Fréttablaðið - 28.10.2009, Blaðsíða 24
28. OKTÓBER 2009 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● skáldsögur
● CHARLOTTE BRONTË „Þú þekkir fullvel, líkt og ég, kosti systra-
kærleiks: Ekkert í heiminum jafnast á við hann.“
Charlotte Brontë fæddist í Thornton í Jórvíkurskíri árið 1816. Hún var elst
hinna þekktu Brontë-systra en hún, Emily og Anne voru allar rithöfundar.
Frægasta bók Charlotte er Jane Eyre. Skólann sem hún
segir frá í sögunni byggði hún á heimavistarskóla sem
hún og systur hennar sóttu. Lélegar aðstæður höfðu
slæm áhrif á heilsu hennar sjálfrar og leiddu til dauða
tveggja eldri systra hennar.
Charlotte, Emily og Anne notuðu til að byrja með
listamannsnöfnin Currer, Ellis og Acton Bell við útgáfu
bóka sinna. Systur hennar létust í desember 1848 og
maí 1849. Charlotte giftist árið 1854 aðstoðarpresti föður síns. Hún varð
ófrísk en lést ásamt ófæddu barni sínu 31. mars árið 1855. Meðal annarra
verka hennar má nefna The Green Dwarf, Tales of Angria, Vilette og The
Professor.
Portúgalski rithöfundurinn José
Saramago, sem sæmdur var bók-
menntaverðlaunum Nóbels árið
1998, uppskar reiði margra innan
kaþólsku kirkjunnar þegar hann
lét hafa eftir sér í síðustu viku
að Biblían væri „upptalning illra
verka“.
Saramago ræddi um Biblíuna á
kynningarfundi fyrir nýjustu bók
sína, Caim (Kaín). „Án Biblíunn-
ar værum við öðruvísi og líklega
betra fólk,“ sagði hann meðal ann-
ars.
Aðspurður sagðist Saramago
ekki óttast að kaþólskir trúar-
leiðtogar myndu móðgast við um-
mælin. „Þeir lesa ekki Biblíuna.
Kannski móðgast gyðingar, en það
er ekki mitt vandamál.“ - kg
Móðgaði marga
kaþólikka
José Saramago ásamt Thor Vilhjálmssyni
á bókmenntahátíð í Norræna húsinu.
Frábært að hægt sé
að bæta ástand liðanna
með náttúrulegu efni
Hvað getur NutriLenk
gert fyrir þig?
Með árunum rýrnar brjóskvefurinn sem veldur því að
liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir
finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að
núast saman, sérstaklega í stóru liðamótum eins og
í mjöðmum, hryggjar-og hnjáliðum. Þess vegna er allt
tilvinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt.
Náttúrulegt byggingarefni
fyrir liðbrjóskið
NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir
brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem
þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum
fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera
fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn
og viðhalda honum.
Vara ársins!
NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki.
NutriLenk var valið heilsuvara ársins 2004 í Noregi.
NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög
gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun.
Prófið sjálf-upplifðu breytinguna!
NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum,
heilsubúðum, Fræinu Fjarðarkaupum og
stærri Hagkaupsverslunum.
Liður með slitnum
brjóskvef
Heilbrigður liður
Ég þurfti að fara í skurðaðgerð 1991, þar
sem ég var með of löng liðbönd og var að
smella úr lið í tíma og ótíma. Þannig að
farið var að kvarnast upp úr liðbrjóskinu.
Eftir aðgerðina minnkuðu verkirnir en
hurfu ekki. Að ganga niður stiga og langar
stöður ollu sárum verkjum. Starf mitt krefst
þess að ég þarf að standa mikið og var
það ekki auðvelt.
Reyndi margt
Ég hef reynt margar leiðir til að minnka
verkina án þess að nota verkjalyf sem því
miður dugðu ekki. Með árunum jukust
verkirnir og útlitið var ekki bjart.
NutriLenk til sölu á Íslandi
Fyrir tæpu ári frétti ég af nýju bætiefni,
NutriLenk, sem er vinsælt efni í Noregi og
Svíþjóð, hjá fólki sem er með slitna og
auma liði. Satt að segja var ég ekkert
sérlega jákvæð á að NutriLenk gæti hjálpað
mér frekar en margt annað en sló til, enda
allt tilvinnandi. Byrjaðiá að taka inn 6 töflur
á dag í tvær vikur samkvæmt ráðleggingum
og eftir það 2 töflur á dag.
Eftir 2-3 vikur fann ég
greinilegan mun
Já, það ótrúlega gerðist, ég fann greini-
legan mun eftir 2-3 vikur á NutriLenk
Nú tæpu ári seinna er ég nánast verkja-
laus og einnig eru verkir vegna slits í
fingrum horfnir.
Ég tek nú inn 2 töflur af NutriLenk á dag
og ég get sannarlega sagt að NutriLenk
hefur gert kraftaverk fyrir mig.
Það að standa við afgreiðslu, ganga niður
brekkur og stiga er ekki stórmál lengur ...
Ég horfi bjartsýn til framtíðar, NutriLenk
er himnasending fyrir mig og frábært að
það skuli vera hægt að bæta liðheilsuna
með náttúrulegu efni segir Margrét að
lokum.
Mikilvægt er að annast sig vel allt lífið.
Mjög nauðsynlegt er að neyta góðs kalks með D-vítamíni
fyrir beinin. KOLOS er t.d. góður kostur, öflugt D-vítamín
með kalki. 1 glas af KOLOS inniheldur 180 töflur sem er
6 mánaða skammtur og á góðu verði.
Umboðsaðili: Gengur vel ehf.,
Fann mikinn
mun innan
3ja vikna
Margrét Óskarsdóttir
NÁTTÚRULEGT
FYRIR LIÐINA
Í mörg ár hefur Bo st ndað áhugamál
sín þrátt fyrir stirða og auma liði. Hann
lét ekki þráláta verki og stirðleika stöðva
sig. „Eftir að ég kynntist NutriLenk er lífið
langtum léttara og bjartara,“ segir hinn
sænski Bo Tavell, 65 ára. „Það er klárt
mál að líf mitt er allt annað og betra eftir
að ég byrjaði að nota NutriLenk.“
Bo Tavell hefur mýmörg áhugamál og
vill lifa lífinu til hins ýtrasta. Hann ekur
vélhjóli og er virkur í torfæruakstri, sem
er mjög erfitt vélhjólasport. Bo fer einnig
á brimbretti, skíði og lagar húsið si t svo
ei thvað sé nefnt. Fyrir nokkrum árum
fór hann að verkja í fingur og hné.
Ég er þver og vildi ekki láta neitt
stoppa mig
„Ég þverkallaðist við og lét ekkert stoppa
mig í að lifa virku lífi og gerði það oft á
hnefanum sem var erfitt! Hugurinn náði
ekki alltaf að yfirstíga sársaukann og
var ég farinn að framkvæma minna og
minna.“
Hné og fingur
„Ég viðurkenni að geðslagið og liðirnir
voru ekki upp á sitt besta og var ég
orðinn hálf niðurdreginn þegar góður
vinur benti mér á NutriLe k. Strax eftir
tveggja vik a inntöku fann ég fyrir
miklu létti og átti mun betra með að
hreyfa mig og best var að endurheimta
húmorinn á ný,“ segir Bo skellihlæjandi.
4.500 km á vélhjóli
„Fyrir nokkru var mér boðið í brúðkaup
til Rúmeníu. Ég ákvað að fljúga til
Rómar og keyra þaðan á vélhjóli í
brúðkaupið sem var 2.250k leið! Sem
gerir jú 4.500 km báðar leiðir. Áður en
é byrjaði að taka inn Nut iLenk h fði
ég aldrei okkurn tí ann getað fari
út í vona ævintýri í því ás ndi sem ég
var. En eftir að ég kynntist NutriLenk
þá var ekki mikið mál að leggja upp í
þetta ævintýri sem gekk alveg fyrirtaks
vel. Reynar fann ég fyrir smá þreytuverk
í baki eftir að hafa setið svona lengi á
hjólinu en það hefðu nú flestir gert!”
bætir Bo kíminn við.
Mæli gjarnan með NutriLenk
„Ég mæli eindregið með því að þeir
sem hafa auma og slitna liði taki inn
NutriLenk.“
Það var orðið
dýrt að geta
varla hreyft sig
Bo Tavell 65 ára
Nú er ég liðug r á ný!
● STUTT SKÁLDUÐ FRÁSÖGN Í LAUSU MÁLI Smásaga er
skálduð frásögn, styttri en skáldsaga. Lengd smásagna getur þó verið allt
frá einni eða nokkrum síðum upp í um eða yfir hundrað síður. Um mjög
stutta texta sem geta staðið sjálfstæðir er þó stundum notað hugtakið
örsaga og að sama skapi er stundum notað hugtakið nóvella um smá-
sögur sem eru frekar langar. Á íslensku hafa nóvellur einnig verið nefndar
miðsögur sem eru þá sögur mitt á milli smásagna og skáldsagna.
Í Íslenskri orðabók frá Eddu segir þetta um hugtakið
smásaga:
Stutt skálduð frásögn í lausu máli með fáum persónum,
oft hnituð um einn atburð sem bregður ljósi á heila ævi.
Oftast er sögusvið smásagna þröngt, atburðarásin
einföld og sögutíminn takmarkaður. Ris smásagna er
iðulega undir lokin og gegnir yfirleitt því hlutverki að
varpa ljósi á víðara svið en sagan sjálf. Heimild: visindavefur.is
Umskiptin eftir Franz Kafka er nóvella.
Gerð rafbóka hefur þróast ört að
undanförnu. Þeim bókum er ætlað
að taka við bókasafninu í framtíð-
inni svona rétt eins og ipodinn tók
við diskasafninu hér um árið.
Netbókabúðin Amazon lét nýlega
sérhanna tæki fyrir sig sem nefnist
Amazon Kindle. Með því er hægt að
kaupa bækur á vildarkjörum á Am-
azon og hlaða beint inn í tækið. Am-
azon Kindle þykir hafa þann kost
fram yfir hefðbundna tölvuskjái og
mörg sambærileg tæki að auðveld-
ara er að lesa af því langan texta.
Á íslensku síðunni tölvudoktor.is
segir að nú sé hægt að kaupa Amaz-
on Kindle og fá hann sendan til Ís-
lands. Búast megi við að hann muni
kosta fimmtíu til sextíu þúsund
krónur eftir að sendingarkostnað-
ur hefur verið greiddur auk virðis-
aukaskatts. Nú sé bara að bíða og
sjá hvaða lausn Apple
kemur með í þessum
efnum.
Meira um raf-
magnspappír
Amazon Kindle er
tæki sérhannað
til að lesa bækur.
Eftir allt of langan dvala hefur
líf aftur kviknaði í vefritinu kist-
an.is. Kistan er menningar- og
fræðirit á vegum Reykjavíkur-
Akademíunnar. Kistan er líka
komin á Facebook og því er auð-
velt að fylgjast með því sem um
er að vera í heimi menningar og
fræða.
Líf kviknar í
kistunni á ný