Fréttablaðið - 28.10.2009, Page 23

Fréttablaðið - 28.10.2009, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2009 7skáldsögur ● fréttablaðið ● Nokkrar af frægustu skáldsög- um síðari tíma voru skrifaðar af fólki sem teljast svokölluð einnar bókar undur. Eins smells undur, eða „one hit wonders“, er þekkt hugtak í tón- listariðnaðinum en getur einnig átt við höfunda nokkurra af frægustu skáldsögum sögunnar. Með því er átt við að höfundurinn slái í gegn með vinsælli bók og hverfi síðan sjónum almennings. Eitt frægasta dæmið um eins smells undur í bókmenntaheim- inum er hinn rússneski Boris Pasternak, höfundur skáldsögunn- ar Doktor Zhivago. Pasternak er mun þekktari sem ljóðskáld en rit- höfundur. Doktor Zhivago kom út árið 1957 og Pasternak var sæmdur Bókmenntaverðlaunum Nóbels árið 1958. Hann neitaði þó að veita verð- laununum viðtöku. Bókin var um- deild og var ekki gefin út í Sovét- ríkjunum fyrr en árið 1988. Annað þekkt dæmi er banda- ríski rithöfundurinn J.D. Salinger, en skáldsaga hans The Catcher in the Rye, eða Bjargvætturinn í grasinu eins og hún nefndist í þýðingu Flosa Ólafssonar, er eina fullunna skáld sagan sem hann hefur sent frá sér. Salinger kunni illa við þá athygli sem hann hlaut eftir út- komu bókarinnar og dró sig alfarið úr sviðsljósinu. Önnur dæmi eru skáldkonurnar Harper Lee, höfundur To Kill a Mockingbird, Emily Brontë sem skrifaði Wuth- ering Heights (Fýkur yfir hæðir) og Margaret Mitchell, en Gone with the Wind (Á hverfanda hveli) er önnur af aðeins tveimur skáld- sögum hennar. Þá skrifaði Oscar Wilde, sem var mun þekkt- ari fyrir ljóð sín og leikrit, skáldsöguna The Picture of Dorian Gray (Myndin af Dorian Gray). - kg Og síðan ekki söguna meir Íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa í gegnum tíðina verið iðnir við að færa skáldsögur yfir á hvíta tjaldið, með ansi misjöfnum ár- angri myndu sumir segja enda er það kúnst að fella bókmenntaverk inn í kvikmyndaformið. En hver er besta aðlögunin á íslensku skáld- verki? Þrír kvikmyndaspekúlant- ar svara því. „Góð kvikmyndaaðlögun á skáldverki bæði nær einhverjum kjarna sögunn- ar og er sjálf- stæð sem kvik- mynd. Fyrsta íslenska myndin sem mér dettur í hug sem fellur í þann flokk er Benjamín dúfa,“ segir Sigríður Pétursdóttir, umsjónarmaður útvarpsþáttarins Kviku á Rás 1. „Myndin er að öllu leyti vel gerð, leikin, tekin, skrif- uð og nær að höfða til allrar fjöl- skyldunnar. Það er ekki langt síðan ég sá hana síðast og hún hefur elst gríðar lega vel.“ Í sama streng tekur Ásgrímur Sverrisson, leikstjóri og handrits- höfundur. „Benjamín dúfa er dæmi um eina best heppnuðu kvikmynda- aðlögun á íslensku skáldverki, þar sem kvikmyndagerðarmennirnir nýta myndmálið vel til að segja söguna. Myndin er gerð af krafti og sagan grípur mann strax föstum tökum,“ segir hann en tekur fram að ósanngjarnt sé þó að bera stöðugt saman bækur og kvik- myndir. „Þessi form lúta bara allt öðrum frá- sagnarlögmál- um.“ Guðni Elís- son, dósent í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, segist muna eftir fleiri vondum kvikmyndaaðlögun- um á íslenskum skáldverkum en góðum. Dæmi um lunkna að- lögun sé þó tví- mælalaust 101 Reykjavík þar sem um margt flókinni sögu er snúið yfir í góða afþrey- i n g u . „ M é r fannst verða góð áherslubreyting í íslenskri kvikmyndagerð með tilkomu 101 Reykjavík og svo Fíaskó sem mig minnir að hafi komið út á svipuðum tíma. Í 101 Reykjavík tekst mönn- um að einfalda söguna og draga fram kjarna hennar. Það virkar.“ Besta myndin sem byggir á skáldverki Sigríður Pétursdótt- ir þáttastjórnandi. Ásgrímur Sverris- son leikstjóri. Guðni Elísson, dósent í bók- menntafræði. Gone With the Wind er önnur af aðeins tveimur skáldsögum rithöfundarins Marg- aret Mitchell. Doktor Zhivago eftir Boris Pasternak er eitt frægasta dæmið um eins smells undur í bókmenntaheiminum. Harper Lee dró sig út úr sviðsljósinu eftir útgáfu bókarinnar To Kill a Mockingbird.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.