Ljósberinn - 01.01.1941, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.01.1941, Blaðsíða 10
10 LJÖSBERINN &inu sinni dag huern) | Ekki trúar efldum hetjum, ætla ég að kenna ráð, eða þeim, sem offra Drottni öllu sínu lífi og dáð, ekki hinum eðallyndu, er í háska sýna þor og um heiminn fúsir feta frelsarans í kærleiksspor. Nei, ég að eins til þín tala I trúarveiki bróðir minn! i sem að mér sœkist eftir | að sjá og nálgast Drottinn þinn | Þér ég rœð af heilum huga: himnaföður mildan bið ; að þú getir einu sinni j uppfyllt dag hvern lögmálið. \ Þú munt finna þrekið vaxa | og þína sálarró á ný, j ef þú dag hvern góðverk gerir \ glaður Jesú nafni í, j þessi iðja þá mun verða \ þér að nauðsyn smátt og smátt, \ og hið minna annað meira j af sér leiða góðverk brátt. Heimilieblaðið 1912. Til þess ótal tækifæri og tilefni að finna er; hvar sem helst þú hvörmum rennir heilög mannást bendir þér: á þurfamann, sem þarfnast gjafa þú skalt eitthvað gleðja hann; á hirin sjúká’ og hugarhrellda, hugga reyndu aumingjann, Til hins rœgða og syndaseka segðu eitthvert hlýlegt orð: bros þitt getur barnið huggað, er beizkum tárum vœtir storð; ef þú heyrir hallmælt öðrum hógvær taktu svari hans; í hættu ef þú finnur flugu feril greiddu aumingans. Á hjartalag þitt herrann lítur, hann sér aðeins vilja þinn, og sérhvert góðverk, sem þú gjörir signa lætur anda sinn. Byrja það — og brátt þú finnur að blessun Guðs í laun þú fœr og þú dag hvern feti færist föðurlandi þínu nær. Guðm. Guðm. þýddi.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.