Ljósberinn - 01.05.1945, Síða 4
LJÓSBERINN
JÓNAS HALLGRlMSSON
(Kafli úr ræðu Davíðs Stefánssonar, skálds, við setningu Listamannaþingsins^
--------— Þegar skáldið frá Hrauni sá
dagsins Ijós, mátti svo heita, að ís-
lenzkt þjóðlíf væri í rústum. Fyrirrennar-
ar hans liöfðu runnið skeið sitt án þess að
verða mikið ágengt, jafnaldrarbiðu þrosk-
ans og starfskraftanna. Móðuharðindin
voru nýlega afstaðin, jarðskjálftar hófust
á Suðurlandi, skepnur féllu, og allskyns
harðindi þjörmuðu svo að þjóðinni, að
fjöldi manna lét lífið úr hungri og pest-
um. Einokuninni var ekki enn lokið, sigl-
ingar tregar, danskir kaupmenn, danskir
embættismenn, — og konungi þóknað-
ist að afnema alþingi með öllu sjö árum
fyrir fæðingu Jónasar. — Þá var dapurt
í sveitum ....
Níu ára gamall missir Jónas föður sinn
og verður tökubarn frammi í Eyjafirði.
Vafalaust hafa allar þessar miklu hörm-
ungar haft djúpstæð áhrif á hina ungu
og viðkvæmu barnssál, og sízt væri fjar-
stæða að ætla, að þangað mætti rekja
uppruna hins ævilanga lífstrega skálds-
ins, er síðar hlaut eldskírn nýrra erfið-
leika, nýrra sorga. — Síðari ár ævinnar
reikar þessi gestur jarðar um öræfi og
byggðir landsins, um framandi borgir og
beykiskóga, þjáður af ástarharmi, sjúk-
dómi og fátækt. — En þjóðin var sjálf
þjáð, ekki síður en skáld hennar. Og Jón-
as Hallgrímsson lét sér annara um henn-
ar hag en sinn eiginn.
Frá barnæsku var hann nákunnugur
högum bændafólksins; — og þegar hann
þrcskast, hefur lokið námi í Bessastaða-
skóla, dvalið í háskólantrm í Kaupmanna*
liöfn, kynnzt frelsiskröfum erlendra
þjóða og notið hinnar miklu útsýnar, —
þá skildi hann að fullu, hvernig Islend-
ingum var innanbrjósts. Úti við strend-
ur landsins var tungan óhrein: Danskan
hafði í Reykjavík það einkaleyfi fram
yfir íslenzkuna, segir Jón Thoroddsen,
að bezt þótti fara á því að kenna börn-
unum hana fyrri en íslenzkuna, ella»
sögðu menn, gæti aldrei orðið lag á err-
inu. — Ofríki og stjórnleysi höfðu í senn
bælt alþýðu manna; undir niðri þráði
hún frelsi og sjálfstjórn, en vonleysið og
vantrúin á landið lömuðu kjarkinn og
blinduðu sjón hennar til hálfs.
Með þessa þekkingu á þjóð sinni kvað
Jónas Hallgrímsson sér liljóðs. Hann rak
ekki upp skerandi öskur, notaði livorki
stóryrði né kjarnyrði tungunnar, held-
ur mælti á hinu ástkæra, ylhýra máli,
sem hann hafði nmnið af fólkinu í dala-
kotunum og þýðendum Miltons og Hóm-
ers. Og boðskapurinn, sem hann flutti,
er af mörgum talinn allt annað en hyl'
djúp speki. Heiðrík og silfurtær ljóð,
eins og hans, eru aldrei talin speki, jafn-
vel ekki sannleikurinn sjálfur, ef haxin
er sagður með látlausum orðum. Og þó
að Jónas Hallgrímsson liefði gaman af
að ganga með silfurgljáandi hnappa 1
frakka heiðbláum, þá var liann andvíg-
ur allri sundurgerð í ljóðum sínum og
ritum. Þar mælir liann eins og skilgot-
inn sonur dalanna, segir þjóðinni blátt
64