Iðnneminn - 01.09.1967, Side 25

Iðnneminn - 01.09.1967, Side 25
Grípur U.S.A. þá í taumana í nýju Vietnam stríði? Nýtt Viet- nam? Það getur víða orðið Vietnam. Þegar þessi grein er skrifuð er ástandið í Austurlöndum nær mjög alvarlegt. Friðurinn hangir á bláþræði. Fyrir minnstu mis- tök annars livors aðilans getur styrjöld brotizt út milii ísraels og Arabaríkjanna. En er hægt að takinarka slíkt stríð? Stríð, sem hefur áhrif á svo mikilvæg olíulindasvæði Vesturlanda, get- ur auðveldlega breytzt í meiri háttar stríð. Hætta er einnig á að Rússar blandi sér í leikinn. Því um er að ræða svæði, sem hafa mikla hernaðarlega þýðingu fyrir Rússa, sem hafa veitt Egyptalandi og Sýrlandi margvíslegan efnahags- og hernaðar- legan stuðning. ísrael er vafalaust mjög hernaðarlega sterkt nú og baráttuþrekið mikið, en við verðum líka að hafa í huga, að huga að Egyptaland er nú miklu öflugra, en fyrir tíu árum, þeg- ar þessum löndum laust síðast saman. ísraei myndi einnig þurfa að berjast á fleiri vígstöðvum, gegn öðrum Arabaríkjum. En það er til lítils að reyna að gera sér grein fyrir úrslitum slíkrar styrjaldar. Hættan á afskiptum stórveldanna gnæfir yfir allt annað. Og því er það, að maður vonar að stórveldin finni eitthvert ráð til að stöðva þessa ískyggilegu þróun. Hvað snertir Vietnam, virðist stríðið þar ætla að verða eilíft. Bandaríkin hafa stóraukið styrjaldaraðgerðir sínar þar, það sem af er árinu. U Þant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var- aði í vor við því, að verið gæti að Kínverjar blönduðu sér í stríðið og þriðja heimsstyrjöldin gæti blossað upp. Þessum verð- um við að taka, með mikilli alvöru. Vissulega hefur stjórnin í Washington lýst því yfir, að hún hafi ekki hugsað sér að gera innrás í Norður-Vietnam. En hvers virði eru slík heit? í hvert sinn, sem styrjaldaraðgerðir hafa verið auknar hefur stjórnin í Washington gefið svipuð lofurð, en að- gerðirnar brotið í bága við þau. Stríðið fylgir eiginlega lögbund- inni þróun. Washington stjórnin neitar að líta á stríðið sem borgarastyrj- öld, en lítur á það sem innrás úr norðri. Það verður að hegna Norður-Vietnam með sprengjuárásum. En þetta hefur ekki nægt. Stríðið í Suður-Vietnam heldur áfram. Það hefur lengi verið ljóst, að það er ekki unnt að sigra N.-Vietnam með sprengjuárásum. Rökrétt afleiðing væri, að gera þyrfti innrás í N.-Vietnam. En nægir það? í fyrsta lagi verður það ekki auðvelt fyrir Bandaríkin, sem fengju á móti sér mörg hundruð þúsund vel þjálfðara hermanna. Og að baki N.-Vietnam standa Kína og Sovétríkin. í slíkri stöðu þyrfti einnig að gera árás á Kína. Að sjálfsögðu eru margir möguleikar fyrir hendi. Einn er sá að Kínverjar taki í taumana, fyrr en Washingtonstjórnin virðist gera ráð fyrir. Pekingstjórnin hefur margoft lýst yfir, að hún sé reiðubúin að senda sjálfboðaliða til Vietnam, ef óskað verði eftir því. í þessu sambandi skulum við rifja upp, það sem George F. Kennan, amerískur sérfræðingur um utanríkismál og fyrrverandi sendiherra í Moskvu, lét hafa eftir sér í fyrra, í ut- anríkismálanefnd ameríska þingsins. Hann sagði: „Ég held að það sé öruggt, að jafnvel Kínverjar vilji hliðra sér frá stríðinu og að þeir munu gera það meðan þeim finnst ekki, að hern- aðaraðgerðir okkar séu komnar á það stig, að þær geti orðið þeim hættulegar herfræðilega, eða valdið þeim stórfelldum álits- hnekki í augum annarra þjóða. Ég tel að ef sprengjuárásir verði gerðar allt of blygðunarlausar, eða ef við hefjum aðgerðir nærri landamærum Kína, þá munu þeir grípa í taumana ..." Það er að sjálfsögðu erfitt að gera sér grein fyrir, hvernig mál myndu þróast í stríði milli Kína og U.S.A. og veldur þar mest á hver afstaða Sovétríkjanna yrði. Það eru miklar andstæður milli Rússa og Kínverja, en það gæti hugsast að Bandaríkin drægju rangar ályktanir af þessurn andstæðum. Hvað varðar þetta atriði lýsti fyrrnefndur Kennan yfir eftirfarandi: „ Lendum við í stríði við Kínverja, með venju- legum vopnum, í Suð-austur Asíu, trúi ég ekki, að Sovétríkin Iáti það til sín taka opinberlega. En verði kjarnorkusprengjum beitt veit ég satt að segja ekki hvernig almenningsálitið í heim- inum mundi verða, hvernig almenningsálitið hér heima yrði, eða hver afleiðing slíkra átaka yrði. Allt gæti skeð. Það gæti orðið til þess að Sovétríkin drægjust inn í átökin, og ég er hræddur um, að þegar fram í sækti mundu Sovétríkin komast í þá af- stöðu, að þau veru tilneydd að ráðast gegn okkur, af öllu afii ... Við værum þá á barmi hengiflugs, hengiflugs sem við megum ekki færa okkur nær." Þetta eru ummæli sem stjórnarherrunum í Washington væri hollt að hugleiða fyrir haustið. (Þýtt úr Elektrikeren). Sðnnemar Akranesi Framhald af bls. 23. unandi kennslu í meðferð þeirra áhalda og tækja, er að náminu lúta? Eftirlit er ekkert hér og má það furðulegt teljast af hálfu iðn- fræðsluráðs að það skuli ekki fylgjast með því að iðnfulltrúi hverju sinni geri skyldu sína. Ég hef á þessu 3VÍ ári séð iðn- fulltrúa aðeins EINU SINNI hér á vinnustaðnum og þá talaði hann ekki við neinn af nemunum sem hér eru. Slíkt ástand er algjör óhæfa og þarfnast skjótrar úrbótar. Hvert er álit þitt á starfsemi I.N.S.Í.? Mér finnst I.N.S.Í. starfa mjög vel eftir því sem ég þekki til, og mér finnst sjálfsagt fyrir hvert iðnnemafélag að ganga í þessi samtök, og eftir því sem félögin í því eru fleiri, styrkist sam- bandið, og betri aðstaða skapast til að vinna að kjarabótum okk- ur til handa. Hvað segir þú um kynningarstarfsemi milii iðnnemafélaganna í landinu? Mér finnst sjálfsagt að auka kynni milli iðnnemafélaga, og með eflingu á samstarfi hlýtur að batna aðstaða viðkomandi félags á hverjum stað auk þess sem þau eiga auðveldara með samanburð á ýmsum málefnum er upp kunna að koma hjá hverju félagi. Hvernig lýst þér svo á framtíðina í þessari iðn? Framtíðin virðist lofa góðu. Það eru alltaf að bila bílar eins og gengur og þá þarf að gera við þá. Þó er mikill galli á, að ekki skuli vera haft eftirlit með því, að ófaglærðir menn vinni við bæði bifvélavirkjun og annað, sem lærðir menn væru, og sú vinna jafnvel seld á fullu verði. Þetta eru ekkert annað en svik gagnvart okkur, sem leggjum á okkur að ganga í skóla og læra vissa iðngrein, ef svo þessi réttindi sem við fáum eru gerð einskis virði af réttindalausum mönnum, og ekkert er við þv' sagt. IÐNNEMINN 25

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.