Ljósberinn - 01.01.1941, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.01.1941, Blaðsíða 12
12 LJÓSBERINN Þær hleruðu við herbergisdyr föður síns. an í sig .... Þú verður líka að játa, að í fyrra skiftið var pabbi ósköp vægur við þig«. »Jæja, hann barði mig' heldur ekki núna, ... það er bara alveg óþolandi, að náung- arnir þeir arna skuJi hælast yfir okkur Hinrik«. — Og Stígur kreppti hnefana, og var engu líkara, en að hann ætlaði að hnoða Friðriksens-bræðrunum í kássu. »Já, ég get vel skilið, að þér þyki það leiðinlegt«, sagði Margrét góðlátlega. Elsa sat þögul á rúmstokk Stígs. og horfði hugsi á tvíbura-bróður sinn, en sagði samt ekki orð. Stígur hafði stungið höndunum í vas- ana og gekk blístrandi um gólf. Margrét þóttist vera viss um, að hætti hann að blísra, færi hann undir eins að hágrenja af ilisku. »Eg held bara, að ég stelist út«, sagði hann loksins og beit saman tönnunum, . .. »ég lofaði við drengskap minn að koma«. »Hvaða bull«, sagði Margrét. »Pabbi verður bálreiður«. »Já, þú mátt djart um tala, því það ert ekki þú, sem hefir lofað því«, sagði Stíg- ur hátíðlega. »Við skulum bara vera hérna«, sagði Margrét, »það er miklu verra að leika á pabba — og ég segi þér satt, að hann verð- ur þess óðara var, að þú sért farinn«. »Hvað segir þú, Elsa?« »Jú-e, ég er eiginlega sammála Grétu, en það er nú samt skolli leiðinlegt — hverju getum við annars fundið upp á?« Stígur hugsaði siig enn um stundarkorn og sagði svoi: »Pú-h! — ég laumast út!« »En þá fer illa fyrir þér«, sagði Mar- grét spámanrdega. »Þú getur verið viss um, að pabbi sendir eftir þér, einmitt meöan þú ert úti, eða þá kemur hann hing- að inn — og hvernig heldurðu að þá fari?« »Eg stekk út um gluggann, þegar klukk- an er hálf þrjú, og þá sér enginn til mín, og klukkan fjögur verð ég' kominn aftur«. »Ég veit ráð!« kallaði Elsa upp allt í einu. Hún hafði setið á rúmstokknum í djúpum ’þönkum. »Það er alveg fyrirtak. — Ég- fer í fötin þín og' verð hérna, þang'- að til þú kemur aftur. Vilji pabbi eða Emma frænka tala við þig, þá er ég hérna. Er þetta ekki bráðsmellin hugmynd?« »Ei'tu alveg frá þér?« sagði Stígur hik- andi, »en þetta er svei mér góð hugmynd«, — það birti yfir ,honu:m öllum, — »heyrðu, þú ættir sannarlega sikilið að vera strák- ur, Elsa!« Stígur og Elsa voru tvíburar, liðlega ellefu ára gömul. »Við erum á tólfta ári«, sagði Elsa ætíð, er hún vildi láta á sér bera. Systkinin voru nauðalík eins og tveir vatnsdropar, rödd beggja var jafn há cg skrækróma, og' þegar þeim lenti saman í áflogum, eins og oft vildi brenna við, Var Bang læknir vanur að segja, að Elsa væri jafn mikill durgur og Stígur. Þau höfðu misst móður sína, er þau voru lítil, og faðir þeirra tók þau iðulega í misgrip- um, er hann heyrði þau vera að rífast, eða ef annað hvort þeirra stakk fram hrokkinhærðum, kollinum út úr einhverj- um berjarunnanum, sem þau höfðu rænt í óleyfi. Og það kom ósjaldan fyrir, að sak- lausum varð að svíða fyrir sök hins seka,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.