Fréttablaðið - 28.10.2009, Blaðsíða 4
4 28. október 2009 MIÐVIKUDAGUR
Ávarp.
Júlíus Vífi ll Ingvarsson, formaður skipulagsráðs
Endurskoðun aðalskipulags.
Haraldur Sigurðsson, verkefnisstjóri
Gæði byggðar.
Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri
Manngert umhverfi - drög að gæðastefnu.
Halldóra Vífi lsdóttir, arkitekt
Hæðir húsa. Mótun stefnu.
Ágústa Sveinbjörnsdóttir, arkitekt
Umræður
Morgunfundur um endurskoðun aðalskipulags í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, 29. október kl. 08.30 - 10.00
STJÓRNSÝSLA Aðgerðir sem gripið
var til um mitt ár til að hemja
kostnað og bæta afkomu ríkis-
sjóðs hafa ekki skilað tilætluðum
árangri, að mati Ríkisendur-
skoðunar.
Heildargjöld ríkisins á árinu
eru nú áætluð 33 milljörðum
króna hærri en fjárlög ársins
kváðu á um. Þau verða 589 millj-
arðar í stað 556 milljarða í fjár-
lögum. Munur inn skýrist til jafns
af hærri vaxtagjöldum og hærri
gjöldum ráðuneyta, að sögn Ríkis-
endurskoðunar.
Skýrsla stofnunarinnar um
framkvæmd fjárlaga fyrstu átta
mánuði ársins kom út í gær. Í
henni segir að almennt hafi ekki
verið farið að tilmælum Ríkis-
endurskoðunar frá því um mitt
ár um tafarlaus viðbrögð til að
bæta stöðu stofnana sem glíma
við rekstrarvanda. Þó eru þrjár
stofnanir nefndar þar sem rekstur
hefur verið tekinn föstum tökum:
Háskólinn á Akureyri, Námsmats-
stofnun og Raunvísindastofnun HÍ.
Ástandið er hins vegar hvað verst
hjá Landspítalanum, Landbúnaðar-
háskólanum og Hólaskóla.
Í skýrslunni segir að ráðuneytin
hafi gefið undirstofnunum sínum
mismunandi skilaboð um hvernig
farið skuli með ónýttar fjárheim-
ildir frá síðasta ári. Sum ráðuneyti
hafi sett skorður við nýtingu slíkra
heimilda en önnur leyft að þær væru
fluttar milli ára. Ríkisendurskoðun
gagnrýnir að stjórnvöld hafi ekki
samræmt ákvarðanir í þessu efni.
Þá gagnrýnir stofnunin að
hvorki sé fjallað um skuldbind-
ingar vegna Icesave í fjárlögum
né fjáraukalögum.
bjorn@frettabladid.is
Niðurskurðarhnífnum ekki
beitt af nægjanlegri hörku
Ríkisendurskoðun vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar í skýrslu um framkvæmd fjárlaga. Ekki var farið
að tilmælum um að bæta rekstur stofnana í vanda. Aðhald og eftirlit með rekstri Landspítalans er veikt.
Úr umsögnum í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar um valdar ríkisstofnanir:
Landbúnaðarháskólinn
Ekki hefur verið brugðist við vanda
skólans með fullnægjandi hætti og
er staðan óviðunandi. Rektor var
nýlega endurskipaður og verður því
að telja að menntamálaráðuneytið
líti svo á að framúrkeyrsla undan-
farinna ára sé ekki á hans ábyrgð. Að
mati Ríkisendurskoðunar er nauðsyn-
legt að minnka þjónustu verulega
eða hækka fjárheimildir varanlega.
Hólaskóli
Rektor hefur aftur tekið við rekstrin-
um eftir að tilsjónarmaður greindi
vandann, vatt ofan af skuldum
og vann rekstraráætlun. Að mati
Ríkisendurskoðunar er nú hafin loka-
tilraun rektors til að reka skólann
innan fjárveitinga.
Menntaskólinn á Ísafirði
Ríkisendurskoðun telur tímabært að
tilsjónarmaður verði skipaður með
rekstri skólans.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Reiknað er með að skólinn verði
rekinn með halla á árinu og að
uppsafnaður halli aukist. Þetta er
óviðunandi staða að mati Ríkis-
endurskoðunar.
Listasafn Íslands
Vegna minnkandi styrkja frá einka-
aðilum hafa tekjur safnsins dregist
verulega saman miðað við árið 2008.
Unnið hefur verið að því að draga
úr kostnaði til að mæta minnkandi
tekjum.
Landspítali
Útlit er fyrir að uppsafnaður halli
verði 2,8 milljarðar í árslok. Af
hallarekstri ársins er tæplega helm-
ingur vegna hærri launakostnaðar
en gert var ráð fyrir. Í frumvarpi til
fjárlaga 2010 birtist skýr krafa um
niðurskurð. Það er mat Ríkisendur-
skoðunar að aðhald og eftirlit
heilbrigðisráðuneytisins með rekstri
spítalans sé veikt, ólíkt því sem á
við um langflestar aðrar heilbrigðis-
stofnanir. Ráðuneytið hefur hvorki
gefið skýr fyrirmæli um hvernig á að
skerða þjónustu né tryggt spítalan-
um auknar fjárveitingar.
Útlendingastofnun
Í árslok 2008 nam uppsafnaður
halli stofnunarinnar átján milljónum
króna og hefur aukist töluvert það
sem af er þessu ári. Hallinn skýrist af
hærri útgjöldum vegna dvalarkostn-
aðar hælisleitenda en gert var ráð
fyrir í fjárlögum en hælisleitendum
hefur ekki fækkað eins og áætlanir
stóðu til. Dómsmálaráðuneytið
hefur óskað eftir 32 milljóna króna
aukafjárveitingu vegna vandans en
óvíst er hvort hún fæst. Ef hún fæst
ekki er ljóst að draga þarf verulega
úr rekstrar- og launakostnaði stofn-
unarinnar.
HARÐORÐAR UMSAGNIR UM STÖÐU EINSTAKRA STOFNANA
LANDSPÍTALINN Ríkisendurskoðun telur heilbrigðisráðuneytið draga lappirnar í
ákvörðunum um Landspítalann. Eftirlit þess með rekstrinum er sagt veikt.
HAFRANNSÓKNIR Fyrstu niður-
stöður benda til þess að íslenska
sumargots síldin sé ennþá sýkt.
Þetta staðfesta sérfræðingar Haf-
rannsóknastofnunar.
Nýlega hófst síldarleit á vegum
Hafró í samstarfi við útgerðir.
Útbreiðsla síldarinnar verður
skráð og sýni hafa verið tekin til
þess að meta sýkingu í stofninum
en þau eru rannsökuð af starfs-
mönnum Hafró. Leitarsvæðið nær
allt frá Langanesi, suður og vest-
ur um og norður fyrir Vestfirði.
Stefnt er að því að meta stofn-
stærð síldarinnar og ástand
stofnsins, en talið er að allt að
þriðjungur hans hafi drepist af
völdum sýkingar. - shá
Síldarleit stendur yfir:
Síldin er ennþá
sýkt að hluta
SÍLDVEIÐI Í VESTMANNAEYJAHÖFN Kap
VE veiddi síld sem safnaðist í höfnina í
vetur. Mikið af henni var sýkt.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
JAFNRÉTTISMÁL Ísland er það land
sem hefur náð hvað mestum fram-
förum í að jafna hlut kynjanna, og
slær þar með Noreg af toppnum,
samkvæmt nýrri könnun Alþjóða-
efnahagsráðsins, World Economic
Forum
Könnunin nær til 134 landa
og mælir jafnrétti kynjanna
þegar kemur að menntun,
stjórnmálum, viðskiptalífi,
heilsu og lífslíkum.
Ástæðan fyrir því að
Ísland tyllir sér nú á topp könnunar-
innar er sú að konur hafa brotið sér
leið inn í hátt settar stöður í þjóð-
félaginu. Ísland, Noregur, Finnland
og Svíþjóð eru þau lönd sem hafa
jafnað bilið á milli kynjanna hvað
mest. Í Bretlandi, Bandaríkjunum
og Þýskalandi hefur hlutfall kynj-
anna farið aftur. Bretland féll um
tvö sæti, niður í það fimmtánda,
og Bandaríkin um þrjú sæti niður
í það 31, þar sem konur taka nú
minni þátt í viðskiptalífinu
en áður. Þýskaland féll um
eitt sæti, niður í það tólfta,
þar sem þátttaka kvenna í
stjórnmálum hefur farið
þverrandi. Ítalía er lægst
Evrópuþjóða þegar kemur að jafn-
rétti kynjanna, situr í 72. sæti.
Samkvæmt könnuninni urðu að
meðaltali mestu framfarirnar á
milli ára í heilbrigðis- og mennta-
málum í löndunum 134. Hins vegar
varð mikið bakslag í atvinnu- og
launaþróun eða um sextíu prósent
á milli ára. - kh
Ný könnun World Economics Forum sem mælir hlut kvenna í þjóðfélaginu:
Jafnrétti kynjanna mest á Íslandi
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
Forsætisráðherra er meðal
þeirra sem hífa Ísland upp
á topp tíu þegar jafnrétti
kynjanna er mælt.
TOPP FIMM
LISTI YFIR JAFNRÉTTI
1. Ísland
2. Finnland
3. Noregur
4. Svíþjóð
5. Nýja-Sjáland
LANDBÚNAÐUR Landssamband
sauðfjárbænda hafnar orðum
Harðar Harðarsonar, formanns
Svínaræktarfélags Íslands, um að
ríkið greiði fyrir auglýsingar og
kynningu á íslensku lambakjöti.
Hörður sagði í frétt blaðsins
í gær að samkeppnisskilyrði
svínabænda væru skert þar sem
þeir hefðu ekki sömu tækifæri
til kynningarstarfs og sauðfjár-
bændur vegna ríkisstyrktra aug-
lýsinga á lambakjöti.
Þessu hafna sauðfjárbændur
og vilja koma á framfæri að það
sé Markaðsráð kindakjöts sem
standi fyrir markaðsstarfi sauð-
fjárræktarinnar. - shá
Sauðfjárbændur mótmæla:
Ríkið borgar
ekki kynningar
DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs-
aldri játaði í gær að hafa sparkað
í sköflunginn á ungum lögreglu-
manni og hrækt í andlitið á öðrum.
Ákæra vegna þessa var þingfest
á hendur manninum í Héraðsdómi
Norðurlands eystra í gær. Hann
játaði sök á staðnum og var málið
dómtekið í kjölfarið.
Brotin framdi maðurinn í ágúst
síðastliðnum í lögreglubíl við
Bæjar fjall ofan við Upsakirkju-
garð á Dalvík. - sh
Ungur maður játar brot:
Hrækti í andlit
lögreglumanns
GENGIÐ 27.10.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
236,6648
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
123,66 124,26
203,13 204,11
184,06 185,08
24,725 24,869
21,905 22,035
17,924 18,03
1,3448 1,3526
196,63 197,81
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
24°
18°
11°
8°
14°
15°
18°
9°
9°
24°
18°
20°
16°
32°
7°
18°
17°
6°
Á MORGUN
8-13 m/s S- og V-til,
annars hægari.
FÖSTUDAGUR
Víða 5-10 m/s.
5
4
2
4
2
4
5
6
7
7 10
8
9
11
8
6
9
7
12
13
0 8
10
7
6
8
10
57
10
8
MILT OG BLAUTT
Veður fer heldur
hlýnandi í dag,
einkum norðan-
lands, og á morgun
verður hitinn víðast
á bilinu 6-13 stig.
Það er þó útlit
fyrir þungbúnu og
vætusömu veðri
næstu daga, en
vindur verður
yfi rleitt nokkuð
skaplegur.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður