Ljósberinn - 01.04.1942, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.04.1942, Blaðsíða 12
56 LJÖSBERINN mmr 1 % 1 ll I Smósoga um litla Reykjavíkur-stúlku. I # II M li Eftir Theodór Árnason [Frh.] Það var nokkuð til í J^.ví, að það var engu líkara, en að Dídí væri einhver »merkispersóna«, cins og nunnan hafði komizt að orði, kvöldið sem Dídí slasað- ist. Daginn eftir var getið um slysið í blöð- unum og í »Vísi« voru einkar hlýleg um- mæli um Dídí, sagt frá því, að litla stúlk- an hefði orðið fyrir slysinu í þjónustu blaðsins, og að hún hefði verið langsam- lega duglegasta og skylduræknasta irarn- ið, sem blaðið hefði haft í þjónustu sinni, að hinum öllum ólöstuðum. Svo hlýíega var um Dídí litlu lalað, ag margur les- andinn komst við, og þq ekki sízt ýms- ir þeir, sem könnuðust við-Iitlu stúlkuna, eða kaupendurnir í »stykkinu« hennar, fyrir vestan hæ. ()g eftir að blaðið kom út, var hringt úr ýmsum áttum bæði lii blaðsins og á spítalann og spurl um líð- an hennar. Dídí vissiinú minnst um þetta. En henni voru sýndar smágreinar, sem um slysið höfðu verið birtar í blöðunum, og þá tók hún eftir því, að minnst var á bif- reiðarstjórann heldur kaldranalega, á ein- tim stað, og sagt, að líklegt væri, að hann fengi »makleg málagjöld fyrir sína óað- gæzlu«. Petta varð Dídí meira en iítið áhyggju- efni. Mcnni fannst bifreiðarstjórinn ekki geta átt neina sök á þessu. Hún hafði dott- ið, og henni fannst hún skilja það, að hann hefði svo eltki ráðið við bifreiðina í hálkunni. Og hann hafði verið svo góð- nr við hana. Honum skyldi nú verða refs- að eitthvað fýrir þetta? Og þegar Guðjón afgreiðsiumaður kom lil hennar um daginn, með ofurlítinn blómvönd og sögubók með myndum, sem hann gaf henni, var, henni það efst í huga, að biðja hann að sjá til þess, að »þeir yrðe ekki vondir við bílstjórann«, — eins og hún orðaði það. Og Guðjón loi'aði, að »leggja inn gott orð fyrir hann« hjá lög- reglunni. Annars reyndist það nú svo, þegar ti! kom, að þessi heimsðkn afgreiðslumanns- ins til Dídí, reyndist honum sjálfum fullt eins mikið til hughreystingar og skaplólt- is og Dídí. Pví að engum Irafði liðið eins illa út af þessu slysi og honum, þeim góða manni, og bar márgt til þess. Fyrst og fremst það, að honum fannst hann ckl;i geta fyrirgefið sjálfum sér það, að hann skyldi hafa álpast til þess, að senda ein- mitt hana Dídí litlu þennan útúrkrók, með blaðastrangann á Herkastalann. og hafa þannig orðið óviljandi valdur að slysinu. Hann hafði svo sem átt völ á ýmsum öðrum krökknm til þess að fara þessa sendiferð. En hann þurfti þá ein- mitt að láta sér detta í hug að biðja Dídí um þetta, blessaða litlu stúlkuna, sem allí af var boðin og búin til að gera honum greiða, ef hún gat því við komið, — Dídí. sem var eiginlega eina barnið í öllum hópnum, sem hann hafði mætur á og. þótti jafnvel vsent um. Petta hafði fengið svo á hann, að hann hafði ekki getað sofid um nóttina. Nú. og svo byrjaði aftur sama baslið með útburðinn í þessu »stykki«. Fyrst og fremst gekk illa að fá nokkurn krakka til að taka það að sér. Og svo myndi auð- vitað niðurstaðan vcrða sú sama og áð- ur; sífelldar lcvartanir og skammir og upphringingar. Og síðast var það, og ekki hvað sízt áhyggjuefni, að öll líkindi voru til þess, að út al' þessu myndi verða leiðinlegur málarekstur, sem hann hlyti að hafa meiri eða minni óþægindi af. Pví að Jón, faðir Dídí. hafði verið all-þungorður, þegar

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.