Fréttablaðið - 28.10.2009, Qupperneq 10
10 28. október 2009 MIÐVIKUDAGUR
Það er
800 4000 • siminn.is
VIST
Öryggi og
hagræðing
í rekstri
Með fyrirtækið í VIST getur þú dregið úr kostnaði um leið og þú
færð trausta þjónustu sem tryggir öryggi gagna og aðgengi að
nauðsynlegum upplýsingum. Í VIST er heimasvæði fyrirtækisins hýst
á netþjónum Símans sem eykur samnýtingu skjala og öryggi gagna.
Með reglulegri afritun og vírusvörnum er öryggi tryggt enn frekar.
Fyrirtækjapósturinn í VIST veitir starfsmönnum aðgang að póstinum
hvar sem er, auk þess sem hægt er að deila
dagbókum, tengiliðum og verkefnum.
Veldu hagkvæma og örugga VIST fyrir fyrirtækið þitt.
Villuboðin heyra sögunni til
– þú heldur bara áfram að vinna
VIST fyrir fyrirtækið þitt
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
9
4
6
9
LÖGREGLUMÁL Unnið er að lögfest-
ingu brottvísunar eða „austurrísku
leiðarinnar“ í dómsmálaráðuneyt-
inu.
Þetta kom fram í máli Ásu
Ólafsdóttur, aðstoðarmanns dóms-
mála- og mannréttindaráðherra,
á fræðafundi lagadeildar Háskól-
ans í Reykjavík í gær. Aðrir frum-
mælendur á fundinum voru Stefán
Eiríksson, lögreglustjóri á höfuð-
borgarsvæðinu, og Sigþrúður Guð-
mundsdóttir, framkvæmdastýra
Kvennaathvarfsins.
Ísland er nú eina Norðurlanda-
þjóðin sem ekki hefur brottvísunar-
úrræði í lögum.
Ása telur að brottvísunarákvæðið
styrki verulega lög um nálgunar-
bann sem tóku gildi í upphafi
þessa árs. Hún telur nauðsyn-
legt að brottvísunarákvæðið fylgi
nálgunarbanninu og bendir á að í
nágrannalöndum okkar hafi brott-
vísunarákvæðið komið í kjölfar
lagasetningar um nálgunarbann.
Ása telur brottvísunina gott tæki
en spáir því jafnframt að það verði
ekki mikið notað.
Stefán Eiríksson telur að brott-
vísunarákvæðið hafi reynst vel í
þeim löndum þar sem það hefur
verið tekið upp. Hann tók undir
það sjónarmið Ásu að líklegt væri
að brottvísunarákvæðinu yrði beitt
í fáum tilvikum en aðeins eitt tilvik
þar sem brottvísun væri lausn rétt-
lætti lögleiðingu hennar.
Sigþrúður Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastýra Kvenna athvarfsins,
benti á að ábyrgðin ætti að liggja
þar sem hún ætti heima, hjá
ofbeldis manninum. Að hennar
mati er það óviðunandi að kona sem
verði fyrir heimilisofbeldi, og börn
hennar, þurfi að glíma við hvunn-
daginn í framandi umhverfi á sama
tíma og tekist er á við gerbreyttar
Lögfesting austurrísku leiðarinnar á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar:
Ofbeldismaður víki í stað brotaþola
SIGÞRÚÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIRSTEFÁN EIRÍKSSONÁSA ÓLAFSDÓTTIR
Austurríska leiðin eða brottvísun er lagaheimild sem gerir lögreglu kleift að fjar-
lægja ofbeldismann af heimili sínu og banna komur hans þangað um tiltekinn
tíma. Aðferðin var lögfest í Austurríki árið 1997 og varð til þegar Austurríkis-
menn stóðu frammi fyrir því að opna tuttugasta kvennaathvarfið í landinu.
AUSTURRÍSKA LEIÐIN
aðstæður og framtíðarsýn, eins og
gerist hjá konu sem hefur ákveðið
að segja skilið við heimilisofbeldi.
Sigþrúður leggur áherslu á að
ofbeldismaður sé fjarlægður af
heimili en að honum sé boðin hjálp
til að takast á við erfiðleika sína og
jafnvel athvarf til að búa í. - ss
1. Hver á og rekur álver í
Straumsvík?
2. Hvað heitir nýjasta skáld-
saga Arnaldar Indriðasonar?
3. Hvaða þingmaður afþakkar
260 þúsund króna formanns-
álag ofan á þingfararkaupið?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26
STJÓRNMÁL Bankasýsla ríkisins
hefur skipað valnefnd til að til-
nefna fulltrúa ríkisins til setu í
stjórnum bankanna.
Í nefndinni sitja Kristín Rafnar,
forstöðumaður í Kauphöllinni,
Friðrik Már Baldursson, forseti
viðskiptadeildar HR, og Helga Val-
fells, sérfræðingur hjá Nýsköpun-
arsjóði.
Fólk sem hefur áhuga á að sitja í
stjórn banka og telur sig uppfylla
hæfisskilyrði getur gefið kost á
sér á vefsetri sem Bankasýslan
er að koma sér upp. Þá leitar val-
nefndin einnig eftir fólki að eigin
frumkvæði. Vil val ber nefndinni
að leggja mat á hæfni og reynslu
og gæta að heildaryfirbragði svo
stjórnirnar séu ekki of einsleitar.
Þá skal hún leitast við að tryggja
að í stjórnunum sitji sem næst
jafn margar konur og karlar.
Samkvæmt samningum sem
ríkið hefur gert við skilanefndir
gömlu bankanna á það rétt á einu
stjórnarsæti í stjórn Íslandsbanka,
fjórum í stjórn Landsbankans og
fjórum hjá Nýja Kaupþingi sem
þó fækkar í einn ef kröfuhafar
ákveða að yfirtaka meirihlutann í
bankanum. Bankasýslan auglýsti
fyrr í mánuðinum eftir forstjóra
og rennur umsóknarfrestur út í
byrjun næstu viku.
Þó að Bankasýslan hafi tekið til
starfa og fari með eigandahlutverk
í bönkunum verður lúkning samn-
inga við kröfuhafa áfram á hendi
fjármálaráðherra. - bþs
Bankasýslan skipar nefnd sem velur fulltrúa ríkisins í stjórnir fjármálafyrirtækja:
Áhugasamir skrái sig á netinu
BANKASÝSLAN Þorsteinn Þorsteinsson
er formaður Bankasýslu ríkisins.
MENNTUN Snara, vefbókasafn sem
selur aðgang að Íslenskri orða-
bók og fjölda annarra orðabóka,
ætlar á fimmtudag að loka fyrir
aðgang framhaldsskólanema að
safninu.
„Í haust var þess farið á leit
við menntamálaráðuneytið að
það greiddi fyrir aðgangi allra
framhaldsskólanema landsins að
Snörunni. Því miður hefur ráðu-
neytið ekki séð sér fært að svara
erindi okkar, og Snara getur ekki
haldið rekstri vefsvæðisins úti án
greiðslna frá notendum til lengri
tíma,“ segir á heimasíðu Snöru.
Fyrirtækið hafði boðið nemum
ókeypis aðgang í eitt ár. - kóþ
Orðabækur á netinu:
Lokað fyrir
framhaldsskóla
FERÐAÞJÓNUSTA Þýskum ferða-
mönnum á Íslandi mun fjölga
umtalsvert næsta sumar, að
sögn Oddnýjar Bjargar Halldórs-
dóttur, sölustjóra hjá Ferðaþjón-
ustu bænda. Fulltrúar þrettán
ferðaþjónustufyrirtækja kynna
nú Ísland sem áfangastað fyrir
þýska ferðamenn. Er þetta upp-
haf markaðsátaks íslenskra
ferðaþjónustufyrirtækja í Evr-
ópu. Sams konar strandhögg
verður í desember í Amsterdam
og Brussel. - bþs
Ísland kynnt í Þýskalandi:
Flugferðum
fjölgað í sumar
Hótaði lögreglukonu ofbeldi
Ríkissaksóknari hefur ákært karl-
mann um tvítugt fyrir að hóta ítrekað
lögreglukonu við skyldustörf ofbeldi.
Atvikið átti sér stað í Hafnarfirði í júní
á síðasta ári.
DÓMSTÓLAR
VEISTU SVARIÐ?