Ljósberinn - 01.05.1945, Qupperneq 21
telpnaniia hafði sagt að þær mættu fara
í sunnudagaskóla þann er Ástríður væri í.
„Ó, hugsaðu þér, Guðrún, hve ung-
frúin verður glöð þegar við komum
svona margar á sunnudaginn. Ef að við
nú gætum náð í tvær í viðbót, svo að við
yrðum helmingi fleiri en áður“.
„Ég veit um tvær telpur, sem ég hugsa
að mundu vilja koma með okkur“, sagði
Guðrún þá. „Hún frú Karlson, sem býr
á þriðju hæð, spurði mig um það inn
daginn, hvort ég vildi ekki Iofa henni
Lísu og henni Jenny, dætrum hennar að
vera með mér í skólann, en þá var ég
búin að ákveða, að hætta í skólanum“.
„Þú verður að koma með okkur á
sunnudaginn, Guðrún, og taka þær með
þér! En hve það verður gaman!“ hróp-
aði Ástríður, og naut þess með sjálfri
sér fyrirfram, að hugsa til flokksins helm-
ingi stærri en áður.
„Já, ég skal athuga þetta“, svaraði
Guðrún.
Svo kom sunnudagurinn. Skólastjór-
inn kom nokkru áður en byrja átti til að
undirbúa hátíðina og kennslukona Ást-
ríðar var komin líka. En hún var heldu>:
stúrin á svipinn, þegar klukkan var orð-
in nærri því tvö, og hátíðin skyldi byrja,
er hún sá enga telpu úr sínum flokk vera
komna. Hvernig gat staðið á þessu? Ást-
ríður var ekki einu sinni komin.
En í sömu andránni opnaðist hurðin
og tíu telpur komu í röð inn úr dyrunum
og voru þær Ástríður og Guðrún í far-
arbroddi. Þær gengu beina leið til
kennslukonunnai^ og heilsuðu henni og
um leið hvíslaði Ástríður að henni: „Við
LJÓSBERINN
Vel liggur apanum á,
allir þaft mega víst sjá.
Hann unir við pípuna
sína sér,
og sæll eins og kóngur er;
hann býður þeim
leikandi léttan dans,
sem lœtur í pípuna hans.
höfum fengið fimm nýjar telpur með
okkur“.
Andlit kennslukonunnar ljómaði af
gleði, er hún sagði: „Guð blessi ykkur
börnin mín, en livað ég er glöð við að
sjá ykkur. Ég var svo óánægð rétt áðan,
því að ég hélt að engin ætlaði að koma,
en svo komið þið með fimm nýjar. Verið
þið allar velkomnar!“
Er nú ekki einhver, sem vill líkjast
Ástríði og fá nýja félaga með sér í sunnu-
dagaskólann?
. (Barnavannen. — Sj.)
81