Ljósberinn - 01.04.1942, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.04.1942, Blaðsíða 8
52 LJOSBERINN með einkennilegum svip á náfölu andlit- inu. Var þetta síðasta kveðjan? Hafði hann ef til vill hætt sálu sinni til þess að ná hinu heimskulega takmarki, og var nú kominn úrslitadagurinn? Hún spratt upp úr rúminu með angistarópi og bað hann í Guðs nafni að hætta við að voga lífi sínu með fífldirfsku, því eina sem hún lifði fyrir. Jóhannes varð strax eins og hann átti að sér, vatt sér út úr herberginu með stuttri kveðju og móðirin heyrði fótatak hans fjarlægjast meir og meir unz það dó út í fjarska. Allt var kyrrt. Allir voru enn sofandi í litla þorpinu. nema hann og hún. Þennan dag hvíldi einhver einkennileg óró yfir móðurinni. Henni fannst dagur- inn aldrei ætla að líða. Þegar kvöldklukk- urnar byrjuðu að hringja létti henni loks um hjartaræturnar. Nú hlaut þrákálfur- inn hennar að fara að koma. Hún hlust- aði eftir hverju fótataki. Hún horfði út. Pað yrar yndislega fagurt sumarkvöld. Tunglsljósið sló silfurlitum bjarma á full- sprottna akrana, sem voru næstum huld- ir af Ijósgrárri dalalæðu. Næturfjólurnar í litla aldingarðinum ilmuðu sterkt. Ætli hann fari nú ekki að koma? Heyrist ekki bráðum þetta lang'þráða fótatak á malar- borna stígnum? Nei, allt er svo hljótt. Hann kemur ekki .... Ögurleg hræðsla greip móðurina. Var hann glataður? Myndi hann ekki koma? Myndi hann a 1 d r e i koma aftur? .... Litla herbergið var svo þröngt. Loftið svo ktefandi. Allt í einu tók hún þá ákvörð- un að fara upp í fjallið og Ieita að syni sínum. Þrátt fyrir þokuna gekk hún hratt og kallaði öðru hverju nafn hans, en eng- inn svaraði, nema bergmálið. Hún gekk hratt yfir eggjagrjót og urð- ir, án þess að gefa því gaum að fætur henn- ar urðu blóðrisa. Loksins kom hún að skriðunni, sem lokaði veglnum til kast- alans. En hvað var þetta? Var ekki búið að grafa göng gegn um þessa ófæru? Hún ætlaði varla að trúa sínum eigin augum. Þarna lágu verkfærin hans Jóhannesar, eu hann var hvergi sjáanlegur. Var drengur- inn hennar sjálfur búinn að ryðja sér brauí til eilífrar glötunar? Hún gckk hiklaust inn í grjótgöngin. Allt af þrengdist gangurinn, ogí loks varð hún að skríða síðasta spölinn. bjú korn hun í þröngan helli, hér gat hún staðið upprétt og litið í kring um sig. Héðan var enginn útgangur, nema sá sem hún koin í gegn um. Jóhannes var hér ekki og út var hann ekki farinn. Henni varð litið upp eftir þverhníptum hellisveggnum, og hún rak upp hljóð af skelfingu. Hátt uppi, á klettasnös, sá hún rauða hálsklútinn hans Jóhannesar. Þarna hafði hann auð- sjáanlega klifrað upp. Þennan vegg' varð hún líka að komast upp, ef hún vildi finna son sinn, og hún byrjaði að ldifra upp þverhnýptan hamarinn. Hún klifraðj hærra og hærra. Eir.n áfangi enn, og nú var hún á næstum yfirnáttúrlegan hátl, komin á litla stíginn, sem lá heim að ætt- aróðali forfeðra hennar, sem glitraði og glóði í tunglsljósinu, eins og æfintýrahöll- Hún hljóp við fót heim að höllinni og kallaði: »Jóhannes! Jóhannes!« Hún stóð í gamla hallargarðinum,. sem var alþak- inn villtum rósarunnum. Hún virti fyrir sér löngu súlnagöngin, skrautlegu tröpp- urnar, brotnu líkneskin o'g höggmyndirn- ar; þetta var allt svo æfintýralegt í bleiku tunglsljósinu. En hve það hlaut að hafa ,verið erfitt verk að grafa sig gegnum alla mölina, sem hafði safnast hér saman. Enn þá kallaði hún veikum rómi: »Jóhannes! Jóhannesk Ekkert svar. ísköld þögn .. • • Ilún reikaði áfram. Fótatak hennar berg- málaði í þessari endalausu þögn. Ekkei't lífsmark sást, nema nokkrar leðurblökur svifu hljóðlaust áfram, þegar konan nálg' aðist felustaði þeirra. Hér var aðeins auðn og þögn, hvar sem litið var. Og þó varð hún að halda áfram, en hvert átti hún að fara? Hvergi sáust nein merki um ná' lægð mannlegrar veru. Tímum saman ráf'

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.