Ljósberinn - 01.08.1941, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.08.1941, Blaðsíða 12
132 L JÓSBERINN Piltnr eða stúlka Shdldsaga eflir E. Fenmore SJÖTTI KAFLI. Þau g-engu gegnum ofurlítinn birkilund og komu þá í prýðiléga hirtan garð með fagurgrænum grasflötum og mesta fjölda af ilmandi rósum. Á stærstu grasflötinni var stór gosbrupnur, sem þeytti vatnsbun- um þátt upp j loftið, og hinum megin við hana stóð ljómandi fallegt húsi, og voru allir múrveggirnir þaktir vafningsviði. Þau gengu steínþegjandi. Hermaðurinn gekk nú upp á svala-tr.öppurnar, bar hönd- ina upp að húfunni og kallaði inn í stof- una: »Hérna er ofur lítil stúlka, herra ofursti!« Á augabragði kom hár, þeldökkur mað- u:r út á garðsvalirnar. Hann hafði mikið, grátt yfirskegg, og var auðséð, að hann var herforingi'. »Hvað er á seiði, 42?«*) »Með leyfi, herra ofursti, hún gekk í garðinum«. »Jæja, gerði litla stúlkan það!« »Nei, herra ofursti, hún gerði, með leyfi, ekkert; hún tók ekki neitt, hvork'i1 perur né plómur; hún bara svona litaðist um í garðinum«. »Jæja, það er gott, 42, ég skal sjálfur tala við ungfrúna«. Hermaðurinn bar höndina upp að húf- unni, sló saman hæium oig fór á brott. »Gerðu svo vel að koma upp hingað, ungfrú litla«, sagði ofurstinn. Stígur hlýdd’i' undir eins, og var ekki laust við, að haun hefði dálítinn hjart- slátt. Frá garð-svölunum lágu opnar dyr inn í stórt og bjart herbergi, og voru veggirn- ir þaktir bókum frá gólfi til lofts. »Jæja, þú hefir þá farið i'nn í garðinn *) öbreyttir hermenn fá hver sitt númer i herþjónustunni og nota yfirmenn þeirra venju- lega númerið í nafns stað. Pýð. minn án þess að spyrja um Jeyfi?« spurði hershöfðinginn og setti upp byrstan svip. »Nei, ég klifraði«. Ofurstinn varð dálítið undrandi á svip- inn. »iVeiztu, hvað ég geri við þá krakka, sem 42 finnur öðru hvoru í garðinum mínum?« »Nei, það veit ég sannarlega ekki«. Ofurstinn horfði jafn byrstur á Stíg, en hann leit ekki undan. »Ég slæ þá á fingurna með þessari hérna«, sagði' ofurstinn og sveiflaði langri og þunnri fílabeins-reglustiku, sem hann hafði haldið á í hendinni, er hann kom út á svalirnar. »Jæja, illu er bezt af lokið«, sagði Stíg- ur og rétti rólega fram litla, brúna hendi, sem var ekki upp á það allra hreinasta. »Þú heldur víst ekki, að það sé sárt«, sagði ofurstinn. »Jú, ég þekki þess háttar vel frá skól- anum — við höfum þar frönsku-kennara — æ«, hugsaði hann, »þess háttar er víst ekki beitt við stelpur«. N Og hershöfðinginn greip líka fram í: »Hvað segirðu? Fá smátelpur högg á fingurna í skólanum?« »Ne’i', en — —«, Stígur braut heilann í ákafa, »bróðir minn fær það, og svo sýnir hann mér, hvernig það er«. »Það er fallega gert af honum«, sagði ofurstinn og brosti; »en heyrðu, þú ert víst allra mesti æringi — áttu marga bræður?« Stígur lézt ekki heyra spurninguna og hélt áfram: »Eigi ég að fá að smakka reglustikuna, vildi ég helzt, að það yrði strax«. Ofurstinn hló og fleygði reglustikunni á borðið. »Nei, litla mín, ég slæ heldur ekki smá- telpur á fmgurgómana. Eg ætlaði aðeins að sjá, hvaða svip þú settir upp. En hing- að kom um daginn strákþoirpari og sleit upp tvær sjaldgæfar rósir, sem Henny þótti svo vænt um, — — hann fékk að kenna á reglustikunnk. »Þvílíkur þorpari«, sagði Stígur, !

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.