Ljósberinn - 01.04.1942, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.04.1942, Blaðsíða 10
54 LJÓSBERINN af æfagömlum húsbúnaði. Það var engn líkara en að í þennan sal hefði á síðustu stundu verið farið með alla dýrgripi hall- arinnar. Þarna iágti íburðarmiklir, gull- ísaumaðir búningar, þaktir með þykku ryklagi. Stór járnkista stóð undir brotna eikarborðinu. Þarna lágu á víð og dreif sverð og lensur, spjót og keðjur og undir rykinu sást glitra á gull og gimsteina. Drengurinn stóð undrandi frammi fyr- ir þessari dýrmætu eign sinni. Skyndilega rak hann upp óp. I miðjum tunglsgeisl- anum, sem lagði inn um dyrnar, stóð maður, gamall, forneskjulegui’ maður. Hann var nábleikur og visinn, en í hend- inni hélt hann á glampandi sverði. »Hver ert þú?« hrópaði Jóhannes. öldungurinn starði á Jóhannes með fjar- rænu, þunglyndislegu augnaráði. »Forfað- ir þinn, drengur«, sagði hann með hljóm- lausri röddu, »einn af þeim, sem á að hvíla í friði, en getur það ekki? Getur það ekki vegna þess, að hann varð að kveðja jarðlífið áður en hann gat lagt þetta sverð, merkið um vald ættar vorrar, í hönd erf- ingjans. Nú ertu loksins kominn, ósvikin grein af gamla ættstofninum. Ég veit aö' þú ert eins og við vorum allir, harðskeytt- ur og stærilátur. Þú kannt ekki að brosa, vilji þinn er járnkaldur og þú ert þögull eins og gröfin. Þeir munu óttast þig, eins og þeir óttuðust okkur«. Iskaldur gustur heltök drenginn, og hann skalf frá hvirfli til ilja. Já, þetta var lýsingin á honum. Var hann ekki einmitt svona, eins og maður- inn sagði? Og hann átti að verða ríltur. voldugur og h a t a ð u r. Auðurinn var það sem hann hafði allt af þráð. Þá átti móðir hans að verða tignuð og dáð sem drottning í hinni endurreistu höll. »Þú ert rétti erfinginn«, sagoi gamli maðurinn, eins og hann hefði lesið hugs- anir hans. Hann benti drengnum að koma nær. »Taktu þennan purpuraklæðnað«, sagði hann, »og farðu í hann, í staðinn fyrir þessa tötra og lát þú þessa gimsteina - festi um háls þér. Hérna er hinn gyilti tignarsveigur ættarhöfðingjans, og hér ei inesti dýrgripurinn sem til er hér, þ. e. hið hárbeitta, tvíeggjaða sverð Harden- sass-ættarinnar. Með þessu verði getur þú opnað allar fjárhirzlur hallarinnar, ásamt öllum leynihólfum og dýrgripakistum. Notaðu þetta sverð óspart, og láttu með- aumkvunina aldrei ná’tökum á hjarta þínu. Þá mun þetta sverð færa þér töfraljóma gömlu hallarinnar. En það eru þrjú heit, sem eigandi sverðsins verður að vinna um leið og hann eignast það. Brjóti hann þau, missir sverðið töfrakraft sinn. Heyrðu nú þessar reglur, sonur minn: Þú mátt aldrei kyssa konu, heyrirðu það, a 1 d 1 e i! Þéi' iná aldrei vökna um augu, aldrei. aldrei! Þú mátt aldrei láta vingjarn- legt orð fram ganga af munni þér! Mundu þetta þrennt, taktu svo sverðið og farðu! Nú get ég lagst rólegur til hvíldar og sofið til eilífðar. Á morgun mun sverðið vísa þér veginn út úr höllinni«. Augnabliki síðar stóð Jóhannes 1 hall- argarðinum. Hvernig hann var kominn þangað, vissi hann ekki. Það sem hann hafði séð og heyi’t fannst honum vera eins og draumur, og hefði hann ekki ver- ið í purpuraskikkjunni, með gullkeðjuna. kórónuna og sverðið hefði honum í raun og veru eldii komið til hugar að það vævi veruleiki. l Já, þetta var þá hamingjan! Hvílíkt líf myndi ekki bíða hans, fullt af valdaljóma og uhaði. Að uppfylla skyldur hallarherr- ans, fannst honum sem barnaleikur. Hann gekk hnarreistur gegn um súlna- . göngin. Hvítt tungsskinið lá eins og silki- teppi yfir marmaraflísunum. Rósir bærð- ust alls staðar fyrir andvaranum. En hvað var þarna? Á milli rósarunnanna sá hann fátæklega klædda veru. »Mamma!« Rödd hans bergmálaði í þess- ari miklu kyrrð og þögn. Hann kraup hjá hreyfingarlausum líkama .mðður sinnar- Var hún dáin? Var þessi munnur, sem svo oft hafði talað ástrík orð við hann-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.