Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2009, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 24.10.2009, Qupperneq 32
32 24. október 2009 LAUGARDAGUR H önnunin á sýning- unni á það samm- erkt að vera vönd- uð, þetta eru hlutir sem hægt er að nota og eru notað- ir,“ segir Elísabet, sem hafði það markmið þegar hún setti sýninguna upp fyrst, á Listahátíð vorið 2009, að uppistaðan væri þekkt hönnun sem hefði sannað gildi sitt. „Íslend- ingar eru mjög nýjungagjarnir og stefnan á hönnunarsýningum hefur iðulega verið að sýna sniðuga hluti sem eru ekki komnir í framleiðslu. Ég tók annan pól í hæðina,“ segir Elísabet, sem gjarnan vill festa góða hluti í vitund landans. Elísabet hefur rannsakað íslenska hönnun og komst að þeirri niðurstöðu í meistararitgerð sinni að mjög erfitt væri að skilgreina einkenni íslenskrar hönnunar. Ein skýring þessa er sú að íslenskir hönnuðir eru menntaðir víða, enda er stutt síðan farið var að kenna hönnun á Íslandi. Hér á síðunni má sjá dæmi um gripi sem eru á sýningunni Íslenskri hönnun, en umfjöllunin um höfundana bygg- ir á bókinni Íslenskri samtíma- hönnun. Þess má geta að einnig er fjallað um samtímaarkitektúr á sýningunni. 1. Ornametrica Ornametrica er ljósakróna sem var að sögn hönnuðanna gerð með það í huga að glæða danskan einfaldleika nýju lífi, enda er hún á engan hátt einföld að gerð. Hugmyndin varð til árið 2001 og hefur síðan verið markvisst þróuð áfram. Hönnun ljósakrónunnar er byggð á stærð- fræðilegum hlutföllum þannig að breyta má útliti hennar og umfangi með hreyfingu að eða frá miðju hringsins sem mótar form hennar. Hönnuður: Aðalsteinn Stefáns- son (f. 1970) Nám: Lærði leikmyndahönnun við Danmarks Designskole og útskrifað- ist þaðan árið 1999 en hafði áður lært bæði rafvirkjun og myndlist. Starf: Hann hefur unnið að fjöl- breytilegum hönnunarverkefnum, við ljósahönnun og ljósainnsetn- ingar, þar á meðal með úkraínska hönnuðinum Aleksej Iskos. 2. Áhöld Áhöld eru hönnuð út frá silfur- borðbúnaði sem hefur verið fram- leiddur til margra ára af Gull- og silfursmiðjunni Ernu. Markmið hönnuðarins Sóleyjar Þórisdóttur var að kosta litlu til með því að nýta það sem til var af tólum og tækj- um smiðjunnar. Mynstrið á Áhöld- um er sótt til þekktra skreytinga á borðbúnaðinum frá Ernu og er eins konar vísun til fortíðar í nútímabún- ingi. Þau eru óregluleg að formi og gera þannig kröfu til notandans um að finna þeim hlutverk. Hönnuður: Sóley Þórisdóttir (f. 1984) Nám: Útskrifaðist sem vöru- hönnuður frá Listaháskóla Íslands vorið 2008. Á námstímanum var hún skiptinemi í iðnhönnunardeild Konstfack í Stokkhólmi og að því loknu tók við starfsnám hjá sænska hönnunarteyminu FRONT. Starf: Hún starfar að eigin verk- efnum og þróun þeirra. 3. Krummi Herðatréð Krummi er hannað jafnt út frá sjónarmiðum nota- gildis sem fagurfræði og hugsað ýmist til notkunar eða sem falleg- ur skrauthlutur, eða hvort tveggja í senn. Krummi er úr sprautulökk- uðum krossviði og jafnvel þótt fyrirmynd formsins sé svart- ur hrafninn er hann fáanlegur í þremur litum: svörtum, hvítum og bleikum. Hönnuður: Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir (f. 1976) Nám: Hún lauk BA-prófi í graf- ískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2001. Starf: Vinnur sjálfstætt auk þess sem hún er meðlimur í hönn- unarteyminu Stella Design. 4. Skrauti Kertastjakinn Skrauti (2008) er annar helmingurinn af tvíeykinu Skrauta og Fjanda. Kertastjakarn- ir urðu upphaflega til þegar hönn- uðinn sjálfan langaði í fallegan kertastjaka og leysti málið með því að hanna sjálfur kertastjakann sem hann hafði leitað að. Þannig varð fyrst til kertastjakinn Fjandi og síðar Skrauti. Lögun Skrauta er byggð á hefðbundnum gamal- dags sjö arma kertastjaka sem er útfærður á nýjan hátt, eins konar einfölduð mynd af gömlu stefi. Hönnuður: Stefán Pétur Sólveig- arson (f. 1977) Nám: Útskrifaðist sem vöru- hönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2006. Starf: Sjálfstætt starfandi vöru- hönnuður. 5. Hillurnar eru komnar á fætur Fráleggshillur sem Snæfríð Þor- steins og Sigríður Sigurjónsdóttir hönnuðu fyrir 101 hótel vöktu mikla athygli og voru þær fram- leiddar í nokkrum litum fyrir almennan markað. Í framhaldinu kom upp sú hugmynd hjá hönn- uðunum að þróa þær í smáborð á fótum. Eins og í fleiri samvinnu- verkefnum þeirra ganga þær út frá notagildinu en láta það ekki vefjast fyrir sér í hugmyndavinnu og úrvinnslu. Hönnuðir: Snæfríð Þorsteins (f. 1968) og Sigríður Sigurjónsdóttir (f. 1968) Nám: Snæfríð lauk námi frá École Supérieur de Design Ind- ustriel í París árið 1994. Sigríð- ur útskrifaðist frá Central Saint Martins College of Art and Design í London árið 1999. Starf: Sigríður er prófess- or í vöruhönnun við Lista- h á s k ó l a Í s l a n d s . A ð a l - starf Snæfríðar er rekstur hönnunarvinnustofu í samstarfi við Hildigunni Gunnarsdóttur. 6. Rocky Tre Kveikjan að ruggustólnum var þörf hönnuðarins, Daggar Guð- mundsdóttur, til þess að hanna þægilegan stól fyrir brjóstagjöf þegar hún var barnshafandi. Stóll- inn ber sterk einkenni norrænnar hönnunar, einkum Alvars Aalto, en hann var og framlag Daggar til verkefnis þar sem hönnuðir fengu það viðfangsefni að hanna hluti í anda Aaltos. Hann er einnig undir sterkum áhrifum frá lampahönn- un Daggar þar sem þríhyrningar eru áberandi. Hönnuður: Dögg Guðmundsdótt- ir (f. 1970) Nám: Útskrifaðist sem iðnhönn- uður fá Istituto Europeo di Design í Mílanó árið 1996 og var gesta- nemandi við Danmarks Designs- kole á árunum 1996–1998. Starf: Dögg sinnir almennri iðnhönnun fyrir heimili jafnt sem opinbera staði og opinberar bygg- ingar og leggur áherslu á að hönn- un hennar sé tímalaus og geti átt við víða og lengi. Hún hefur einnig fengist við ljósahönnun og unnið ýmiss konar innsetningar þar sem ljósið er í forgrunni. Hún rekur fyrirtækið Dögg Design. 7. Visual Inner Structure Stóll Guðrúnar Lilju Gunnlaugs- dóttur er framleiddur í takmörk- uðu upplagi. Eins og í flestum verkum Guðrúnar Lilju er eins konar saga eða boðskapur að baki verkinu en Guðrún hefur í sínum verkum leitað að innri fegurð hlutanna og spurt siðferðislegra spurninga um endurnýtingu, umhverfisvernd og gildi hluta í heimi offramboðs. Hugmyndin að stólnum varð upphaflega til við vinnu með flóttamönnum sem leit- uðu að nýjum tilgangi og nýju lífi í ókunnu landi. Eins og flóttamað- urinn var stóllinn rúinn öllu þar til aðeins gormarnir og grindin voru eftir. Með nýjum efnivið var „spunnið“ nýtt líf utan um gamla undirstöðu. Hönnuður: Guðrún Lilja Gunn- laugsdóttir (f. 1968) Nám: Útskrifaðist frá Design Academy Eindhoven í Hollandi árið 2005. Starf: Að námi loknu stofnaði hún fyrirtækið Studiobility sem fengist hefur við hönnun vöru, húsgagna og innréttinga auk sýn- ingarhönnunar. Áhrifa gætir alls staðar að Gróska og fjölbreytni einkennir íslenska hönnun sem sjá má á farandsýningunni Íslenskri hönnun sem verður opnuð í Ketilhúsi á Akur eyri í dag. Í bókinni Íslenskri samtímahönnun sem kemur út á næstu dögum er sagt frá bakgrunni verkanna. Sigríður B. Tómasdóttir skoðaði gripinn og spjallaði við höfund bókarinnar og sýningarstjórann Elísabetu V. Ingvarsdóttur. M YN D IR /I N G VA R H Ö G N I R A G N A R SS O N 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.