Ljósberinn - 01.01.1941, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.01.1941, Blaðsíða 5
LJÓSBERINN 5 ‘Ég slend hér og er að brjóla heilann um það, hvaða veg ég á að fara% sagði maðurinn. milli manna,, þess vegna er það mitt at- kvæði, að Landafræði, Náttúrufræði og' Reikningsbók leggi leið sína út um. víða veröld til að sannprófa, hver þeirra geri mest gagn út af fyrir sig. Síðan geta þær komið hingað aftur, og sagt, að hverri þeirra við eigum að halda ckkur. Fram, fram, af stað með ykkur. Þá getum. við ef til vill fundið aftur frið í húsi þessu svo að við getum, hugsað okkur um. Og svo gerði Mannkynssagan sig svo þykka, af ásettu ráði, að Landafræðin, Náttúru- fræðin og Reikhingsbókin, duttu niður af hyllunni. Bækurnar þessar þrjár lögðu nú hugum glaðar í íörina út um veröldina. Þær spranga nú út úr stofunni, út úr húsinu oig út á þjóðveginn. Vegurinn lá gegnum víðan og mikinn skóg. Þar skildu þær og fóru sín í hverja áttina. Á þeim sömu slóð- um mættu þær manni; hann s,tóð þar eins og hugstola og skimaði í allar áttir. »Góðan daginn, væni«, sagði Landafræð- in. »Hví stendur þú hér og glápir?« »Góðan da,ginn«, svaraði maðurinn. »Eg stend hér og' er að brjóta heilann um það, hvaða veg ég á að fara til hinnar miklu borgar; þangað liggja svo margir vegir«. »Flettu bara upp í mér«, sagði Landa- fræðin. »Á Landabréfinu minu getur þú bæði fundið þenna skóg og borgina. Ef ég rnan rétt, þá áttu, að stefna. í suðurátt«. »Já, í suður, það er nú gott, en hver getur sagt mér, hvar suður er? Ég sé ekki sólina inni í þessum dimma skógi og þá gagnar ekki mikið þó að mér aðeina s.é sagt, að ég eigi að halda, í suður«. »Flettu upp í mér«, sagði Náttúrufræð- in. »Ég get sagt þér, að tréin hafa venju- lega flestar greinar á þeirri hliðinni, sem veit móti suðri, og að maurarnir byggja þúfur sínar eða bú á suðurhlið trjánna«. »Já, það er stórmerkilegt«, sagði mað- urinn. »Nú sé ég greinilega, hvar suður

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.