Iðnneminn - 01.09.1967, Page 28

Iðnneminn - 01.09.1967, Page 28
HALLDÓR GUÐMUNDSSON viðbótaulAn hIjsnæðismAla stjObmr Eitt þeirra mála, sem INSÍ hefur barizt hvaS mest fyrir á und- anförnum misserum, er aðild iðnnema að viðbótarlánum Hús- næðismálastjórnar. Þetta réttlætismál iðnnema fékk síðan hina herfilegustu útreið í Húsnæðismálastjórn, svo sem iðnnemum er kunnugt. Þar sem nokkur blaðaskrif urðu um málið, og telja má víst að þau hafi ekki komið fyrir sjónir nær allra iðnema, var talið rétt að gefa þeim rúm í Iðnnemanum. AÐ SITJA HJÁ Með júnísamkomulagi því, sem verkalýðsfélögin gerðu við ríkisstjórnina 1965 náði fram að ganga sú krafa, að lán Hús- næðismálastjórnar hækkuðu úr krónum 140 þúsund í 280 þús- und, þá náðist og samkomulag um það að efnalitlir meðlimir verkalýðsfélaga innan Alþýðusambands íslands fengju 75 þúsund króna viðbótarlán. Það blandast engum hugur um það, að þrátt fyrir þessa hækk- un duga þessi lán húsbyggjendum skammt í verðbólgueldinum. Það var því ekki að ófyrirsynju að Iðnnemasamband íslands fór þess á leit við ASÍ, að það hlutaðist til um að iðnnemar fengju aðild að þessum viðbótarlánum verkalýðsfélaganna, þessari málaleitan INSÍ var vel tekið, en til þess að svo megi verða þarf lagabreytingu til. Því var það í vetur að lagt var fram á Alþingi frumvarp þess efnis að iðnnemar fengju aðild að þessum við- bótarlánum. TíLLAGA GUÐMUNDAR VIGFÚSSONAR Flutningsmenn þessa frumvarps voru tveir þingmenn Al- þýðubandalagsins, þeir Hannibal Valdimarsson forseti ASÍ og Geir Gunnarsson. Hefur frumvarpið verið í nefnd á Alþingi, og leitaði sú nefnd ekki alls fyrir löngu umsagnar Húsnæðismála- stjórnar um frumvarpið. í Húsnæðismálastjórn eiga sæti 5 menn frá stjórnmálaflokk- unum, einn frá Alþýðubandalaginu, einn frá Framsóknar- fiokknum, tveir frá íhaldinu og síðast en ekki sízt kratinn Óskar Hallgrímsson, þá tilnefnir Landsbankinn og einn mann í stjórn- ina. Á fundi þar sem tekið var fyrir bréf Alþingis, kom fram tillaga frá Guðmundi Vigfússyni (Alþýðubandalag) þess efnis að Húsnæðismálastjorn mælti með samþykkt frumvarpsins. Til- laga þessi var felld með 3 atkvæðum íhaldsins og Landsbanka- fulltrúans gegn 2, en einn sat hjá. A.fstaða íhaldsins var hvorki verri né betri en búizt hafði verið við, hún var rétt eins og alltaf má vænta úr þeirri átt. FORMAÐUR IÐNFRÆÐSLURÁÐS SAT HJÁ Hinsvegar vakti það furðu þegar í ljós kom hver hafði setið hjá, það var einmitt formaðurinn sjálfur, formaður Ionfrœðslu- ráðs og fyrrverandi iðnnemi, Oskar Hallgrímsson. í umræðum um málið lagðist Óskar Hallgrímsson gegn samþykkt tillögunn- ar, og sýndi að hann var reiðubúinn til þess að leggjast undir íhaldseykið, þó til þess kæmi ekki, þar eð tryggt var, að tillagan yrði felld, þess vegna sat hann hjá. Það er vert að gefa afstöðu og þankagangi þessa fyrrverandi iðnnema nokkurn gaum. Það hlýtur að hafa átt sér stað mikil hugarfarsbreyting hjá formanninum, sem fyrir ekki allmörgum árum stóð í sporum þeirra er nú væntu einhvers af honum, og sem fyrir ekki alllögnu gegndi forustuhlutverki í iðnnemasam- tökunum og ekki kannski sízt fyrir það að formaðurinn hefur verið í tengslum við iðnnema síðusru ár gegnum starf sitt sem formaður Iðnfræðsluráðs. Formaðurinn sem vinnur fjórfalda vinnu til að fá lifað mann- sæmandi lífi, þurfti ekki mikið hugmyndaflug til þess að setja sig inn í fjárhagsaðstæður iðnnema sem standa í húsbyggingum, það þurfti ekki heldur mikinn kjark til þess að veita þessu rétt- lætismáli liðsinni þó að atkvæði hans hefði ekki veitt því braut- argengi (kannski einmitt þess vegna). Iðnnemar munu kunna formanni Húsnæðismálastjórnar, Iðn- fræðsluráðs, Félags rafvirkja, Reykjavík, og borgarfulltrúa Al- þýðufiokksins, Óskari Hallgrímssyni, litla þökk fyrir þessa ein- stæðu ræktarsemi við sitt fyrra stéttarfélag. Halldór Guðmundsson. ATHUGASEMD Herra ritstjóri. Enda þótt ég vilji ekki, þrátt fyrir gefið fordæmi, brjóta þá hefð, að ræða ekki opinberlega ágreiningsmál sem upp koma innan Húsnæðismálastjórnar, langar mig að biðja yður, vegna endurtekinna staðhæfinga í blaði yðar, um afstöðu mína í Hús- næðismálastjórn í sambandi við viðbótarlán til iðnnema, að birta eftirfarandi greinargerð sem ég lét bóka á fundi Húsnæðismála- stjórnar þegar umrætt mál var til meðferðar: „Með því að hér er um að ræða atriði, sem lögleitt var í fram- IÐNNEMINN 28

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.