Fréttablaðið - 24.10.2009, Side 74
24. október 2009 LAUGARDAGUR
Bókmenntir ★★★★★
Milli trjánna
Gyrðir Elíasson
Í stuttri grein um stöðu smásög-
unnar fyrir þremur árum líkti
Ólafur Gunnarsson þessu bók-
menntaformi við geisladisk: „Á
geisladiski er ekki sama lagið spil-
að diskinn út í gegn. Þar eru mörg
lög. Hvort sem um er að ræða blús,
rapp, pönk, rokk eða diskó.“
Þessi líking á ágætlega við verk
Gyrðis Elíassonar, það hefur allt-
af verið mikið af tónlist í verkum
hans – hann er meira að segja far-
inn að nota iPod. Og ef við höldum
okkur á þessum slóðum má segja
að smásagnasafnið Milli trjánna
sé fyrsta tvöfalda albúm Gyrðis,
helmingi lengra en bækur hans
hafa verið hingað til, 47 sögur á 267
blaðsíðum. Í því felst ákveðin yfir-
lýsing, viss kokhreysti sem lesand-
inn hefur óneitanlega í huga áður
en hann kveður upp sinn dóm.
Það er skemmst frá því að segja
að Milli trjánna er frábært safn –
þetta er verk af sömu hlaupvídd og
Revolver eða Blood on the Tracks
eða London Calling eða hvað sem á
annað borð höfðar til manns, Abba:
Gold ef út í það er farið – hreinn
og beinn listgaldur. Smásagnasafn
er vel að athuga ekki safnplata, en
hver sá listamaður sem gæti safn-
að í „greatest hits“ plötu af þessu
gæðastigi væri fullsæmdur af
sínum ferli.
Milli trjánna er vissulega afskap-
lega „gyrðislegt“ verk, stútfullt af
hversdagslegum furðum, daðri
við óhugnað, klikkun og ísmeygi-
legri fyndni. Yfir þessu svífur hins
vegar frískur andi sem ég hef ekki
fundið fyrir hjá höfundinum lengi;
togstreitan er eindregnari og fyll-
ir bilið milli orðanna, háskinn og
galsinn dansa hraðan rokkabillí,
til dæmis í Dagleiðinni löngu, sem
er mögulega fyndnasta saga sem
ég hef lesið en er þó hreint ekkert
gamanmál.
Hjá þeim sem hér skrifar skilur
þessi bók eftir sig tilfinningu fyrir
endurnýjaðri ástríðu höfundarins
fyrir skáldskapnum; að minnsta
kosti er eins og það hafi eitthvað
komið fyrir Gyrði, eitthvað gott.
Síðasta bók, Sandárbókin – Past-
óralsónata, var fyrst og fremst
blús, tragísk hljómkviða þar sem
dimmu nóturnar réðu ferðinni og
rifu mann með sér í rökkrið. Hér
stingur Gyrðir hins vegar gítarn-
um í samband, telur í og skáldar
um Strindberg í Ikea. Það kveð-
ur sem sagt við nýjan, en um leið
kunnuglegan, tón.
„Það væri gaman ef íslenskir
rithöfundar færu aftur að djamma
og setja saman þessi stuttu lög,“
skrifaði Ólafur Gunnarsson. Ég
veit ekkert um það hvort Gyrðir las
þessa grein hans, en ef svo er hefur
hann tekið hann á orðinu. Milli
trjánna er verk samið af höfundi,
sem hefur náð fullkomnum tökum
á list sinni, liggur mikið á hjarta
og kemur því til skila af leiftrandi
sköpunargleði. Smásagan held-
ur hljómleika, svo ég steli enn frá
Ólafi, og arkar fram á sviðið í öllu
sínu demóníska veldi.
Bergsteinn Sigurðsson
Niðurstaða: Hreinn og beinn list-
galdur.
Smásögur halda hljómleika
BÓKMENNTIR Gyrðir Elíasson hefur gefið
frá sér stórt lagasafn sem jafnast á við
Hvíta albúmið eða Exile on Main street.
Eða er það Bitches Brew?
Myndir af híbýlum okkar eru
fátíðar þótt á undanförnum árum
hafi nokkrir sinnt skráningu á
þeim vettvangi: Ívar Brynjúlfs-
son í sínum ljósmyndaseríum,
Roni Horn skoðaði stöðu Herðu-
breiðarmálverka Stefáns Jóns-
sonar á heimilum. Þá hafa inn-
lendir og erlendir ljósmyndarar
fylgt í slóð Dieters Roth sem festi
skipulega á filmu öll hús á Íslandi
á áttunda og níunda áratug síð-
ustu aldar sem er einstakt safn
og ómetanlegt.
Í dag opnar Unnar Örn sýningu í
Galleríi Ágúst þar sem hann sýnir
meðal annars ljósmyndir teknar af
híbýlum Íslendinga á fyrri hluta
tuttugustu aldar sem safnað var
af Sigurði Guttormssyni, banka-
starfsmanni og umbótamanni
frá Vestmannaeyjum. Sigurður
ferðaðist um Ísland á árunum
1930-1945 og tók myndir af húsa-
kosti landsmanna sem hann taldi
til merkis um óviðunandi lífsskil-
yrði alþýðufólks. Alls voru mynd-
irnar sem Sigurður safnaði um
230 og veita þær óvenjulega og
raunsæja innsýn í líf Íslendinga
á þessum tíma. Þessar myndir
hafa aldrei áður verið sýndar í
heild sinni. Unnar Örn (1974) býr
og starfar í Reykjavík og Atlanta
í Bandaríkjunum. Hann útskrifað-
ist frá Myndlista- og Handíðaskóla
Íslands 1999 og lauk mastersnámi
við Malmö Art Academy í Svíþjóð
2003. Frá árinu 1999 hefur hann
tekið þátt í fjöldamörgum einka-
og samsýningum víða um heim,
þar af nýlega í Safnasafninu á
Svalbarðsströnd, sýningarým-
inu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ
og Listasafni Akureyrar. Gallerí
Ágúst er þægilega staðsett í mið-
bænum á Baldursgötu 12 (Nönnu-
götumegin á Baldurstorgi) beint
fyrir neðan veitingastaðinn Þrjá
Frakka.
Gallerí Ágúst er í samstarfi við
Reykjavíkurborg. - pbb
Kofar og kytrur
MYNDLIST Árnastaðir við Seyðisfjörð.
MYND/SIGURÐUR GUTTORMSSON (GALLERÍ ÁGÚST)
Aukatónleikar Í S L E N S K A Ó P E R A N
Fjörug og fróðleg fjölskyldusýning
í Borgarleikhúsinu.
Leikhópurinn Opið út í samstarfi við Borgarleikhúsið.
Ævintýraferð um
undraheima vatnsins
„Sú bábilja…að fræðsla eigi ekki heima í leikhúsi er hér
barin niður með skellihlátri og kærleik til alls sem lifir
og streymir. Yndisleg sýning fyrir börn frá sex eða átta
ára aldri og foreldra þeirra, afa og ömmur.“
María Kristjánsdóttir, eyjan.is
„Bláa gullið er vel unnin, falleg og vel leikin sýning.“
Guðmundur Brynjólfsson, Mbl.
„Tær og falleg sýning fyrir skynsamar verur
frá sex til níræðs.“
Páll Baldvin Baldvinsson, Fbl.
Miðasala er í síma 568 8000 og á borgarleikhus.is
Næstu sýningar· í dag kl. 14
· sunnudag kl. 13