Ljósberinn - 01.04.1942, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.04.1942, Blaðsíða 16
6« LJÖSBERINN »Já, en það er líka skringilegur hlutur hancla stúlku. Pað er líklega Stígur, sem hefir þessháttar, og svo hefir hann sýnt þér hana, og þér hefir þótt hún skemmti- leg«. S'tígur áttaði sig nú. »Já, já, auðvitað — það er alveg rétt hjá þér«, sag’ði hann og braut nú heilann um eitthvað nýtt. — »Svo eru það nú brúður«, sagði hann fyr- irlitlega. »Nei, taktu nú eftir, Dóra er sannarlega orðin of stór til þess. Hún verður 15 ára á morgun, og hún á fullan skáp af þess háttar, ’s’em hún alrdei lítur á. Nei, en er það ekki neitt, sem hún getur haft á sér. Gefur maður ekki ungum stúlkum hanzk.a?« »JÚ, það er ágætt!« sagði Stígur og glaðn- aði yfir honum* »Margrét fær allt af hanzka, og hún er á líkum aldri og Dóra. Ilanzkar, það er alveg ágætt«. »Það var þá gott, að við gátum orðið sammála«, sagði Páll, »en hvaða númer ætli Dóra noti?« »Númer? Nú, jæja, — já, það er ekki gott að vita«. Stígur fór nú að brjóta heil- ann á ný. »Hún er 15 ára, hvað heldurðu um nr. 10, það getur ekki verið of lítið. ®g veit, að pínulitlar telpur nota nr. 3. Elsa —« Stígur fékk allt í einu hósta, »ég fékk hanzka, þegar ég var agnar-lítil ...« »Það geturðu þó ekki munað « »Nei — mér hefir vreið sagt það«. »Bara að nr. 10 verði ekki allt of stórt«. »Það er þó betra, en að þeir verði allt of Iitlir«, sagði Stígur með áherzlu. Það hlýtur að vera hræðilegt að geta ekki hreyft fingurna«. »Hvað skyldu annars vera mörg hanzka- númer til?« sagði Páll íhyglislega. »Ég veit, að Dóra er svo montin af því, hvað hún er handsmá«. »Jæ.ja, við getum þá tekið nr. 9, þao getur ekki verið of stórt. 9 er ekkert sér- lega stór tala«. »Jæja, Elsa, það var annars gott, að ég’ hafði þig að ráðgast við! Það er allt af bezt að hafa stúlku með sér, þegar eitt- hvað á að kaupa handa stúlku«. Stígur varð að snýta sér til að leyna því, að hann hló. »En sjáðu nú íil«, sagði Páll, »það eru margs' konar hanzkar, t, d. þvottaskinns- hanzkar, hjartarskinnshanzkar, og s,vo fín- ir og gljáandi, sem kallaðir eru glacé- hanzkar«. »Það' er víst eitthvert ónýti, sem fer óð- ara sundur«, sagði Stígur. »Ég- sá einu sinni, að Emma frænka fór í svonai hanzka í kvöldbeið, og rissj, svo rifnuðu þéir að endilöngu — við .förum því ekki blátt áfram að fleygja peningum í sjóinn, Páll«. »Nei, það seg’irðu satt, Elsa!« »Kauptu bara hjartarskinnshanzka, þeir halda! Pabbi notar þá allt af. Emma frænka gefur honum þá í jólag.jÖf á hverju ári, og hann notar þá allt árið á ferðum sínum«. »Viltu fara með mér, Elsa, ogdeita aö hanzkabúð. Það er ekki miðlegisverður fyrr en eftir heila klukkustund«. Þau voru ekki lengi að finna hanzkabúð. »Hérna hljóta þeir að fást« ,sagði Páll. »En heyrðu, Elsa, viltu nú ekki vera svo væn að fara inn og kaupa þá? Ég get ekki *liðið að fara í búðir, þar sem maður verð-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.