Ljósberinn - 01.08.1941, Blaðsíða 3
21. árg. 8. tbl.
ágúst 1941
Endurfundlnn sonur.
P AÐ var seint á sunnudagskvöldi.
Haraldur var ekki kominn, en faðir
hans beið eftir honum með óþreyju
því að hann vissi, að drengurinn
hans var orðinn gjarn á að ganga á
vondum vegum.
Og klukkan varð 12 og hún varð
1 og hún varð 2, og Ilaraldur kom
ekki. Eu litlu síðar kom hann þó
og brá heldur í brún, þegar hann
sá föður sinn sitja uppi og bíða
eftir sér.
Þeir horfðu fyrst um stund þegj-
andi hvor á annan. En þá benti
faðir Haralds honum á ritningarorð,
sem hékk á þilinu og sagði um
leið: „Þetta ritningarorð var mælt
fram yfir okkur foreldrum þínum,
þegar við vorum vígð samau. Og
síðan höfum við kostað kapps um
að láta það vera leiðarstjörnu okkar
á lífsleiðinni“.
Haraldur las orðið:
„Ég og heimili mitt
Drottni þjóna“.
Það væri okkur hið mesta hryggð-
arefni, souur minn, ef við neydd-
umst nú héðan í frá til að lesa
þetta orð eins og þar stæði:
„Ég og heimili mitt — að Har-
aldi undanteknum — viljum þjóna
Drottni! — Góða nótt“.
Haraldi kom ekki dúr á auga um
nóttina og um miðmorgunskeið fór
hann á fætur og gekk að rúmi
föður síns og xnælti:
„Nei, pabbi, þið þurfið ekki mín
vegna að lesa ritningarorðið ykkar
öðruvísi en það er ritað. Ég hefi í
nótt fastráðið að þjóna hinum sama
Drottni og þú þjónar og mamma.
Guð hefir nú fyrirgefið mér. Viljið
þið gera það líka?“
Hvort þau vildu það! Þau grétu
auðvitað af fögnuði og þakklátsemi
við Guð, því að nú var hann búinn
að svara bænunum mörgu, sem þau
höfðu beðið fyrir syni sínum.
munum