Fréttablaðið - 28.10.2009, Page 11

Fréttablaðið - 28.10.2009, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 28. október 2009 11 LANDBÚNAÐUR Hættu á að bændur yrðu fyrir tjóni ef bilanir kæmu upp í mjaltakerfum frá norska fyrirtækinu DeLaval var að mestu afstýrt í fyrradag. Þá var undirrituð viljayfirlýsing milli Fóðurblöndunnar og DeLaval um að Fóðurblandan tæki yfir sölu og þjónustu á vörum DeLaval á Íslandi. Tekur hún gildi um mán- aðamót. Vélaver hefur haft umboð fyrir DeLaval (áður Alfa Laval) en er nú til gjaldþrotameðferðar. Vara- hluti í mjaltakerfi og mjaltaþjóna hefur skort um skeið og tækin ekki fengið eðlilega þjónustu. Í frétt á vef Bændablaðsins í fyrra- dag, bbl.is, sagði að raunveruleg hætta væri á að mjaltaþjónar yrðu óstarfhæfir ef bilanir kæmu upp. - bþs Samið við DeLaval: Bændur ótt- uðust að verða fyrir tjóni MJALTIR Frá og með mánaðamótum verður þjónusta við DeLaval í höndum Fóðurblöndunnar. EVRÓPA Nú má nota gelísku í form- legum samskiptum milli ráðherra skosku stjórnarinnar og embættis- manna Evrópusambandsins. Þetta var ákveðið í byrjun mán- aðarins og er svipað samkomulag og var gert um notkun velsku í júlí. Skotar greiða sjálfir fyrir þýðingarnar. „Að gelíska sé töluð á slíkum vettvangi eykur vægi hennar heima og erlendis. Ég hlakka til að ávarpa ráðið á gelísku,“ segir menningarmálaráðherra Skot- lands, Mike Russel. Árið 2001 töluðu 58.652 Skotar gelísku. - kóþ Skotar og Evrópusambandið: Geta nú talað saman á gelísku FÆREYJAR Nú þegar fundur Norður landaráðs stendur yfir í Stokkhólmi eiga fulltrúar Fær- eyinga í ráðinu að heita á stærri Norðurlandaþjóðir að fara að fordæmi Færeyinga og lána Íslendingum peninga. Svo segir Henrik Old, fyrr- verandi þingmaður Jafnaðar- flokksins, í viðtali við Portal. fo, stærsta vefmiðil Færeyja. Ísland hefur farið eftir flestum kröfum AGS, en fær ekki útborgað lán sitt. Lán Norður- landanna bíða einnig AGS. Fær- eyingar eiga að nýta fundinn til að minna á erfiðleikana á Íslandi, segir Henrik. - kóþ Fyrrum þingmaður í Færeyjum: Ýtum nú við Norðurlöndum EBÍ borgar 300 milljónir út Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands mun greiða sveitarfélögunum sem eiga það samtals 300 milljónir króna á þessu ári. Ákveðið hefur verið að útgreiðslan á næsta ári verði 250 milljónir. SVEITARFÉLÖG Tekur við safni Ólafs Thors Hanna Birna Kristjánsdóttir borgar- stjóri mun í dag taka formlega við einkaskjalasafni Ólafs Thors, fyrrver- andi forsætisráðherra, og opna vefsíð- una olafurthors.is. Systurnar Ólöf og Guðrún Pétursdætur gefa safnið í minningu foreldra sinna, Mörtu Thors og Péturs Benediktssonar. MENNING Restaurant Pizzeria Gallerí - Café Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Tónleikar í Djúpinu í kvöld kl. 21 Markús og the Diversions sessions og Skúli Þórðarson Staðreyndin er sú að ökumenn sjá vegfarendur með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr. Flest eigum við endurskinsmerki ofan í skúffu, en þau koma aðeins að gagni séu þau notuð. Gætum að því að börnin okkar noti endurskinsmerki. Nýi Kaupþing banki ætlar í samstarfi við Umferðarstofu og lögregluna að gefa endurskinsmerki, sem nálgast má í öllum útibúum bankans. Þeir sem búa fjarri útibúum bankans, geta sent tölvupóst á fraedsla@us.is og fengið merki sent. Nældu þér í endurskinsmerki í næsta útibúi. NÝI KAUPÞING BANKI Við viljum sjá þig STJÓRNMÁL Um níutíu frambjóð- endur til síðustu alþingiskosninga höfðu ekki skilað fjárhagslegu uppgjöri til Ríkisendurskoðunar á mánudag, en skilafrestur rann út á miðnætti á sunnudag. Alls átti 321 frambjóðandi að skila inn fjárhagslegu uppgjöri vegna framboðskostnaðar eða einfaldri yfirlýsingu um að kostn- aður við framboðið hefði kostað 300.000 krónur eða minna. Þetta er í samræmi við lög um fjármál stjórnmálasamtaka, en brot gegn þeim geta varðað allt að sex ára fangelsi. Um 230 svör höfðu bor- ist stofnuninni á mánudag. „En við gefum fólki auðvitað kost á því að skila þótt það hafi brunnið inni á frestinum,“ segir Lárus Ögmundsson, skrifstofu- stjóri hjá Ríkisendurskoðun. „Skárra er seint en aldrei.“ Ríkisendurskoðun á í framhaldinu að birta útdrátt úr reikningum þar sem greina skal heildartekjur og heildargjöld hvers frambjóðanda. Þá skal greina á milli framlaga frá lögaðilum og frá ein- staklingum. Sérstak- lega skal greint frá afslætti sem frambjóðandi kann að hafa fengið frá markaðsverði. Birta á nöfn allra fyrirtækja sem styrkja frambjóð- andann. - kóþ Ekki fara allir frambjóðendur til Alþingis eftir lögum um fjármál stjórnmálaflokka: Um níutíu skiluðu ekki uppgjöri KJÖRKASSINN Þeir sem bjóðast til að fara með löggjafar valdið eiga að greina frá því hverjir borga reikn- ingana við framboðið, samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasam- taka. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.