Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.10.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 28.10.2009, Qupperneq 6
6 28. október 2009 MIÐVIKUDAGUR Open source Minni framleiðni Aukinn kostnaður Tæknilausnir Nýsköpun Verð og virði Tækifæri Trúarbrögð Hugbúnaður Kerfisrekstur Veruleikinn Er opið alltaf rétt? Ráðstefna föstudaginn 30. október 2009 > Stærsta ráðstefnan sem haldin hefur verði hérlendis um heitasta málefni upplýsingatækninnar um þessar mundir! > Felur opinn hugbúnaður í sér einhverja þá lausn sem fyrirtæki geta nýtt sér? > Hvað ber að varast í opnum hugbúnaði og hvenær er séreignarhugbúnaður rétta leiðin án spurningar. Ráðstefnan er opin öllum og er haldin í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6. Ráðstefnugjald er 9.500 kr. Fyrir félagsmenn FT og nema er ráðstefnugjaldið 3.500 kr. Dagskrá og skráning á http://www.ft.is Síðustu forvöð að skrá sig! SAMGÖNGUMÁL Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur hefur stofnað starfshóp sem finna á leiðir til að gera Reykjavík for- ystuborg í rafbílavæðingu. For- svarsmenn borgarinnar telja kjöraðstæður fyrir hendi til að gera borgarbúum fært að reka rafbíla á hagkvæman hátt. Starfshópurinn mun gera áætlun um rafbílavæðingu og kanna aðstæður til að innleiða hleðslukerfi í borginni. Kostur- inn við raforkuna er að hún er innlend, endurnýjanleg, ódýr og einnig mun draga verulega úr loft mengun og losun gróður- húsalofttegunda, eins og segir í tilkynningu frá borginni. Hópurinn á að skila skýrslu ásamt tillögum í mars næstkom- andi. - shá Samgöngur í borginni: Reykjavík leiði rafbílavæðingu FRAMTÍÐARSÝN Borgaryfirvöld telja raunhæft að Reykjavík leiði rafbílavæð- ingu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN ORKUMÁL Mikil óvissa ríkir um hve mikla orku úr jarðhita er að finna á Reykjanesinu og það er óheppi- legt þegar rætt er um að öll orka fyrir álverið í Helguvík þurfi að koma af Reykjanesinu sjálfu, segir Guðni A. Jóhannesson orkumála- stjóri. Slík nálgun leiði ekki af sér sjálfbæra nýtingu jarðhitakerfis- ins. „Við viljum ekki endilega taka eitt eða tvö jarðhitasvæði og full- nýta þau fyrir eitthvert eitt iðn- fyrirtæki. Við viljum hafa fleiri svæði á land- inu undir, þar sem er verið að virkja og þróa sig áfram hverju sinni. Við vilj- um byrja á því að virkja fleiri jarðhitakerfi og gera það hægar. Eftir því sem við virkjum þau hægar þeim mun betra. Við virkjum minni áfanga í einu og lærum á svæðið áður en við bætum við,“ segir hann. Annað myndi gilda ef um vatns- aflsvirkjanir væri að ræða, þar sem orkuöflun úr þeim megi reikna auðveldlega út. „En það er í raun ekkert vitað [um orkumagnið] fyrr en byrjað er að virkja. Ef við skoðum virkj- unarsögu Hengilsins sýnir hún að sum verkefni hafa gefið minna af sér en spár gerðu ráð fyrir, en önnur meira,“ segir Guðni. „Það eina sem við höfum á að byggja er reynsla okkar þaðan sem nú þegar er búið að virkja.“ Mikil óvissa er um orkuna á Reykjanesi Orkumálastjóri er ekki hrifinn af því að rætt sé um að knýja Helguvík einungis með orku af Reykjanesi. Því hægar og víðar sem farið sé í jarðhitanýtingu, þeim mun betra. Ágeng orkunýting þurfi ekki endilega að vera ósjálfbær. VIRKJAÐ Á REYKJANESI Orkumálastjóri telur óheppilegt að ræða um að öll orka fyrir álver í Helguvík komi frá Reykanesinu, enda séu miklir óvissuþættir tengdir jarðhitanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GUÐNI ALBERT JÓHANNESSON Spurður hvort sjálfbærni sé höfð í hávegum í núverandi orkunýtingu á Reykjanesi eða hvort þar sé stunduð svokölluð ágeng nýting, segir orku- málastjóri: „Ágeng jarðvarmavinnsla er hugtak sem var fundið upp nýlega og þýðir að jarðhitakerfi eru nýtt þannig að þau til dæmis kólna með tímanum en eru svo hvíld og notuð aftur. Þetta er önnur aðferð en að nýta jarðvarma- kerfi þannig að þau kólni ekki og geti skilað sama afli yfir langan tíma. Það er hins vegar ekki gefið að ágeng vinnsla sé ekki sjálfbær ef hún er gerð með hléum. Þetta er í raun bara öðruvísi vinnsluaðferð.“ Hann tekur dæmi af Strokki: „Þegar hann er látinn gjósa í ein- hvern tíma er það ágeng vinnsla þangað til hann endurfyllist átta mínútum síðar.“ Fylgst sé með nýtingunni á hverj- um stað og þess gætt að ekki komi til þess að orkuvinnslan detti niður vegna ofnýtingar. HVAÐ ER SJÁLFBÆRNI? Reynslan af jarðhitavirkjunum síðustu tíu ára eða svo gefi þó til- efni til bjartsýni. Hún hafi gengið mjög vel. „Við höfum fengið meira úr jarðhitavirkjunum frekar en hitt, þótt það hafi verið breyti- legt í einstökum virkjanaáföng- um. Við getum sagt að þegar við förum að virkja svæðin sjáum við meiri möguleika í þeim en áður,“ segir hann. klemens@frettabladid.is STJÓRNMÁL Þing Norðurlandaráðs stendur nú yfir í Stokkhólmi. Þingið sitja alþingismenn- irnir Helgi Hjörvar, Sig- ríður Ingibjörg Ingadóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Siv Friðleifs- dóttir, Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson auk nokkurra ráðherra. Ísland fer með formennsku í Norðurlandaráði á næsta ári og verður næsti forseti þess íslenskur. Samkvæmt upplýsing- um Fréttablaðsins verður það að öllum líkindum Helgi Hjörv- ar, þingmaður Samfylkingarinn- ar. Hann er nú formaður Íslands- deildar Norðurlandaráðs. Norðurlandaráðsþing verður haldið í Reykjavík að ári. - bþs Þing Norðurlandaráðs: Helgi Hjörvar næsti forseti HELGI HJÖRVAR Sótti vélarvana bát Eitt af björgunarskipum Landsbjargar, Húnabjörgin frá Skagaströnd, var kall- að út á níunda tímanum í gærmorg- un vegna vélarvana báts. Húnabjörgin kom að bátnum á ellefta tímanum og tók hann í tog. Skipin komu til hafnar á Skagaströnd síðdegis. Báturinn var á línuveiðum á Kolkugrunni um 35 mílur úti af Skagaströnd. ÖRYGGISMÁL LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að hafa flutt hingað til lands ríf- lega 760 grömm af amfetamíni 23. október síðastliðinn. Maður- inn mun sitja í varðhaldi til 2. nóvember hið minnsta. Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins frá Kaup- mannahöfn og við skoðun á honum komu fram vísbendingar um að hann hefði haft eitthvað límt við líkama sinn, sem hann hefði losað sig við áður en hann fór í gegnum tollhliðið. Fíkni- efnin fundust svo á salerni flug- vélarinnar. - sh Úrskurðaður í gæsluvarðhald: Faldi fíkniefni á flugvélarsalerni KJÖRKASSINN Á ríkið að kaupa af bönkunum listaverk sem talin eru mikilvæg fyrir íslenska listasögu? Já 39% Nei 61% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur svínaflensan áhrif á neyslu þína á svínakjöti? Segðu skoðun þína á visir.is. NÍGERÍA Yfirvöld í Nígeríu hafa skorið upp herör í baráttunni gegn netsvindli – svoköll- uðum Nígeríubréfum – sem streymt hafa frá landinu síðustu ár. Lögregluyfirvöld í Nígeríu segjast þegar hafa lokað þúsund vefsíðum sem geyma slíka bréf og handtekið átján manns. Aðgerðin, sem gengur undir nafninu Aðgerð Arnarkló, er nýhafin og búist er við að hún verði komin á fullt á næsta ári. Lík- legt þykir að mun fleiri verði handteknir. Fullvíst er talið er að þeir sem standa að baki bréfunum hafi haft margar milljónir dollara upp úr krafsinu. Aðgerðin er að sögn Farida Waziri, for- manni nefndar gegn viðskipta- og efnahags- glæpum, ekki einungis hugsuð til að koma í veg fyrir netglæpi heldur einnig til að reyna að endurvekja orðspor Nígeríu sem hafi orðið illa úti vegna Nígeríubréfanna. „Aðgerðin mun koma Nígeríu af lista yfir þau lönd þar sem mest netsvindl er stundað,“ sagði Waziri. Hún segir yfirvöld í Nígeríu starfa með tölvurisanum Microsoft til að uppræta bréf- in og býst við að hægt verði að stöðva allt að fimm þúsund ný svindlbréf í hverjum mán- uði. Þá býst hún við að senda yfir 230 þús- undir tölvupósta í hverjum mánuði þar sem varað verður við Nígeríubréfunum. - kh Baráttan gegn netsvindli nær nýjum hæðum í Nígeríu með aðgerð Arnarkló: Stjórnvöld skera upp herör gegn Nígeríubréfum NÍGERÍUBRÉF Svindlbréf frá Nígeríu hafa oft ratað hingað til lands. Yfirleitt er fólki lofað gull og grænir skógar í staðinn fyrir smá viðvik sem reynist hins vegar vera svik.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.