist einnig í merkingunni ‚kona‘. Mansal er notað um þá glæpastarfsemi sem snýst um verslun með fólk, hvort heldur er í kynlífsiðnað, nauðungarvinnu, glæpastarfsemi eða hernað. Undir skilgreininguna á fórnarlömbum mansals falla einnig þeir sem úr eru numin líffæri til sölu á ólög- legum markaði og börn sem seld eru til ólöglegrar ættleiðingar. Á alþjóðavísu er mansal algeng- ast í tengslum við kynlífsiðnað, en í skýrslu Fríðu Rósar Valdimars- dóttur um mansal á Íslandi, sem byggir á upplýsingum frá fagaðil- um, er um þriðjungur fórnarlamba mansal hérlendis í kynlífsiðnaði. Síðastliðið vor kynnti Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, þáverandi félagsmálaráðherra, sérstaka aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn mansali. Þegar sú áætlun var gerð lá umfang mansals á Íslandi ekki fyrir, frekar en nú. Ljóst er hins vegar að vísbendingarnar um að hér þrífist blómleg mansalsstarfsemi hafa hins vegar styrkst til muna síðan þá. Í skýrslunni segir meðal annars að talið sé að Ísland sé fyrst og fremst gegnumstreymisland fyrir smygl á fólki. Engin staðfest dæmi séu um fórnarlömb mansals á Íslandi, þótt stjórnvöld séu sann- færð um að Ísland sé í einhverjum tilfellum áfangastaður mansals og að ábendingar þess efnis hefðu bor- ist frá fagaðilum á borð við Stígamót og Alþjóðahús. Í áætluninni voru boðaðar ýmsar aðgerðir til að sporna við mansali á Íslandi: ■ Fullgilding alþjóðlegra samninga gegn skipulagðri glæpastarfsemi, mansali og vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun. ■ Sérfræðiteymi verði sett á fót sem heldur utan um mansalsmál og aðstoðar fórnarlömb þeirra. ■ Þolendur mansals fái tímabundið dvalarleyfi, skjól, fjárhagslega og félagslega aðstoð á meðan þau gera upp hug sinn um framtíðar- dvalarstað sinn og samstarf við lögreglu. ■ Þolendum verði tryggð örugg endurkoma til heimalands síns ef þeir kjósa og endurhæfing þar ytra. ■ Þolendur fái vitnavernd og nafn- leynd. ■ Komið verði á fót sérhæfðum lögregluteymum til að vinna að mansalsmálum. ■ Heimildir til forvirkra rannsóknar- aðferða endurskoðaðar. Nú er unnið að því af fullum þunga að hrinda áætluninni í framkvæmd. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingu á almennum hegningar- lögum þar sem gert er ráð fyrir því að skýrar verði kveðið á um skil- greininguna á mansali og refsingu fyrir það. AÐGERÐAÁÆTLUN KYNNT Í VOR Í Evrópu er litið á mansal sem næstalvarlegustu skipulögðu glæpastarfsemina, á eftir fíkniefna- sölu. Þetta segir Arnar Jensson, fulltrúi Íslands hjá Evrópulögreglunni Europol í Haag. Hryðju- verkastarfsemi falli utan skilgreiningarinnar á skipulagðri glæpastarfsemi, og sé efst á blaði, en þeim næst komi fíkniefnin og mansalið. Arnar segir Europol hafa verið að auka áherslu á mansal síðustu ár og jafnframt hvatt Evrópu- löndin til að setja meira púður í aðgerðir gegn mansali, meðal annars með því að fullgilda Palermo-bókunina um aðgerðir gegn skipu- lagðri glæpastarfsemi. Hún hafi verið fullgilt víðast hvar á nágrannalöndum okkar, en ekki á Íslandi þótt það standi til bóta. Arnar bendir á þrjú atriði sem Íslendingar mættu breyta til að stemma betur stigu við mansali. Í fyrsta lagi að full- gilda Palermo-bókunina, því að hún feli það meðal annars í sér að binda þurfi í lög að hægt sé að refsa mönnum fyrir það eitt að starfa innan hóps sem skilgreindur er sem skipulagður glæpahópur. Viðkomandi þurfi ekki að hafa orðið uppvís að tilteknu broti öðru. Í öðru lagi að binda í lög það sem gert hefur verið víða í nágrannalöndum, að sé ákveðnum skilyrðum fullnægt megi snúa sönnunarbyrði þegar kemur að fjármunum skipulagðra glæpa- samtaka. Þau þurfi þá að sýna fram á sjálf að fjár- ins hafi verið aflað með lögmætum hætti. Þetta sé afar gagnlegt við að kippa stoðunum undan starfseminni, enda reynist lögreglu oft ómögulegt að sanna að féð sé tilkomið ólöglega. Bæði fyrr- nefndu atriðin séu komin á rekspöl á Íslandi. Þriðji mikilvægi þátturinn sé svo aukið samstarf við evrópsk lögregluembætti. Arnar segist raunar hafa fundað um það í heimsókn sinni til landsins nú að Íslendingar tengi sínar upplýsingar inn í samevrópskan gagnagrunn. Arnar segir að mansalsstarfsemi í Evrópu hafi breyst mjög með tilkomu Schengen-samstarfsins og ekki síst þegar austur-evrópsk lönd voru innlimuð í það. Áður hafi aðeins stærstu glæpasamtökin, til dæmis sikileyska og rússneska mafían, staðið í mansalsstarfsemi, en hún hafi síðan færst niður stigann og sé nú oft og tíðum stýrt af smærri og lægra settum glæpahópum. BREYTINGA ER ÞÖRF Á ÍSLANDI ARNAR JENSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.