Fréttablaðið - 28.10.2009, Síða 18

Fréttablaðið - 28.10.2009, Síða 18
 28. OKTÓBER 2009 MIÐVIKUDAGUR Áður en þeir Mikael Torfason og Óttar M. Norðfjörð mæta í hús slær blaðamaður nöfnum þeirra beggja saman í leitar- vélinni google. Í ljós kemur gömul bloggfærsla skrifuð af Óttari árið 2005 þar sem ekki er farið fögrum orðum um Mikael sem þá var ritstjóri DV. Tilefni bloggskrifanna er haus- kúpa sem þáverandi menningar- ritstjóri DV gaf fyrstu bók Óttars í stað stjarna. DV fór ekki mjúkum höndum um ungskáldið og Óttar kunni Mikael litlar þakkir fyrir. Óttar átti þó eftir að fá verðskuld- að hrós fyrir seinni bækur sínar og ekki lítið af því. Báðir skella upp úr þegar þetta mál er nefnt enda meiri menn en svo að þeir nenni að eltast við það sem löngu liðið er. „Ég hef fylgst með Óttari allt frá hauskúpunni,“ segir Mikael og sú ályktun sem hann hefur dregið er: „Óttar virðist vera svona ná- ungi sem getur allt, skrifar fagur- fræðilegt bókmenntaverk ef hann langar og ef hann langar að skrifa glæpasögur þá gerir hann það bara og miðar sig við þá allra bestu í bransanum, hvort sem það er nú Dan Brown eða einhver annar, og skrifar enn betri bók,“ segir Mikael en gagnrýnendur hafa líkt tveimur bókum Óttars við Da Vinci lykilinn nema tekið fram að Óttar sé færari. „Þetta verður fyrirsögnin,“ segir Óttar eftir lofræðuna. En bætir fljótlega við: „Þú ert nú eitt- hvað að gulllita mig. Það er hell- ingur af hlutum sem ég get ekki,“ segir hann og útskýrir að hann gæti aldrei skrifað bækur áþekkar töffarabókmenntum Mikaels. „Ég hef bara enga reynslu eða þekk- ingu af þeim heimi sem hann skrif- ar um.“ Sjö ár hafa liðið frá því að síð- asta bók Mikaels kom út. Hann segir ástæður þess hve langt leið á milli bóka hans Samúels og þeirrar nýjustu, Vormanna Íslands, vera sjálfsleit auk þess sem hann hafi átt í ástar- og haturssambandi við rithöfundarstarfið. Um tíma hafi hann helst langað að hætta skrif- um og læra hjúkrun svo hann gæti verið fullviss um að verða samfélaginu til gagns. Í nýrri bók Mikaels er sögu- maðurinn fyrrverandi ritstjóri Dag- blaðsins og leitað er fanga í ýmsum fréttamálum. Óttar hefur lesið bók- ina og segir hana heillandi blöndu játninga, ævisögu „og svo hörku- góðrar skáldsögu“. „Íslendingar hafa líka aldrei haft áhuga á hrein- ræktuðum skáldsögum. Við þolum þær ekki,“ segir Mikael og vitnar í Guðberg Bergsson, sem eitt sinn sagði að Íslendingar vildu helst lesa sögur með símaskrána sér við hlið. Hann bendir því næst á það hvern- ig fólk hefur lesið Íslendingasögur og bækur á borð við Engla alheims- ins og Djöfla eyjuna. Paradísarborgina segir Óttar svo nátengda reynslu sinni, sagan segir frá manni sem flytur inn til bróður síns eftir að að hafa misst föður sinn en hvort tveggja hefur Óttar nýlega gengið í gegnum. „Mér finnst gaman að læra á nýjar tegundir bóka. Næsta bók sem ég skrifa verður samt alltaf blanda af því sem ég hef áður skrifað.“ Báðir gagnrýna þeir þá tilhneig- ingu að tengja bækur sjálfkrafa annað hvort við fagurfræði eða spennu. Líkt og aðeins sé hægt að miða við Laxness eða Arnald. Ástæðan fyrir því að Óttar seg- ist hafa skrifað spennusögur hafi verið sú að hann hafi verið sann- færður um að lítið mál væri að skrifa bækur sem studdust við formúlu en komist að hinu gagn- stæða. Ólíkt því sem gerist í fagur- fræðilegum skáldverkum þurfi allt að ganga upp og ekki dugi að skilja lesandann eftir með torræðan endi. Um tíma hafi listin og hið torskilda þótt svo fínt í íslenskum bókmennt- um að það hafi verið að ganga að bókinni dauðri. Bækur eigi að geta verið skemmtilegar en um leið rist för í huga lesenda. Þolum ekki skáldsögur Mikael Torfason og Óttar Norðfjörð hafa báðir sent frá sér fjölda skáldsagna og staðið fyrir fjölbreytilegri útgáfu þrátt fyrir að vera í yngri hópi rithöfunda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ● STEPHEN KING „Aðeins óvinir segja sannleikann; vinir og elskendur ljúga stanslaust, þeir eru fastir í vef skyldurækninnar.“ Stephen King (1947- ) er bandarískur rithöfundur. Hann hefur skrifað fjölda skáldsagna sem margar hverjar hafa verið kvikmyndaðar með misjöfnum árangri. Meðal þekktustu verka hans eru The Green Mile, The Shining, It og Misery. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is s. 512 5439 ● FYRSTA SKÁLDSAGAN Maðurinn hefur sagt sögur frá örófi alda, það er vitað með vissu. Mikil óvissa og deilur eru þó um hvenær fyrsta skáldsagan verður til. Á Vísindavefnum er ýmsum skilgreiningaratriðum velt upp og leitað fanga við að finna út hvaða skilyrði sögur þurfa að uppfylla til að kallast skáld- sögur. Ef skáldsagan er skilgreind sem frásögn af fólki sem er líkara venjulegu fólki en persónum úr epískum hetjuljóðum, má segja að fyrstu varðveittu skáldsögurnar séu frásagnir frá 1. öld eftir Krist, sem voru samdar á latínu og lýsa lífi og háttum fremur lágt settra einstaklinga í samfélaginu, annars vegar Satýríkon eftir Petróníus og hins vegar Gullasninn eftir Apúleius.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.