Ljósberinn - 01.05.1945, Qupperneq 16
LJÖ SBERINN
tíma, gekk fyrir konungsdótturina og
mælti:
„Göfuga prinsessa, yðar konunglega
tign. Loks er ég nú kominn aftur og hef
ferðast margar vikur, dag og nótt, og oft
komizt í hinn mesta lífsháska. En nú
hafið þér, hágöfuga drottning, fengið tví-
burasystur slöngudemanta-hálsmensins
yðar“.
En prinsessan, sem var löngu búin að
gleyma duttlungum sínum og heimtu-
frekju í sambandi við fyrra hálsmenið.
varð nú öskuvond yfir því að vera minní
á þetta og grenjaði:
„0, svei. Hvað ætti ég, sjálf konungs-
dóttirin, að gera með svona andstyggilegt
hálsmen? Ég ætti nú ekki annað eftir“.
Svo sveiflaði hún blævængnum eins
og liún væri að reka burtu áleitna flugu.
Páfagaukurinn, hann Sykurnef litli, sá
þetta allt og heyrði. Og hann tók sér svo
nærri fláræði og loddarahátt konungs-
dótturinnar, að liann borðaði hvorki né
drakk í marga daga. Hefði litla herberg-
isþernan ekki verið eins góð við liann
og hún var og hjúkrað honum eins vel
og hún gat, er ómögulegt að segja um,
hvernig hefði farið fyrir honum. Þegar
hann liafði náð sér eftir mestu hryggð
sína, varð hann svo heiftúðugur í garð
konungsdótturinnar, að liann gargaði i
hvert sinn, er hún kom nálægt honum:
„Viðbjóðslega Sykurvör! Fláráða Syk-
urvör, svei, svei, svei!“ .
. Einu sinni heyrði konungurinn þetta,
og þótti svo bráðskemmtilegt, að hann
lét bera Sykurnef inn í sinn eigin, kon-
unglega vinnusal.
En það var ekki neitt sérstaklega fag-
urt eða geðslegt, sem Sykurnef fékk að
heyra þar. Það var sem sé þar inni, sem
konungurinn réði ráðum sínum með for-
sætisráðherra sínum, herra von Sýróps-
strút og fjármálaráðherra sínum, herra
von Sníkjukló. Stundum var ráðgast um,
hvort hálshöggva skyldi, eða láta nægja
að kasta í fangelsi einliverjum mann-
garmi, sem hafði lent í því að koma sér
í ónáð hjá einhverjum þessara burgeisa.
Stundum var konungur sólginn í að eign-
ast eitthvað nýtt og fallegt, afardýra
skrauthöll, eða eitthvað þess háttar. En
til þess vantaði peninga í ríkissjóðinn,
Var þá sjálfsagt að fyrirskipa skyldi nýja
skatta á þjóðina.
Og konungurinn og ráðgjafar hans
voru svo innilega og lijartanlega 6am-
mála. Við slík tækifæri gaf konungur
þeim ætíð ríkmannlegar gjafir. Og for-
sætisráðherrann, hann Sýrópsstrútur og.
fjármálaráðherrann, hann Sníkjukló, lof-
uðu hástöfum hið góða lijarta og göfug-
lyndi hans hátignar, konungsins.
Sykurnef litli sá og heyrði þetta allt
saman. Hann sat þarna inni hjá þeim.
Og þetta varð nú ekki til þess að hon-
um yrði hlýrra til konungsins en prins-
essunnar. Auk þess tók konungur upp á
því að kippa í fjaðrirnar á fuglinum.
Eina manneskjan, sem var alúðleg og
góð við liann, var litla herbergisþernan.
Og nú tók fuglinn að hvísla að henni
blíðum orðum, og þau urðu beztu vinir.
En þetta vissi enginn, né skildi.
Þá bar það við einn daginn, þegai
Sykurnef hafði verið lieilt ár í höllinni,
að tekið var til að undirbúa veizlu. Syk-
urvör prinsessa ætlaði að opinbera trú-
76