Ljósberinn - 01.04.1942, Blaðsíða 4
;a u
a *l *
. V',#' ^ y- '
•-. r-v/~
H ARDEN S AS S -KA ST ALINN
(Gauialt æfintýri)
Á milli vingjarnlegra sveitaþorpa og
frjósamra akra teygir svört fjallsstrýtá
sig upp í loftið.
Á tindi þessa fjalls gnæfðu sundurtætt-
ar rústir Hardensass-hallarinnar. Þessar
rústir, sem einu sinni voru fögur og
skrautleg höll, iriinntu sorglega mikið á
hverfulleik auðsins og valdsins. Grafnir
undir leðju og möl iágu íburðarmiklir sai-
ir. Sterku, sívölu turnarnir voru hrundir
og sundurtættir eftir fallbyssuskot óvin-
anna. Djúp þögn ríkti innan þessara múra,
setn einu sinni endurómriðu hlátra og glað-
vær samtöl. Nú var auðnin sezt hér í önd-
vegi, í stað nautnasýki og skarts. Blóðug
styrjöld, sem nálega hafði lagt landið í
rústir, útrýmdi algerlega gömlu, stærilátu
Hardensass-ættinni. örlögin komu, eins
og guðsdómur yfir hina valdasjúku greifa.
sem höfðu svo oft boðið öðrum byrginn.
Þeir héldu. víst að þeir þyrftu ekkert að
óttast í hinni rammgirtu höll, sem var
full af dýrgripum og skrauti. En yfir há-
reistum hallarturnunum hvelfdist himin-
inn, eins og vald Drottins var yfir valdi
greifanna, sem þeir stærðu sig af.
Engin lífsmerki sáust við þessa hrundu
hallarmúra, nema hérgfléttur og villtir
rósarunnar, sem vöfðu sig um þá. Það
voru liðnar margar aldir síðan höllin ger-
cyddist. Láridið var risið úr rústum aftur
eftir styrjaldarsárin. Klukkurnar í litlu
sveitakirkjunum kringum fjallið sungu
um frið og eindrægni; gullnir bylgjandi
akrarnir töluðu um vel launað erfiði og
söngvarnir, sem hljómuðu niðri í sveitinni
á kyrrum sumarkvöldum báru vott uu>
lífsgleði og nægjusemi. Litlu flögusteins-
þöktu sveitabæiinir, eplatrén og rósarunn-
arnir höfðu færst nær og nær rótum hall'
arfjallsins, þegar strangt og villt augna-
ráð hallarherranna hvíldi ekki lengur ógn-
andi yfir byggðinni.
En það \’oru ekki margir. sem þorðu að
fara upp á fjallstindinn, upp að gömUi
hallarrústunum. I-Ierskarar af þjóðsögun1
og gömlum munnmælasögnum héldu
dyggilega vörð um hálfhrundu múrana-
Menn sögðu hverjir öðrum frá dýrmæturn
griþum og fjársjóðum, sem lægju grafn»r
undir hvelfingunum. En enginn maður ’
þessari fallegu, l'riðsælu byggð hafð1
minnstu löngun til að afla sér þessara auö'
æfa. Það voru mörg ár síðan seinasti sel'
intýramaðurinn hafði gefizl upp við a»
leita þeirra. Nú trúðu menn því að hve»’
einasta skóflustunga, sem rekin væri ná'
l.egt gömlu, dimmu rústunum, hcfði dauða
og eyðileggingu í för ineð sér. Það vn»'
eins og andar framliðinna hallarbúa rels'
uðu hinum ágjörnu. Það voru aðeins fá»r
af þeim, sem leituðu auðæfa og gæfu þang'