Fréttablaðið - 28.10.2009, Síða 2

Fréttablaðið - 28.10.2009, Síða 2
2 28. október 2009 MIÐVIKUDAGUR Einfaldaðu utanumhald með verk- og þjónustukerfi Atlassian JIRA og TEMPO tímaskráningu. Farið verður yfir JIRA 4 ásamt Tempo tímaskráningar kerfi og sýnt hvernig hægt sé að straumlínulaga vinnu ferlið allt frá beiðnum yfir í reikninga. Saman eru JIRA og TEMPO öflugt og sveigjanlegt verkstjórn unar- og þjón- ustukerfi sem gerir starfsmönnum og viðskipta vinum kleift að skrá, for- gangs raða og úthluta beiðnum, fylgjast með ferli þeirra, skrá niðurstöður og vinnutíma. Tilvalinn viðburður fyrir fyrirtæki sem þurfa öflugt, sveigjan legt og ódýrt verkbókhaldskerfi. Tímasetning: 8:30 - 9:45 Staðsetning: Urðarhvarfi 6, Kópavogi Morgunverður og þekking í boði TM Software Skráning og nánari upplýsingar: www.tmsoftware.is október Vaknaðu með TM Software Morgunverðarfundur á morgun Ragnar, er þetta fundið fé? „Þetta er lausafé, sem ekki veitir af.“ Smala á villtu sauðfé til slátrunar á fjallhryggnum Tálkna, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Ragnar Jörundsson er bæjarstjóri í Vesturbyggð. SLYS Karlmaður á sextugsaldri lést í umferðarslysi sem varð á Fljótdalshéraði á afleggjaranum að bænum Hlíðarhúsum í Jökuls- árhlíð. Ökumaður dráttarvélar ók út af veginum og valt hún í Fögruhlíðará, en vélin var hálf í kafi í ánni þegar að var komið. Rannsóknarnefnd umferðar- slysa telur líklegast að ofkæling hafi valdið dauða mannsins. Ekki er vitað með vissu hvort slysið átti sér stað um nóttina eða í gærmorgun, en maðurinn fannst skömmu eftir hádegi í gær. - shá Maður á sextugsaldri lést: Banaslys á Fljótsdalshéraði Ákærður fyrir hótanir Tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir ítrekaðar hótanir í garð lögreglu- konu. Meintar hótanir áttu sér stað í fyrrasumar í Hafnarfirði. DÓMSTÓLAR SPURNING DAGSINS SKIPULAGSMÁL „Það er aldrei að vita nema maður skelli sér bara út í og vígi þetta,“ segir Kjartan Magnús- son, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs. Smíði stálþils milli grunna og djúpa hluta Vesturbæjarlaugarinnar, sem ætlað er að hækka hitastigið í grunna hlutanum sem gjarnan er nefndur barnalaugin, lauk í gær. Þá hefur hitunarbúnaður grunnu laugarinnar verið endurnýjaður. Íþrótta- og tómstundaráð sam þykkti tillögu þessa efnis í septem ber á síðasta ári. Þá höfðu um hríð borist kvartanir frá viðskipta- vinum laugarinnar vegna kulda í barnalauginni. „Svona mál verður auðvitað að fara í gegnum allt kerfið, en það er mjög ánægjulegt að þessu sé lokið,“ segir Kjartan. Aðspurður segir Kjartan kostnað- inn við framkvæmdirnar vera fjórar til fimm milljónir króna. Kjartan segir framtíðarskipu- lagstillögur fyrir laugina enn gera ráð fyrir byggingu sundlaugarhúss með innisundlaug og líkamsræktar- stöð. Ráðið muni funda um fram- gang þess máls í nóvember. - kg Smíði stálþils milli grunna og djúpa hluta Vesturbæjarlaugarinnar lokið: Hlýrri barnalaug í Vesturbæ STÁLÞIL Kjartan Magnússon borgarfulltrúi taldi ekki loku fyrir það skotið að hann myndi vippa sér ofan í hlýja barnalaug þegar vatnið væri komið ofan í. Starfsmenn laugarinnar munu prófa sig áfram með hitastigið næstu daga. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N STÓRIÐJA Álfyrirtæki á Íslandi greiddu samtals um 1,9 milljarða í tekjuskatt og tryggingagjald á síðasta ári. Þetta segir Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjár- málaráðherra og fyrrverandi ríkisskattstjóri, og vísar til upp- lýsinga frá embætti Ríkisskatt- stjóra. Fjármálaráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um þetta eftir að haft var eftir Tómasi Má Sig- urðssyni, forstjóri Alcoa á Íslandi, í Morgunblaðinu að beinar skatt- greiðslur fyrirtækisins í fyrra hefðu numið um fjórum milljörð- um króna, að ónefndum hafnar- gjöldum og raforkureikningum. „Ég veit ekki hvað Tómas Már á við,“ segir Indriði. „En við báðum bara um upplýsingar frá Ríkis- skattstjóra, um hver álagning- in á álfyrirtækin hefði verið í ár og í fyrra, því að þessi stóra tala kom okkur dálítið spánskt fyrir sjónir miðað það sem við töldum okkur vita.“ Í ljós hafi komið að í fyrra hafi öll álfyrirtæki á Íslandi greitt samtals 1.335 milljónir í tekju- skatt og 566 milljónir í trygg- ingagjald, samtals 1.901 milljón. Fyrirtækin eru átta ef bæði eru talin rekstraraðilarnir og eignar- haldsfélögin sem þá eiga. Ekki fæst gefið upp hversu mikið ein- stök fyrirtæki greiddu í skatt. Tómas Már segir að hægt hafi verið að misskilja það þegar hann hafi talað um beinar skatt- greiðslur í viðtalinu í Morgun- blaðinu, þar sem hann brást við ræðu félagsmálaráðherra á árs- fundi ASÍ. „Ég var að tala um beinar tekj- ur opinberra aðila af starfsemi Alcoa Fjarðaáls, í gegnum hinar ýmsu leiðir sem skatturinn berst opinberum aðilum,“ segir Tómas. Þar eigi hann meðal annars við skattgreiðslur af launum starfs- manna, gjöld sveitarfélaga og fleira. Að teknu tilliti til þess standi upphæðin, tæpir fjórir milljarð- ar, óhögguð. Inni í þeirri tölu séu hafnargjöld. Þá eigi hins vegar eftir að taka saman afleiddar skatttekjur af þjónustunni sem þeir kaupa annars staðar, en Alcoa Fjarðaál keypti þjónustu fyrir um tíu milljarða í fyrra. Raforkukaup séu einnig undanskilin. „Þannig að þetta er í raun miklu meira þegar allt er talið,“ segir Tómas. stigur@frettabladid.is Skattar álfyrirtækja 1,9 milljarðar í fyrra Álfyrirtæki á Íslandi greiddu samtals 1,9 milljarða í tekjuskatt og tryggingagjald í fyrra. Fjármálaráðuneytið óskaði upplýsinga um þetta eftir að forstjóri Alcoa sagði í viðtali að fyrirtækið hefði greitt um fjóra milljarða í beina skatta í fyrra. ÁLVER ALCOA Í REYÐARFIRÐI Tómas Már segir að það standi óhaggað að beinar tekjur opinberra aðila af starfsemi álversins hafi verið tæpir fjórir milljarðar í fyrra. MYND/ALCOA INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON TÓMAS MÁR SIGURÐSSON SAMFÉLAGSMÁL Um fimm þúsund íslensk börn eru lögð í einelti á hverju ári, að meðaltali tvö börn í hverjum bekk í grunnskóla. Þetta sýna rannsóknir. Í gær var blásið til sérstaks átaks gegn einelti á vegum samtakanna Heimilis og skóla, undir yfirskriftinni Stoppum einelti strax. Forsvarsmenn átaksins segja að aldrei sé eins mikilvægt og nú að vera vel á verði gagnvart einelti. Líklegt sé að fórnarlömbum ein- eltis fjölgi í þjóðfélagsástandi eins og því sem nú ríkir, vegna þess að ójöfnuður og fátækt séu þættir sem öllu jafna ýta undir einelti. Afleiðingar eineltis geti fylgt þolendum alla ævi, þeir séu lík- legri til að eiga við geðræn vanda- mál að stríða, flosni upp úr námi og eigi oft erfitt með að fóta sig á vinnumarkaðnum. Þá séu sjálfs- víg algeng og afleiðingarnar hafi sums staðar brotist út í því að þol- endurnir hafi ráðist á skólafélaga sína. Dæmi um það séu skotárásir í erlendum skólum. Þá séu gerendur líklegri en aðrir til að stríða við andfélagslega hegðun á fullorðins- árum, fremji frekar glæpi og neyti fíkniefna. Langstærstur hluti þeirra for- eldra sem leita til Heimilis og skóla á ári hverju gerir það vegna þess að börn þeirra eru lögð í einelti. - sh Fátækt og ójöfnuður sem fylgir ríkjandi þjóðfélagsástandi ýtir undir einelti: Fimm þúsund börn eru lögð í einelti ÁTAKINU ÝTT ÚR VÖR Sjöfn Þórðar- dóttir, formaður Heimilis og skóla, afhenti Ögmundi Jónassyni, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og Ingibjörgu Baldursdóttur, móður pilts sem svipti sig lífi vegna eineltis, nýtt fræðsluhefti um einelti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEILBRIGÐISMÁL Staðfest var í gær að nokkur svín á svínabúinu að Minni-Vatnsleysu væru sýkt af svínaflensu. Ekki verður gripið til sérstakra ráðstafana vegna þessa, að öðru leyti en því að reynt verður að einangra pestina við þetta tiltekna svínabú. Ljóst þykir að svínin hafi sýkst vegna umgengni við veikt starfsfólk. Engar líkur eru á að veikjast við það að neyta svínakjöts. Átta liggja nú á gjörgæslu vegna svínaflensunnar. Alls eru tæplega fjörutíu á spítala vegna flensunnar, sem er þó í rénun að mati Haraldar Briem sóttvarna- læknis. - sh Smituðust af starfsfólki: Svínin eru með svínaflensuna LÖGREGLUMÁL Talið er mögulegt að stórbruni í gamla fiskmarkaðnum á Grundarfirði í lok ágúst tengist umfangsmiklu mansalsmáli sem lögreglan á Suðurnesjum rann- sakar nú. Þetta kom fram í frétt- um RÚV í gær. Einn mannanna sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna mansals- málsins keypti helming fiskmark- aðarins í ágúst og er nú grunaður um að hafa kveikt í til að svíkja út tryggingar. Rannsókn á mansalsmálinu kom upp þegar nítján ára litháísk stúlka kom hingað til lands fyrir rúmum tveimur vikum. Það hefur síðan undir mjög upp á sig og snýst nú um skipulagðra glæpa- starfsemi á mörgum sviðum. Sjö eru nú í varðhaldi vegna þess. - sh Meint svik á Grundarfirði: Bruni tengdur mansalsmálinu HAAG Réttarhöld yfir Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníuserba, hófust í gær þrátt fyrir fjarveru sak- borningsins. Karadzic lét ekki sjá sig í réttarsalnum annan daginn í röð. Hann hyggst verja sig sjálfur og segist þurfa marga mánuði til viðbótar til að undirbúa sig. Dómari sagði að Karadzic hefði ákveðið að nýta sér rétt sinn til að vera fjarstaddur og þyrfti að taka afleiðingunum af því. Í kjöl- farið fluttu sækjendur opnunar- ávörp sín. Karadzic á lífstíðardóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur um þjóðarmorð, stríðs- glæpi og glæpi gegn mannkyninu í Bosníustríðinu 1992 til 1995. - sh Skrópaði annan daginn í röð: Hafist handa án Karadzic RADOVAN KARADZIC VINNUMARKAÐUR Enn var ekki komið í ljós hvort kjarasamning- ar á almennum vinnumarkaði yrðu framlengdir þegar Frétta- blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Þó töldu forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusam- bandsins það líklegra en hitt. Á ellefta tímanum biðu þeir eftir Steingrími J. Sigfússyni fjár- málaráðherra og lokatexta yfir- lýsingar stjórnvalda varðandi stöðugleikasáttmálann. Viðræður þokuðust lítið áfram fram eftir degi í gær og svart- sýni ríkti. Nokkur skriður komst á málið þegar stjórnvöld höfðu tekið tillit til nokkurra þeirra atriða sem staðið höfðu í vegi fyrir því að stöðugleikasátt og samningar lifðu kvöldið. - shá Stöðugleiki og samningar: Líklegt talið að samningar haldi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.