Ljósberinn - 01.05.1945, Síða 8
LJÓSBERINN
Reynsla pílagrímsins á Brattafelli.
ÚR „FÖR PÍLAGRÍMSINS“ — NÝ ÞÝÐING
Ég sá nú að þeir héldu allir áfram ferð-
inni, unz þeir komu upp undir fjall eitt,
er Brattafell liét. Við rætur fjallsins vav
vatnslind nokkur. Þaðan mátti sjá tvo
vegi, sem lágu beint frá hliðinni; lá ann-
ar vegurinn til liægri fram með fjallsrót-
inni, en hinn til vinstri, en mjói vegurinn
lá beint upp fellið og var þar nefndur
Brattagata. Kristinn gekk nú að lindinni
(Jes. 49, 10) og drakk þar sér til hress-
ingar og lagði síðan á fjallið og söng:
„Ég áfram lield, þótt hæð í vegi standi,
við háfjall það ég skal ei fara á bug,
því veginn sé ég stefna lífs að landi,
ég læt því eigi bila hug né dug;
fer heldur rétt, þótt reynist örðug gatan,
en rangt, um hægan veg, í fár og glatan“.
Nú komu hinir tveir upp undir fjall-
ið (þ. e. þeir Vanafastur og Hræsnari);
en er þeir sáu, að vegurinn var bæði
brattur og langur og þar voru tveir hæg-
ari vegir, sem mæta mundu aftur þeim,
sem Kristinn fór, hinu meginn við fjall-
ið, þá réðu þeir af að fara heldur þá
vegi, sinn 'veginn hvor. Annar þessara
vega hét Hœtta, en hinn Glötun. Sá, sem
kaus sér veginn Hættu, lenti út í skóg
einn mikinn; hinn, sem kaus sér veg-
inn Glötun, barst út á völl einn mikinn,
umgirtan dimmum fjöllum; þar hrasaði
hann og féll og stóð aldrei á fætur aftur.
Nú sneri ég mér að Kristni, til að vita,
hvernig lionum gengi ferðin. Ég sá, að
hann hætti brátt að hlaupa og fór að
ganga í hægðum sínum og loks tók hann
að skríða á fjórum fótum, því að vegur-
inn var svo brattur. — Þegar hann var
kominn upp í mitt fjallið, þá bar hann
þar að yndislegum laufskála, er Lávarður
sá, sem fjallið átti, liafði látið reisa
þreyttum ferðamönnum til hvíldar. Þeg-
ar þangað var komið, settist Kristinn nið-
ur og tók sér þar hvíld. Hann tók þá
skrána úr barmi sér og las í lienni sér
til huggunar. Síðan fór hann að líta nán-
ar eftir búningnum; sem lionum hafði
verið gefinn við Krossinn. Svona stytti
hann sér stundir litla hríð, unz á liann
rann blundur, en síðan datt hann út af
í djúpan svefn, og svaf langt fram á
kvöld, og í svefninum týndi hann skránni.
En er hann svaf bar einhvern mann þar
að, sem vakti hann með þessum orðum:
„Farðu til mannsins, letingi, skoða háttu
hans og verð liygginn". (Orðskv. 6, 6).
Þá hrökk Kristinn npp af svefninum,
og flýtti sér af stað og'gekk greiðan, unz
hann komst upp á fjallsbrúnina.
Þá komu tveir menn hlaupandi á móti
honum; -hét annar Huglaus, en liinn
V antrausti.
„Hvað er að?“ spurði Kristinn. „Er-
uð þér gengnir á glapstig?“ Huglaus
svaraði, að þeir hefðu verið á leið til
Zíons-borgar. „Vér vorum komnir fram
hjá þessu erfiða einstigi; en því lengra,
sem við gengum, því fleiri urðu fyrir
okkur hætturnar. Vér liöfum því snúið
68