Ljósberinn - 01.01.1941, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 01.01.1941, Blaðsíða 3
Fiskidrátturinn mikli. Saga frá Kapernaum. Pétur titli var 6 ára gamall. Faðir hans var fiskimaður og bjó í borginni Kaper- naum á ströndinni niður við vatnið. Pétur litli vaknaði stundum snernma á morgn- ana, og bað mömm.u sína um brauðbita og hljóp svci út til að borö'a b.ann niður við vatnið. Pví þar gat hann séð bátana koma að landi og fiskimennina fylla körfurnar sínar af skínandi fiski. Jesús var líka þarna í Kapernaum, og Pétur htuistaði oft á hann, þegar hann var að tala við fólkið á ströndinni. Hann sagði því svo undurfallegar sögur um blcrnin, fuglana cg dýrin, og um. Guð, hinn vak- andi og kærleiksríka föður, sem bar um- hyggju. fyi'ir þessiu öllu. Pétri þótti enn meira gaman að þessum sögum, en sögun- u.m, sem. mamma hans sagði honum á kveldin, rétt áður en þau fóru að hátta. Einn daginn, þegar hann hljóp niöur á ptröndina, voru svo margir menn sam- an komnir umhverfis Jesú, að Pétur gat ekki koanist nógu nærri til þess að h.eyra, hvað hann eagði. Hann tafði þar því skamma hríð, en klifraði upp í bát, sem lá í fjörunni, og fór að leika sér að því að hlaupa yfir þófturnar í bátnum. Bráð- lega kom Jesús að þessurn. bát og bað fiski- mennina að róa dálítinn spöl frá landi. Þeir höfðu svo hraðan á að leggja frá landi, að Pétur hafði ekki tíma til að klifr- ast út úr bátnum. Enginn virtist hafa tek- ið eftir honum þarna nema Jesús. Hann brosti við hanum og sagði: »Þú verður að gera þér að góðu, að dvelja hér um hríð, ungi maður«. En Pétur var nú ekki að fárast um það. Hann var mjög forvitinn í að vita, hvað gerast myndi. Fiskimennirnir réru spöl- korn frá landi, en Jesús sat í bátnum og talaði við fólkið á ströndinni. Nú gátu ali- ir heyrt til hans án þess að nokkur troðn- ingur yrði í kringum hann. Pétur sat ró- legur og athuguJl og .hJustaði á á meðan Jesús var að segja sögu af manni, sem sáði sæði í akur sinn. Þegar Jesús hafði lokið sögunni, sneri hann sér að fiskimönnunum og sagöi: »Róiö út á djúpið og leggið net yðar«. »Við höfum verið að reyna að fiska í alla nótt«, sagði einhver, »en ekkert feng- ið. En við skulum samt gera eins og þú segir«. Svo réru þeir fram á djúpið, lögðu net- in, og biðu. Pétur hallaðist út fyrir barð- stokkinn og hafði gát á öllu. Bráðlega sá hann að dráttartaugarnar tóku að stríkka, og þegar hann leit niður í djúpið, sá hann hundruð af fiskum, sem glitruðu eins og silfur. Fiskimennirnir drógu netin eins fljótt inn í bátinn og þeir gátu, ag fisk- arnir komu spriklandi, svo margir að net- in voru ekki nógu sterk, og áður en þeir gætu innbyrgt allan fiskinn, tóku netin að rifna. »Komið og hjálpið okkur«, kölluðu fiski- mennirnir til félaga sinna á öðrum bát. Komu þeir og fylltu báða bátana af fiski. Pétur var hrifinn. Hann hafði aldrei séð neitt þvílíkt áður. Loksi gátu þeir innbyrgt allan fiskinn og kom.ust heilu og höldnu til lands. Þá skreið Pétur út úr bátnum og hljóp heim til að segja mömmu sinni alla söguna. »Og Jesús sagði þeim, hvar þeir ættu að leggja netin, mamma. Hann vissi hvar fiskurinn var. Þegar ég er orðinn stór, ætla ég að verða fiskimaður. Ég ætla að taka Jesúm með mér. Við ætlum ao liggja úti um nætur og veiða fisk, og koma heim á morgnana með fullan bát af fiski«.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.